Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 25
✝ Elskuleg eiginkona mín, frænka, amma og langamma, MJÖLL ÞÓRÐARDÓTTIR, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júlí kl. 13.00. Ólafur Steinar Björnsson og fjölskylda. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 ✝ Þórunn Árnadótt-ir frá Seli í Grímsnesi fæddist 18. júlí 1939 á fæð- ingarheimili í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 4. júlí 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Þórdís fædd 22. júlí 1906, dáin 1. október 1944, Sveinbjarn- ardóttir bónda á Heiðarbæ í Þing- vallasveit Einarssonar, og Árni Kristinn bóndi á Seli f. 17. febrúar 1910, d. 27. desember 1985, Kjart- ansson, Vigfússonar. Hálfsystir Þórunnar er Sigrún Guðmunds- dóttir kennari f. 3. október 1931. Að loknu námi í Ljósafosskóla fór hún í Héraðsskólann á Laug- arvatni og síðan í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1957- 1958. Hún lauk handavinnukenn- araprófi frá Kennaraháskóla Ís- lands 1965. Þórunn var stunda- kennari í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1965-1973, einnig kenndi hún við Breiðagerðisskóla í Reykjavík og Kárs- nesskóla í Kópavogi. Hún var fastráðinn kennari við Hvassa- leitisskóla í Reykja- vík 1966-1992. Dóttir Þórunnar var Þórdís Pétursdóttir, Jóns- sonar, f. 30. júní 1963, d.19. maí 2006, kennari á Kirkjubæjarklaustri og í Kópavogi. Börn Þórdísar og manns hennar Skúla Krist- inssonar eru: Aðal- björg f. 13. apríl 1991, Halldóra Þórdís f. 11. mars 1994 og Árni Kristinn f. 18. nóv.1996. Þórunn vann heima á Seli á sumrin. Skömmu eftir lát föður síns hætti hún kennslu, tók við búinu og gerðist bóndi til dauðadags. Hún annaðist ferðaþjónustu bænda, sem faðir hennar og stjúpmóðir höfðu rekið um langt skeið. Einnig stundaði hún fjárbúskap sem hún hafði mikið yndi af. Útför Þórunnar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 16. júlí 2010, kl. 14. Elskuleg systir mín er dáin. Hún lést úr krabbameini 4. júlí. Hún var fimm ára og ég 12 ára þegar við misstum móður okkar. Það var hörð reynsla. Síðan höfum við oftast gengið saman í lífinu og ég frekar skynjað mig sem móður hennar en systur. Við ólum saman upp Þórdísi dóttur hennar, sem lést úr sama sjúkdómi fyrir fjórum árum. Hún skildi eftir sig þrjú börn. Þau syrgja nú ömmu sína, sem alltaf veitti þeim hlýju og skjól. Við systurnar ólumst upp á Seli hjá Árna, föður Þórunnar og stjúp- föður mínum. Mörg munaðarlaus börn hafa verið tekin í fóstur þar og fest djúpar rætur á Seli. – Sel er þeirra æskuheimili. Þau eru þakklát fyrir það veganesti sem þau hafa fengið út í lífið og gerði þau að góðum manneskjum. Það hafa þau sýnt með mikilli hjálpsemi og tryggð. Þau bera nú kistu henn- ar til grafar í dag. Á Seli var aldrei talað illa um nokkurn mann og sannir mannvinir og dýravinir voru fyrirmyndir okk- ar fóstursystkinanna. Það eru for- réttindi að alast upp hjá slíku fólki. