Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Veiðihornið • Síðumúla 8 • 568 8410 • veidihornid.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar Bestu flugurnar Já, þú færð allar bestu flugurnar á betra verði hjá okkur Í sérverslun fluguveiðimannsins á netinu, Flugan.is, færðu á fjórða hundrað gerðir af vönduðum, vel hnýttum og veiðnum flugum. Flestar þeirra færðu einnig í Veiðihorninu, Síðumúla 8 Veldu úr yfir 300 gerðum af flugum á Flugan.is eða komdu við í Veiðihorninu Síðumúla 8 – Opið alla daga Gerðu verð og gæðasamanburð. Fjölmargir veiðimenn hafa áttað sig á því að það margborgar sig. Rektor - 290 krónur Killer - 220 krónur Fransis - 450 krónur Hairy Mary - 390 krónur HKA Sunray (Bismo) - 450 krónur Flæðarmús - 290 krónur Peacock - 220 krónur Snælda - 450 krónur Stekkur Blá - 390 krónur HKA Sunray (Bismo) - 450 krónur tóku að sér byggingu farþega- og þjónustuhússins við Landeyjahöfn. Nú eru 104 dagar síðan byrjað var á verkinu og margt fólk að ganga frá húsi og umhverfi. Byggingu hússins er ekki lokið en það verður opnað fyr- ir farþega og unnið að frágangi næstu vikur. Þá er búið að steypa akbraut- ina út í skipið og hluta bílastæða. SÁ verklausnir hafa nú tekið að sér að ganga frá umhverfi hússins. Tóku tillit til gagnrýni „Það er mannlegi þátturinn,“ segir Sigurður Áss þegar hann er spurður að því hvað hafi verið erfiðast við undirbúning og byggingu þessa mikla mannvirkis. Starfsmenn Siglingastofnunar mættu mikilli vantrú þegar þeir kynntu hugmyndir sínar. „Það er kosturinn við vantrú og efasemda- raddir að það gerir verkið betra. Við hlustuðum á gagnrýnina og tókum tillit til hennar og eigum því betra mannvirki. En ég get líka lofað því að það eiga eftir að koma upp fleiri vandamál og að við munum einnig sigrast á þeim,“ segir Sigurður. Upphaflega var ætlunin að byggja nýja ferju, sérhannaða til að sigla þessa leið. Hætt var við það eftir að kostnaður jókst gífurlega eftir geng- isfall og bankahrun og ákveðið að Herjólfur myndi sigla til bráðabirgða. Sigurður Áss segir að Herjólfur sé ekki heppilegt skip til að sigla á þess- ari ferjuleið. Það gangi þó næstu árin, á meðan djúpt sé á sandrifinu við höfnina. Hins vegar megi búast við auknum frátöfum eftir þrjú ár eða svo og að erfitt verði fyrir Herjólf að athafna sig í höfninni við vissar að- stæður. Bryggjan Hlífðarpúðar eru settir á bryggjuna þar sem Herjólfur leggst að. Á síðustu stundu Fjöldi iðnaðarmanna vinnur að því að koma farþegahús- inu í nothæft stand fyrir opnunardaginn. Áfram verður unnið að frágangi. „Þetta breytir nánast öllum þáttum mannlífs í Vest- mannaeyjum, þar á meðal atvinnulífinu. Það má líkja þessu við það að Ísafjarðarbær væri tekinn upp með öllum sínum kostum og settur niður við Borgarnes,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um áhrif þeirrar samgöngubótar sem Landeyjahöfn er fyrir Vestmannaeyinga. „Við erum að komast miklu nær stærsta atvinnu- svæði landsins. Sigling hingað styttist úr tæpum þrem- ur klukkustundum niður í rúmlega hálfa. Ekki skiptir minna máli að sveigjanleiki til brottfarar og komu verður allt annar með fjórum til fimm ferðum á dag en tæplega tveimur,“ segir Elliði. „Vestmannaeyjar hafa verið einangrað samfélag í at- vinnulegu- og menningarlegu tilliti. Einangrunin rofn- ar með þessum samgöngum. Hægt verður að sækja at- vinnu frá Vestmannaeyjum upp á fastalandið og öfugt. Fyrirtæki sem hér eru geta sótt sér verkefni á stærri markað. