Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 30
Stórfréttir í tölvupósti 30 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER SVO HEITT PEYSA ÚR KLÖKUM! GETUR ÞAÐ VERIÐ? ER JÓN AÐ VERÐA GÁFAÐRI? GUÐ MINN GÓÐUR! AUÐVITAÐ EKKI!ERTU STRAX BÚINN AÐ FESTA FLUGDREKANN ÞINN UPPI Í TRÉ? HANN HEFUR VERIÐ FASTUR HÉRNA FRÁ ÞVÍ Í FYRRA VILTU HJÁLPA MÉR AÐ KLÁRA ÞESSA TUNNU? SJÁLFSAGT! ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ HÉÐAN Í FRÁ BYRJA ÉG EKKI Á NEINU VERKI SEM ÉG ÆTLA EKKI AÐ KLÁRA! FÁTT BETRA EN NÝLAGAÐ KÓLUMBÍSKT KAFFI Á MORGNANNA AF HVERJU FÉKKSTU ÞÉR TE? SKIPTIR EKKI MÁLI ÞÚ VEIST AÐ ÞAÐ ER MIKIÐ UM SKIPULAGÐA- GLÆPASTARFSEMI Í KÓLUMBÍU... KANNSKI VAR FÓLK EKKI AÐ GRÍNAST ÞEGAR ÞAÐ SAGÐI AÐ ÞAÐ VÆRI PARTUR AF JUAN VALDEZ Í HVERJUM BOLLA LALLI, ÞETTA ER BARA ANSI TÖFF! FYRSTU TÓNLEIKARNIR OKKAR Í HEIMAHÚSI ÞAÐ ER ALLT ÖÐRUVÍSI AÐ SPILA Í STOFUNNI HJÁ EINHVERJUM! MAÐUR NÆR MEIRI NÁND VIÐ ÁHORFENDURNA ÉG HELD ÞAÐ SÉ RÉTT HJÁ ÞÉR AFSAKIÐ... ER ÉG Í SÆTINU ÞÍNU? SKÓLINN BYRJAR AFTUR Á MÁNUDAGINN VONANDI TEKST MÉR AÐ FÁ PÍNU PENING FYRIR AÐ TAKA MYNDIR FYRIR DAILY BUGLE ÆTLI ÉG EIGI NOKKURN TÍMANN EFTIR AÐ LIFA EÐLILEGU LÍFI Í STAÐ ÞESS AÐ VERA OFURHETJA AÐ AUKASTARFI? HVAÐ ER ÉG AÐ HUGSA? HVERNIG GETUR MAÐUR SEM ER ELTUR BÆÐI AF LÖGREGLUNNI OG GLÆPAMÖNNUM LIFAÐ EÐLILEGU LÍFI? Lopapeysa tapaðist Í gærmorgun varð ég fyrir því óláni að fal- lega lopapeysan mín fauk af hjólinu mínu þegar ég var á leið til vinnu eftir hjólreiða- stígnum sem liggur frá Ægisíðunni í Kársnesið í Kópavogi. Þetta er nett lopapeysa með kvensniði, grá og ljósmórauð og með ein- kennandi hvítri angóru sem prjónuð er inn í ís- lenska mynstrið. Ég bið heiðarlegan finn- anda að vera svo vin- samlegan að hringja í síma 896-3351 eða 552-0375 og heiti ég fundar- launum. Þórhildur Elín Elínardóttir. Stjörnugjöf til Icelandair Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að segja „þvílík fyrir- myndarþjónusta“. Því er nú ánægð- ur viðskiptavinur að láta heyra frá sér. Hjá Icelandair starfar kona sem heitir Stella Guðmundsdóttir, veit engin önnur deili á henni, hef aldrei séð hana, aðeins átt samskipti við hana í netpósti. Þessi ágæta kona fær margar stjörnur fyrir sína miklu þjónustulund sem er ekki á hverju strái í þjóðfélaginu. Hún hefur nokkrum sinnum að- stoðað mig við kaup farseðla á netinu sem hefur stundum verið smábasl að eiga við. Nýlega stóð til að kaupa farmiða hjá Ice- landair. Þá gekk ekki alveg upp að ljúka því máli svo mér varð sam- stundis hugsað til Stellu og sendi henni netpóst. Svar kom til baka, hún var í sum- arfríi. Nú voru góð ráð dýr. Einhvern veginn tókst mér að ljúka far- miðakaupunum. En viti menn, kemur ekki svarpóstur frá Stellu þar sem hún spyr hvort þetta hafi gengið hjá mér. Ég kvað svo vera og þakkaði vel fyr- ir mig. Hvert það fyrirtæki sem hef- ur svona starfsmann innan borðs er heppið. Því segi ég 4 stjörnur til Ice- landair fyrir þessa fínu þjónustu, en Stella fær hrósið. Ánægður viðskiptavinur. Peysa tapaðist í Húsdýragarðinum Sjö ára stúlka tapaði nýrri peysu í Húsdýragarðinum 14. júlí síðastlið- inn. Peysan er vínrauð og merkt Sunna. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 566-6848. Ást er… … þegar hann sendir þér blóm í vinnuna. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu- stofa opin, hádegsimatur. Bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist föstudaginn 16. júlí kl 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Síðustu forvöð að skrá sig í há- lendisferðina 10. 11. ágúst, er mánudag- inn 19. júlí. Sjá nánar á www.febk.is eða í félagsmiðstöðvunum Gjábakka og Gull- smára. Uppl. í síma 895-0200. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, matur. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, hádegismatur, bíó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, gönuhlaup kl. 9, gáfumannakaffi kl. 15. Listasmiðjan opin. Hádegismatur alla virka daga. Sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 10.30, opið hús brids/vist kl. 13, veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, hádegismatur og kaffi, bingó kl. 14. Gunnar Kr. Sigurjónsson sendiVísnahorninu skemmtilega kveðju með vísum frá föðurafa sín- um, en það var hagyrðingurinn Vil- hjálmur Hinrik Ívarsson: „Hann var hreppstjóri, smiður og refaskytta í Höfnum á Reykjanes- skaga, faðir m.a. Vilhjálms og Ellyj- ar. Ég hef verið að safna þeim sam- an og er kominn með um eða yfir 300 vísur í heildina, sem ég ætla að setja saman í bók, svo þær glatist ekki. Sumar vísurnar hafa hvergi sést á blaði. Eftir að hafa horft á stjórn- málamenn karpa í sjónvarpinu, varð honum að orði er hann slökkti á tækinu: Vantar snilli margan mann, mengaðir spillingunni. En oft má grilla í óþverrann undir gyllingunni. Einhverju sinni var hann úti að slá: Ljárinn skárar foldu frjóa, fellur smári á bleika rein. Daggartár á grösum glóa, glaðar bárur faðma stein. Þegar pumpu-kaffikannan í eld- húsinu tæmdist eitt sinn, kvað hann: Könnudræsan gaf ei gróm, gripin hæsi og nöldurs óm, einnig hvæsir hrygluhljóm, hátt – og fnæsir alveg tóm. Framan við sjónvarpið fæddist þessi vísa: Sjónvarpinu sat hann hjá, sitthvað stóð til boða. Augnalokin innanfrá ætlar hann svo að skoða. Og þegar árin voru farin að fær- ast yfir: Áður var mér gatan greið, glæsta staði og lendur kanna, en nú er orðin lengsta leið að labba á milli herbergjanna.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Af vísum Vilhjálms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.