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Hugur leitar í himnarann hörð þegar reynslan mæðir, til Hans, er í sorgum sigur vann sárin læknar og græðir. Trúin dvelur í Drottins borg. Dauðinn henni ei breytir. Drottinn Guð alla sefar sorg, sigur í Kristi veitir. Huggast látið af harmi í dag Herrann mun veginn lýsa. Eftir sorganna sólarlag sælli dagur mun rísa. (Jón Hj. Jónsson.) Guð geymi litlu systur mína og styrki ömmubörnin og okkur öll. Sigrún Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast hennar Dúddu með örfáum orðum. Allar mínar minningar frá Seli tengjast Dúddu. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki leng- ur þar. Í augum okkar krakkanna sem ólumst upp á Seli gat hún Dúdda allt. Hún las fyrir okkur úr dönsku blöðunum, teiknaði dúkku- lísuföt, prjónaði og saumaði, bak- aði, tók á móti lömbum, og keyrði traktorinn og henni var treyst fyrir öllu. Mér fannst hún svo ótrúlega dugleg og sterk á þeim tíma og það átti ekki eftir að breytast. Hún gekk í gegnum mikla sorg þegar Þórdís dóttir hennar lést langt um aldur fram frá ungum börnum. Dúdda gafst ekki upp og hélt áfram því starfi sem hún og dóttir hennar unnu við og hjá henni áttu ömmubörnin sitt annað heimili. Það þarf mikinn styrk til að halda áfram og þann styrk hafði hún Dúdda, hún gat allt. Elsku Alla, Dóra og Árni, Rúna og Kristján, þið hafið misst svo mikið og því verður ekki með orð- um lýst. Við Ævar og fjölskyldur okkar sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um Dúddu er björt og falleg og lifir um ókomin ár. Kristín Eyjólfsdóttir. Í bernsku okkar Spóastaðasystra var Dúdda á Seli eina barnið á okk- ar reki í nágrenninu. Var alla tíð mikill samgangur og samvinna milli bæjanna sem standa andspænis beggja vegna Brúarár. Að Seli var farið í heimsóknir um leið og fæturnir gátu borið okkur, stoppað við vatnshrútinn við heim- reiðina sem dældi kalda vatninu heim á bæinn og við hlustuðum á þessa dularfullu eilífðarvél, hvað okkur fannst þetta merkilegt fyr- irbrigði. Á hásumri var afmæli Dúddu, þá var glatt á hjalla, alltaf mörg sum- arbörn á Seli, leikina sem við kunn- um lærðum við þar, að raða myndastyttum, horfa í sjónaukann o.fl. Okkur var boðið í búið í Að- haldinu, okkar bú var á Harðhaus, þangað kom Dúdda. Dúdda hafði listræna hæfileika, teikning og föndur lék í höndum hennar og seinna settist hún í handavinnudeild kennaraskólans. Hún gerðist handmenntakennari, m.a. í Hvassaleitisskóla. Þessi ár bjó Dúdda með Þórdísi, dóttur sína, í húsinu hjá Sigrúnu og Krist- jáni og má segja að uppeldi Þórdís- ar hafi verið sameiginlegt hlutverk þeirra þriggja. Alla tíð hafa þau hjón verið Sels- heimilinu stoð og stytta, nú síðast að annast Dúddu í veikindum henn- ar af alúð og elskusemi. Dúdda hafði gaman af að ferðast og skoða landið sitt, var sumartíma hjá fólkinu hennar Ellinor í Þýska- landi og náði þar góðum tökum á þýskunni, kom henni það að góðum notum þegar hún tók við rekstri ferðaþjónustunnar á Seli. Þær systur Dúdda og Sigrún misstu móður sína á unga aldri, Dúdda 5 ára en Sigrún 13. Eftir það tóku þeir bræður Árni, Sveinn og Óli ráðskonur sem eflaust allar gerðu sitt besta fyrir þær en ekk- ert kemur í stað móðurinnar. Það fengu ömmubörnin hennar Dúddu Þórunn Árnadóttir líka að reyna og nú missa þau ömmu sína sem gerði hvað hún gat til hjálpar við uppeldi þeirra. Kaflaskil urðu í lífi fólksins á Seli 1949, þegar að Spóastöðum var ráðin kaupakona frá