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem eru fólg- in í því að komast til og frá heimahögunum án mikils tilstands og kostnaðar, til þess til dæmis að nota sum- arhús, heimsækja fjölskyldu og taka þátt í ýmsum við- burðum.“ Elliði rifjar upp að ýmis tækifæri geti einnig skapast við að nýta betur þjónustu stofnana ríkisins sem nú eru í Vestmannaeyjum, nefnir framhaldsskólann, sjúkahús og þjónustu sýslumanns. Íbúum hefur fjölgað í Vestmannaeyjum í þrjú ár í röð og telur bæjarstjórinn að væntingar fólks um breyt- ingar í kjölfar nýrrar ferjuhafnar hafi stuðlað að því. „Þannig er höfnin byrjuð að hafa áhrif hér, löngu áður en hún er tekin í notkun,“ segir Elliði Vignisson. Má hvergi slaka á „Það má hvergi slaka á þótt höfnin sé að opnast,“ segir Elliði. Hann vísar til þess að höfnin sjálf veiti ekki þjónustuna heldur skipið. Brýnt sé að áætlun Herjólfs sé ásættanleg. Yfirvöld hafa gert ráð fyrir því að skipið sigli 1.360 ferðir á ári. Á sumrin eru fimm ferðir fjóra daga í viku og fjórar ferðir í þrjá daga. Samkvæmt því verður dregið úr ferðatíðninni yfir vetrarmánuðina. Vestmannaeyingar vilja halda fjórum ferðum að með- altali á dag, telja það nauðsynlega þjónustu og hafa boðist til að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Þá leggur Elliði áherslu á að hafinn verði undirbún- ingur að smíði nýrrar ferju í stað Herjólfs þar sem fyrir liggur að frátafir verða meiri með notkun núverandi ferju en nýs skips sem ristir grynnra og að frátafirnar muni aukast á næstu árum þegar aftur fer að grynnka á sandrifinu fyrir framan höfnina. Einangrun Vestmannaeyja rofin „Mér líst þokkalega á. Höfnin sjálf er ný og lítur vel út. Einu áhyggjurnar eru af sandburð- inum, hvað innsiglingin tekur langan tíma að jafna sig eftir dýpkunina,“ segir Steinar Magn- ússon, skipstjóri á Herjólfi. Skip- ið siglir sína síðustu ferð til Þor- lákshafnar á þriðjudag og fyrstu ferð í Landeyjahöfn síðar þann dag. Ferðir í nýja höfn hefjast síðan samkvæmt áætlun Eim- skips miðvikudaginn 21. júlí. Miklar breytingar verða á rekstri skipsins við það að ferða- tíminn fer úr 2 klukkustundum og 45 mínútum í rúma hálfa. Ekki verður mikill tími til að elda eða bera fram mat fyrir farþeg- ana. Því mun fækka verulega í áhöfn skipsins. Níu til tólf manns verða í áhöfn, eftir fjölda far- þega, í stað fjórtán til sautján. „Ég er búinn að vera mikið á ströndinni og það mun fátt koma á óvart. En þetta getur orðið erf- itt á stundum, sérstaklega á vet- urna,“ segir Steinar þegar hann er spurður hvort hann beri kvíð- boga fyrir því að sigla skipinu í nýja höfn. Ætlunin er að prófa höfnina fyrir fyrstu ferðina. „Við förum ekki inn fyrr en allt verður klárt, Siglingastofnun þarf að gefa það út að höfnin sé tilbúin, dýpið sé rétt og sjókort liggi fyrir,“ segir Steinar skipstjóri. Einu áhyggj- urnar eru af sandburði SKIPSTJÓRINN BJARTSÝNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.