Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Sudoku Frumstig 6 1 6 7 9 3 4 2 7 4 1 2 6 8 9 2 9 3 6 3 8 4 7 9 4 6 7 1 1 5 4 9 5 3 6 4 2 7 3 9 2 1 7 2 4 9 5 8 1 1 4 9 7 7 1 2 5 9 8 5 2 3 1 4 3 1 4 9 8 1 9 8 7 2 4 7 8 1 9 5 3 6 6 3 1 5 7 4 8 2 9 8 5 9 2 3 6 4 1 7 7 2 5 9 4 8 1 6 3 3 9 6 1 2 5 7 8 4 4 1 8 3 6 7 9 5 2 1 6 4 7 8 3 2 9 5 9 7 2 6 5 1 3 4 8 5 8 3 4 9 2 6 7 1 6 9 8 5 4 7 3 1 2 2 4 5 3 1 6 8 7 9 1 7 3 8 9 2 4 5 6 4 6 7 2 5 8 1 9 3 5 8 9 1 6 3 7 2 4 3 1 2 9 7 4 5 6 8 7 2 4 6 3 5 9 8 1 8 3 1 7 2 9 6 4 5 9 5 6 4 8 1 2 3 7 7 3 9 5 6 2 4 1 8 2 8 1 7 9 4 6 5 3 6 5 4 8 3 1 2 7 9 8 4 3 6 2 5 1 9 7 5 9 6 1 4 7 3 8 2 1 7 2 3 8 9 5 4 6 4 2 7 9 5 3 8 6 1 3 1 8 4 7 6 9 2 5 9 6 5 2 1 8 7 3 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 16. júlí, 197. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Reglur þínar eru dásam- legar, þess vegna heldur sál mín þær. Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fá- vísa vitra. (Sl. 119, 129-130.) Spánverjar fagna enn glæstumsigri í úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar sl. sunnudag og unnendur góðrar knattspyrnu sam- gleðjast þeim. Engum dylst að Spánn á besta fótboltalandslið í heimi og Spánverjar eru verðugir heims- og Evrópumeistarar. x x x Sjö leikmenn í byrjunarliði Spán-ar í úrslitaleiknum leika með Barcelona. Það segir meira en mörg orð um ágæti þess liðs. Í stuttu máli er þar snillingur í hverri stöðu og varamaður af nær sama gæðaflokki fyrir hvern leik- mann. Þetta áréttar enn og aftur stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í al- þjóðlegum fótbolta. Þótt hann hafi ekki verið fastamaður í liði Barce- lona var hann í hópnum og gegndi mikilvægu hlutverki eins og til dæmis Cesc Fabregas, sem var varamaður í úrslitaleiknum og lagði upp sigurmarkið. x x x Ísland hefur ekki átt lið í úr-slitakeppni stórmóts karlalands- liða í fótbolta, en nýliðin keppni í Suður-Afríku sýnir að það þarf ekki að vera svo fjarlægur draum- ur. Fyrst Sviss komst í lokakeppni HM hlýtur Ísland að geta látið drauminn rætast. Það tókst í kvennafótboltanum og margir yngri leikmenn lofa vissulega góðu um framhaldið. Í því sambandi má minna á að Þjóðverjar tefldu fram ungum leikmönnum, nokkrum rúm- lega tvítugum strákum. Þeir þökk- uðu traustið og fögnuðu þriðja sæt- inu. Ungu strákarnir stóðu saman sem einn og geta verið mjög sáttir við bronsið. x x x Það er þessi einhugur og sam-vinna, sterk liðsheild, sem skiptir öllu máli. Þessa leikgleði og þessa hugsun má til dæmis sjá hjá Breiðabliki og ÍBV, efstu liðum Pepsí-deildarinnar. Víkverji trúir því að skammt sé í heilsteypt landslið, leikmenn sem vinna sam- an að því að komast í úrslitakeppni. Og þeim tekst það. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 útilega, 8 skottið, 9 dýrlings- myndin, 10 úrskurð, 11 fiskur, 13 hófdýr, 15 álftar, 18 bál, 21 ílát, 22 aflaga, 23 skjálfa, 24 ringulreið. Lóðrétt | 2 slétta, 3 taka land, 4 lesta, 5 málgefin, 6 lof, 7 röskur, 12 málm- ur, 14 sunna, 15 kvala- fullt, 16 hamingju, 17 brotsjór, 18 baunin, 19 féllu, 20 kyrrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ágrip, 4 lægja, 7 áburð, 8 gotan, 9 alt, 11 tonn, 13 saur, 14 ærnyt, 15 skúr, 17 ógát, 20 hró, 22 julla, 23 tórir, 24 litla, 25 leifa. Lóðrétt: 1 áfátt, 2 rausn, 3 puða, 4 lugt, 5 gutla, 6 annar, 10 lúnar, 12 nær, 13 stó, 15 skjól, 16 útlit, 18 gerpi, 19 torga, 20 hata, 21 ótal. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á hollenska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Eindhoven. Loek Van Wely (2653) hafði hvítt gegn Anish Giri (2642). 52. g6! Hb5 hvítur hefði einnig unnið eftir 53…fxg6 54. Hc7. 53. gxf7+ Kg7 54. Kc3 d5 55. Kd4 Kf8 56. Ke5 Kg7 57. Ke6 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Jan Smeets (2659) 6 1/2 v. af 9 mögulegum. 2. Anish Giri (2642) 6 v. 3. Sipke Ernst (2572). 4.-6. Loek Van Wely (2653), Friso Nijboer (2567) og Erwin L’Ami (2620) 2620) 5 v. 7. Wouter Spoelman (2580) 4 1/2 v. 8. Benjamin Bok (2430) 3 1/2 v. 9.-10. Robin Van Kampen (2481) og Dmitri Reinderman (2608) 2 v. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Gott dobl. Norður ♠ÁD ♥5 ♦K108652 ♣G654 Vestur Austur ♠1064 ♠G753 ♥D874 ♥G93 ♦4 ♦ÁD93 ♣KD732 ♣108 Suður ♠K982 ♥ÁK1062 ♦G7 ♣Á9 Suður spilar 3G dobluð. Með 25 punkta á milli handanna virðist sjálfsagt mál fyrir N-S að reyna 3G. Það gerðu líka bæði pör í leik Ís- lands og Danmerkur á EM. En nokkur munur var á útkomunni. Þorlákur Jónsson fór einn niður og galt fyrir 100-kall, en Daninn í suður fór tvo nið- ur í dobluðu spili og þurfti að punga út 500-kalli. Sigurbjörn Haraldsson var doblarinn í austur. Askgaard og Bjarnarson spila sér- stakt kerfi þar sem grandsvar við hálit er geimkrafa, en aðrar sagnir veikari. Hér vakti Bjarnarson í suður á 1♥ og Askgaard svaraði með 2♣, sem er gervisögn og getur innihaldið eitt og annað. Bjarnarson sagði 2♥ og Askga- ard 3♦ til að lýsa yfir tígullit og styrk í geimáskorun. Suður tók þeirri áskor- un, sagði 3G, en nú gat Bessi í austur doblað út á tígulstyrkinn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Með örlítilli fyrirhyggju ættir þú að geta sveigt atburðarásina þér í hag. Sýndu viðeigandi þakklæti og þá færðu meira af því sama. (20. apríl - 20. maí)  Naut Lífið hefur mikinn tilgang núna, þar sem viss manneskja spilar stóra rullu. Sá sem biður þig um ráð sækist eftir við- urkenningu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Félagslífið gefur þér bæði orku og góðar hugmyndir. Enginn er eyland en vissulega getum við sjálfir valið okkur vini. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú er rétti tíminn til að finna sér afdrep til þess að hvíla lúin bein og end- urnýja krafta sína. Farðu samt varlega og reyndu að særa engan í leiðinni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Maður er eins sætur og manni finnst, sem eru góðar fréttir því þér finnst þú bókstaflega heillandi í dag. Mundu að lífið er ferðalag. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú reynir að læra af meistaranum, en best er að gera hlutina bara sjálfur. Vertu staðfastur. Um leið og þú færð verkefni sem vekur hjá þér áhuga, fyllistu orku. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú nýtur þess að hitta vini þína og að fara á alls kyns samkomur. Leyfðu trúnni að hafa áhrif á hugsanir þínar. Með réttu verklagi kemstu hjá mistökum og klárar þig . (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er hætt við að þú lendir í deilum við foreldra þína og yfirmenn í dag. Það væri gaman að koma á fundi þeirra sem standa þér næst. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Einhleypir eru að kynnast nýjum ástvini. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nýir möguleikar opnast og þú ert vel í stakk búin(n) til að greina í milli og velja þá leið sem farsælust er. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vatnsberinn er í of mikilli ná- lægð við nýjasta snilldarverk sitt til þess að vita hvað hann á að gera næst. Gættu þess bara að stíga ekki á tærnar á öðrum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er komið nóg af þessu gagn- rýna fólki! Sannur vinur bendir þér á hversu einstakur þú ert í raun. Lífs- reynsla þín mun aukast til muna. Stjörnuspá 16. júlí 1627 Sjóræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja á þremur skipum. Þeir drápu 34 Eyja- búa og tóku 242 karla og kon- ur með sér. 16. júlí 1955 Dwight D. Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, kom í stutta heimsókn til Íslands, á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu. 16. júlí 2000 Rúta valt við brú á Hólsselskíl, norðan Grímsstaða á Fjöllum. Einn farþegi lést og á þriðja tug slasaðist, þar af voru sautján lagðir inn á sjúkrahús. 16. júlí 2008 Benedikt Hjartarson, 51 árs bakari, synti yfir Ermarsund, fyrstur Íslendinga. Sundið tók sextán klukkustundir, leiðin var talin 61 kílómetri og sund- tökin 48 þúsund. 16. júlí 2009 Þingsályktunartillaga rík- isstjórnarinnar um að gengið yrði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið var sam- þykkt á Alþingi með 33 at- kvæðum gegn 28, en tveir þingmenn sátu hjá. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Þetta leggst mjög vel í mig – ég ætla hvort sem er að lifa að eilífu,“ sagði Einar Gautur Steingríms- son hrl. um fimmtugsafmælið sem hann fagnar í dag. Hann ætlar að bjóða fjölskyldunni í mat í dag og halda svo stærri veislu í ágúst. Einar Gautur kvaðst aðspurður ekki muna sér- staklega eftir einstökum afmælisdögum um æv- ina. „Ég hélt þokkalega upp á þrítugsafmælið. Þegar ég varð fertugur hélt ég upp á afmælið og fagnaði því um leið að ég hafði þá nýlega fengið réttindi sem hæstaréttarlögmaður. Það var tvö- faldur fagnaður,“ sagði Einar Gautur. Hann nefndi að hann ætti ekki aðeins afmæli 16. júlí. „Þann 1. júlí 1973 fæddist ég aftur, þegar ég gaf Jesú Kristi líf mitt,“ sagði Einar Gautur. En vill hann á þessum tímamótum miðla af reynslu sinni um farsælt vegarnesti í lífinu? „Ég hef stundum þurft að taka á sjálfum mér og velja að lifa lífinu lifandi – láta ekki stolt og annað stoppa mig. Auðmýkt er dýrmæt. Ég þarf stöðugt að gæta að því þótt það sé erfitt,“ sagði Einar Gautur. „Svo er mikilvægt að ganga í gegnum lífið með Guði. Gæfuleiðin er að gefast Jesú Kristi persónulega.“ gudni@mbl.is Einar Gautur Steingrímsson hrl. 50 ára Ætlar að lifa að eilífu Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.