Þýskalandi, Ellinor, felldu þau Árni hugi saman og gengu í hjónaband, þar eign- aðist Dúdda góða stjúpmóður og Árni samhentan lífsförunaut. Ellinor gerðist einn af brautryðj- endum Ferðaþjónustu bænda og Sel varð af þýskumælandi ferða- mönnum vinsæll gististaður. Eftir að Dúdda flutti aftur að Seli og við höfðum hreiðrað um okkur hinum megin við ána hefur það verið til siðs að fara páska- göngu að Seli, síðastliðna páska fylgdi Dúdda okkur að Mósteina- gili, ekki grunaði okkur þá þau um- skipti sem nú hafa orðið. Fyrir hönd okkar Spóastaða- fólksins þökkum við Dúddu sam- fylgdina. Ástvinum hennar öllum vottum við innilega samúð og biðjum góðan Guð að blessa framtíð systkinanna á Seli. Steinunn og Sigríður Þórarinsdætur. Nauðsynlegt er að eiga sér fasta punkta í tilverunni. Sel í Grímsnesi er einn af þessum föstu punktum í okkar huga, því undangengin ár höfum við dvalið þar fáeina daga sumar hvert. Þetta er með friðsælli og fegurri stöðum á landinu, fjalla- sýn allt um kring og í austri blasir Hekla við í allri sinni tign. Þaðan er stutt í Sólheima og Skálholt langi mann til að rækta líkama og sál. Þórunn hefur rekið bændagist- ingu í mörg ár á Seli og tók hún jafnan á móti okkur af mikilli alúð og væntumþykju eins og henni var lagið. Upphaflega fórum við fjöl- skyldan að Seli í fyrsta sinn fyrir rúmum aldarfjórðungi, en þá var það Elinór Kjartansson sem rak þar ferðaþjónustu af sinni alkunnu röggsemi. Fjölskyldunni á Seli þótti kynlegt að við skyldum kjósa að dvelja jafnlengi og við gerðum þá, auk þess sem Íslendingar voru almennt ekki farnir að nýta sér bændagistingu í þá daga. Þá vorum við næstum eins og hluti af fjöl- skyldunni og æ síðan höfum við borið sterkar taugar til Sels í Grímsnesi. Þaðan fengum við tvo kettlinga, er við tókum í fóstur og Þórunn færði okkur. Annar átti skamma ævi en hinn lifði í 16 ár. Kötturinn sá bar hið virðulega nafn Ketilbjörn eftir landnámsmanni Grímsness. Við höfðum tvívegis samband við Þórunni fyrir u.þ.b. mánuði til að staðfesta dvöl okkar í öðrum bú- staðnum við Sel. Hún var þá stödd á sjúkrahúsinu á Selfossi, hafði fyrst verið lögð inn vegna slæms lungnakvefs og var nú á leið í krabbameinsrannsókn. Það lá vel á henni, tók þessum veikindum með miklu æðruleysi, þótt auðvitaði langaði hana til að snúa heim að Seli við fyrstu hentugleika. Við vor- um m.a.s. eitthvað að gantast með það, að það væri ekki gaman að liggja inni á sjúkrastofnun um há- bjargræðistímann. En þannig er nú lífið. Maður veit sjaldan þegar kall- ið kemur. Seinna í þessum mánuði höldum við að Seli til að dvelja þar í nokkra daga. Það verða án efa ánægjulegir og friðsælir dagar eins og jafnan – nema hvað við munum sakna vinar í stað. Sigurður Jón, Ásta Lilja og Melkorka.  Fleiri minningargreinar um Þór- unni Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Móðir okkar, ANNA AXELSDÓTTIR, frá Bjargi í Miðfirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga, sunnudaginn 11. júlí. Útför hennar verður gerð frá Hvammstangakirkju mánudaginn 19. