Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 40
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Adam Emil Ríkharðsson, 7 ára gamall drengur úr Reykjavík, hef- ur útskrifast úr geimbúðum í Kan- sas, Bandaríkjunum. Hann var á ferðalagi í Bandaríkjunum ásamt foreldrum sínum og skráði móðir hans hann í búðirnar sem honum fannst gríðarlega spennandi en geimbúðirnar stóðu yfir í fimm daga. Adam segist hafa skemmt sér vel og lærði hann mikið um sólkerfið og ýmislegt tengt geimnum. „Mamma mín skráði mig bara. Maður fær að læra um tunglið, pláneturnar, sólkerfið og svarthol og alls konar. Við vorum líka að læra um allar pláneturnar,“ segir Adam. „Á fyrsta deginum lærðum við um ný tungl og hvaðan tunglið kemur. Svo fær maður að læra að tunglið og jörðin eru fædd á sama tíma.“ Adam útskýrði fyrir blaða- manni að tunglið hafi verið partur af jörðinni. „Það kom geimsteinn og klessti á jörðina, svo fór part- urinn af jörðinni úr og þá varð tunglið til.“ Adam var í fríi með foreldrum sínum, Ríkharði Má Jósafatssyni og Judi Penrod sem er bandarísk. „Mamma er frá Bandaríkjunum en ég er frá Íslandi og pabbi minn er frá Íslandi,“ segir Adam. Hann segir það hafa verið lítið mál að námskeiðið væri á ensku en hann talar góða ensku. „Já, ég kann næstum því allt í enskunni,“ segir hann ákveðinn. Flugmenn vilja fara í geiminn Það sem stóð upp úr hjá unga geimfaranum var að fá að klæða sig í geimbúninginn. „Mér finnst skemmtilegast að klæða mig í geimbúningana. Bara ef ég myndi nú fá geimhanska, geimskó og geimhjálm,“ segir Adam en hann var hrifinn af verslun sem var í búðunum þar sem hægt var að kaupa geimbúning ásamt öllu til- heyrandi. Aðspurður segist Adam ekki viss um hvað hann ætli að verða þegar hann verður stór en hann sagðist þó næstum viss. „Kannski geimferðamaður eða kannski lögga. En ég veit að allir flugmennirnir á Íslandi vilja fara að fljúga úti í geimnum. Þeir vilja fara eitthvað út í geim og skoða.“ Kannski þrjár afmælisveislur „Ég er sjö, að verða átta ára 9. ágúst. Ég ætla að halda upp á það í Bandaríkjunum, Reykjavík og á Ísafirði. En bara kannski á Ísa- firði,“ segir Adam. Adam býr í Reykjavík og gengur í Rimaskóla en í haust byrjar hann í 3. bekk. Aðspurður hvort hann læri eitthvað um geiminn í Rima- skóla segir hann: „Nei, ekki svo mikið, eða kannski bara svona einu sinni í mánuði.“ Ungur Adam í geimbúðum  Skemmtilegast að klæða sig í geimbúninginn Í búðunum Adam þótti skemmtilegast að klæðast geimbúningi og óskaði sér þess helst að fá alla nauðsynlega fylgihluti, eins og geimhanska og -hjálm. Hver er Adam Emil Ríkharðsson? 7 ára gamall drengur úr Reykja- vík sem gengur í Rimaskóla og er nýútskrifaður úr geimbúðum í Bandaríkjunum. Hvers vegna sótti Adam geimbúðir í Bandaríkjunum? Adam var ásamt foreldrum sín- um í fríi í Bandaríkjunum og voru þau að ferðast. Móðir hans ákvað að skrá hann á námskeiðið sem honum þótti skemmtilegt. Hvernig gat hann sótt geimbúðir þar sem kennt er á ensku? Móðir Adams er bandarísk og því talar Adam ensku og átti því auðvelt með að sækja nám- skeiðið. Hvað stóð upp úr hjá Adam eftir námskeiðið? Honum fannst skemmtilegast að fá að klæða sig í geimbúning með öllu tilheyrandi, að setja á sig hanska, hjálm og klæða sig í geimskó. Hvað lærði Adam í geimbúðunum? Hann segist hafa lært mikið, en meðal annars fræddist hann um tunglið og hvaðan það kemur, sólkerfið, plánetur, svarthol og fleira sem tengist geimnum. Spurt & svarað FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Kynhneigðin að falli? 2. Seldi fasteign degi fyrir frystingu 3. Segist ætla í mál við Steinunni 4. Útlit fyrir gott helgarveður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vídeólistamaðurinn Sean Stiege- meier mun halda listasmiðju á Íslandi í byrjun september. Stiegemeier kom hingað til lands fyrr á árinu og tók ljósmyndir af gosinu í Eyjafjallajökli sem hann skeytti síðan saman í myndband. Mun hann kenna íslensk- um áhugamönnum tækni sína. Stiegemeier heldur námskeið á Íslandi  Vilborg Dagbjartsdóttir rithöf- undur verður áttræð 18. júlí nk. og af því tilefni kemur út ný ljóðabók hennar, Síðdegi. Fyrsta ljóðabók Vil- borgar, Laufið á trjánum, kom út árið 1960 og var hún þá ein fárra íslenskra kvenna sem ortu atómljóð. Síðdegi er ní- unda ljóða- bók Vilborg- ar. Níunda ljóðabók Vilborgar  Mynd Valdísar Óskarsdóttur, Kóngavegur, hefur verið valin til þess að keppa í dag- skránni Film- makers of the Present á kvik- myndahátíðinni í Locarno í Sviss nú í ágúst. Valdís verður viðstödd hátíðina ásamt Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filipp- usdóttur, sem leika í myndinni. Kóngavegur keppir á kvikmyndahátíð í Sviss Á laugardag Norðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil væta norðaustantil, annars víða léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast um landið suðvestanvert. Á sunnudag og mánudag Norðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil væta NA-til, annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Líkur síðdegisskúrum inn til landsins. Heldur kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 m/s austantil og lítilsháttar væta. Annars hægari vindur og léttskýjað að mestu. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐUR Ólafur Stefánsson, lands- liðsfyrirliði í handknattleik, gekkst í gær undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hafa lengi gert honum lífið leitt. Hann sagði við Morg- unblaðið að útlitið væri gott, hann hefði farið hækjulaus heim af spít- alanum og gerði ráð fyrir að geta hafið æfingar með Rhein-Neckar Löwen eftir 2-3 vikur. Tímabilið hefst í lok ágúst. »1 Ólafur bjartsýnn eftir aðgerðina Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni er besti leikmaður fyrri umferðar Íslandsmóts karla í fót- bolta. Heimir Hallgrímsson úr ÍBV er besti þjálfarinn og Jó- hannes Valgeirsson er besti dómarinn. Heimir segir að marg- ir hafi hlegið að markmiðum ÍBV áður en Ís- landsmótið hófst. »4 Steinþór, Heimir og Jóhannes bestir Hinn 21 árs gamli Rory McIlroy frá Norður-Írlandi stal senunni á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins í golfi. McIlroy lék Gamla völlinn á St. Andrews á 63 höggum sem er jöfnun á mótsmeti. McIlroy deilir metinu með sjö öðrum kylfingum. Skorið var almennt mjög gott í gær sem sést best á því að 45 kylfingar notuðu færri en 70 högg. »2 McIlroy jafnaði móts- metið á Opna breska ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.