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar skal bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga, eða önnur líknarfélög í héraðinu. Karl Sigurgeirsson, Axel Sigurgeirsson, Elínborg Sigurgeirsdóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA BJÖRG KARLSDÓTTIR, Vesturgötu 69, Reykjavík, lést þriðjudaginn 13. júlí á Landspítala Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 22. júlí kl.13.00 Ragnar Hjartarson, Karl Ásbjörn Hjartarson, Elísabet S. Valdimarsdóttir, Daníel Andri Karlsson, Telma Rós Karlsdóttir. mestu frá störfum félagsins að sinni. Hann hugðist m.a. fara að sinna sinni eigin listsköpun meira. Stjórn félagsins hafði tekið ákvörðun um að þakka Bjarna sérstaklega með veg- legum hætti störf hans fyrir félagið í haust. Það verður því miður ekki gert með þeim hætti sem ætlað var. Undirrituð ásamt félögum í Ís- lenskri grafík saknar Bjarna sárt. Láru og fjölskyldunni allri send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Bjarna þökkum við hans miklu og óeigingjörnu störf fyrir félagið Ís- lensk grafík. F.h. stjórnar félagsins Íslensk grafík. Elva Hreiðarsdóttir formaður. Kveðja frá Sam-frímúrarastúkunni Sindra Það kom mér sem og mörgum öðrum mjög á óvart að frétta lát Bjarna. Þegar við kvöddumst í vor að loknu vetrarstarfi var hann hress og glaðvær eins og hann var jafnan og ávallt tilbúinn að vinna þau störf sem honum voru falin. Það er mikils virði í hverjum félagsskap að hafa innan sinna vébanda áhugasama og fórnfúsa meðlimi, það er slíkt fólk sem ber uppi félagsstarfið. Við sem störfuðum með Bjarna í frímúrarastúkunni Sindra munum minnast hans sem félaga er var til fyrirmyndar um áhuga fyrir vel- gengni hugsjóna frímúrara. Þar sýndi Bjarni reglusemi sína og festu í því sem hann tók að sér, t.d. með ástundun og góðri fundarsókn. Það er ljúft að minnast hans sem hins hógværa og trygga félaga. Við kveðjum Bjarna Björgvinsson með þakklæti fyrir samstarfið og vottum Láru og fjölskyldunni ein- læga samúð og biðjum þeim guðs blessunar. Fyrir hönd reglusystkina í St. Sindra, Kristján Fr. Guðmundsson. trénu. Þessi minning fær mig alltaf til að brosa. Sonur minn er orðinn fimm ára og hefur fengið þann heiður að fá að kynnast langafa sínum og umgengist hann mikið. Hann spyr núna mikið um afa og veltir þessu mikið fyrir sér, hvar langafi sé núna og hvenær hann komi aftur. Við mæðginin eigum eftir að spjalla mikið um afa og viðhalda þannig minningu hans áfram. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma, guð styrki þig. Kveðja, Heiðdís Dröfn og Bjarki Hólm. Elsku afi, í þau 30 ár sem við feng- um saman lærði ég margt af þér en það sem ég naut mest góðs af var að þú byrjaðir að kenna mér stærðfræði þegar ég var þriggja ára. Þú notaðir aura og krónur og lést mig reikna of- an í sparibaukinn minn. Fjögurra ára gat ég orðið reiknað plús og mínus tölur í huganum. Svo í gegnum skóla- göngu mína hélt stærðfræðiáhugi minn áfram og fylgdist þú ávallt vel með því hvernig ég stæði mig í skól- anum og þá sérstaklega í stærðfræði. Eftir stúdentspróf fór ég í Háskól- ann í viðskiptafræði og þakka ég þér fyrir að hafa kennt mér stærðfræð- ina. Ég kveð þig með sorg í hjarta og munu minningarnar ávallt lifa í huga mér. Bless, bless, elsku afi. Kveðja. Þín sonardóttir, Íris Rán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.