Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Á ströndinni Í jafn góðu veðri og var í höfuðborginni í gær var ekki annað hægt en að bregða á leik í Nauthólsvík. Þeir, sem ekki fannst nógu hlýtt, gátu einfaldlega grafið sig í sandinn. Ernir Eins og alkunna er hefur að undanförnu verið mikil umræða um tvo dóma Hæstaréttar varðandi gengistryggð bílalán fjármögn- unarfyrirtækja, þar sem niðurstaðan var sú að óheimilt hefði verið að binda lánin í íslensk- um krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Kemur það skýrt fram í at- hugasemdum með frumvarpinu um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og ítrekað tekið fram í lögskýr- ingagögnum, að með lögunum væri felld niður heimild til að miða fjár- skuldbindingar við gengi erlendra gjaldmiðla, sem framsögumaður á Alþingi ítrekaði sérstaklega. Þrátt fyrir þetta voru slík lán veitt í ára- tug, sem að mínu mati verður að telja eitt mesta lögfræðiklúður Ís- landssögunnar, a.m.k. hvað varðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir ríkið og skattborgara þessa lands og var ekki á bætandi. Lítur nú út fyrir að fjármálafyrirtæki muni eitt af öðru verða gjaldþrota í kjölfarið vegna þessara bílalána. Hver heildar- áhrifin á samfélagið muni verða, þegar upp er staðið, mun koma fljót- lega í ljós. Eins og komið hefur fram eru margir lántakendur, sem þegar munu njóta verulegs fjárhagslegs ábata af þessu forkastanlega klúðri þó ekki sáttir, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið skyldu gefa út samræmdar viðmiðunarreglur, hvað greiða skuli í vexti af lánum þessum sem nauðsynlegt var þó að gera. En mikill vill meira. Telja margir lántakendanna að um- samdir vextir eigi að standa óbreyttir, þótt gengistryggingin hafi verið dæmd ólögmæt. Um þetta munu dóm- stólar að sjálfsögðu eiga síðasta orðið. Þó langar mig hér, þar sem ég kem hvergi að málum, að benda á nokkur atriði og sjón- armið, hvað vaxtaþátt hinna geng- istryggðu bílalána snertir, sem gætu skipt máli við málareksturinn og haft áhrif á væntanlega dómsnið- urstöðu. Um það er ekki deilt að meg- inreglan í samningarétti er sú að samningar skuli standa. Jafnframt að sé eitt ákvæði samnings dæmt ólögmætt þá gildi samningurinn óbreyttur að öðru leyti. Þetta er bara ekki alltaf svona einfalt og af- dráttarlaust. Önnur sjónarmið geta komið til. Í 36. gr. samningalaganna nr. 7/ 1936 er heimild fyrir dómstóla að víkja samningi til hliðar eða hluta hans eða breyta honum yrði það tal- ið augljóslega ósanngjarnt að bera samninginn fyrir sig. Í þessu ákvæði felst nauðsynlegur öryggisventill, þegar samningsákvæði kann að leiða til þess að það sé af einhverjum ástæðum talið ótækt eða óviðunandi í óbreyttu formi. Eitt er þó að víkja samningsákvæði til hliðar, en annað að breyta því til hækkunar eða lækk- unar, sem dómstólar hafa þó gert á Norðurlöndunum. Í þessu sambandi hefur verið vitn- að til 2. mgr. 36. gr. c, sem segir að sé samningur talinn ósanngjarn eða raski til muna réttindum og skyldum samningsaðila, neytendum í óhag, þá skuli samningurinn gilda óbreytt- ur að öðru leyti. Hér verður að hafa í huga að samningalögin eru annars vegar að fjalla um hagsmuni seljand- ans eða lánveitandans og hins vegar hagsmuni kaupandans eða lántak- ans. Einn samingsaðili í samskiptum við annan samningsaðila, þar sem hagsmunir neytandans, ein- staklingsins, eru ráðandi en ekki hagsmunir lánveitandans/seljand- ans, sem verður að bera hallann af. Hvað hins vegar snertir vexti af gengistryggðum bílalánum, þá er annars vegar um að ræða hagsmuni lántakans, einstaklings, og hins veg- ar hagsmuni allra landsmanna, skattborgaranna, sem eru líka neyt- endur, sem þyrftu þá sameiginlega að axla byrðarnar, ef umsamdir samningsvextir ættu að gilda áfram. Hér er verið að tala um a.m.k. tugi milljarða, ef ekki miklu meira, sem velt yrði á alla neytendur í landinu, fái umsamin vaxtakjör að standa. Tilgangur samningalaganna með ákvæðinu um neytendavernd er ekki sá að losa einn neytanda undan greiðslukvöð og um leið færa hana yfir á alla landsmenn viðkomandi þjóðríkis. Til viðbótar 36. gr. eða angi af henni er svonefnda forsendukenn- ingin í lögfræðinni, þ.e.a.s. kannað hvaða forsendur lágu að baki lán- veitingunni í þessu tilfelli. Talað er um brostnar forsendur þótt í þessu tilviki hér væri væntanlega réttara að tala um rangar forsendur þar sem lánasamningarnir byggðust á lög- villu. Hvort heldur, þá liggur hér fyrir að þær forsendur sem menn gáfu sér í upphafi fyrir vöxtunum brugðust gjörsamlega þar sem ákvörðunarástæða hinna lágu vaxta var eingöngu og alfarið gengistrygg- ingin sem er eitt form verðtrygg- ingar. Þá liggur fullljóst fyrir að vilji lán- veitandans stóð ekki til þess að veita bílalán, nema með gengis- eða verð- tryggingu og þá og þar af leiðandi á lágum vöxtum. Hefði mönnum yf- irhöfuð og nokkurn tímann staðið til boða að fá óverðtryggð bílalán ætti það að vera óumdeilt og hafið yfir allan vafa að eingöngu hefði verið um svokallaða seðlabankavexti að ræða. Með ákvörðuninni nú um sam- ræmda seðlabankavexti eru menn nú að setja sig í þau spor varðandi vextina sem menn hefðu verið í á lántökudegi gefi maður sér að í myndinni hefði verið yfir höfuð að gefa mönnum kost á að fá óverð- tryggð lán. Menn verða að spyrja sig þeirrar spurningar hvað menn hefðu samið um á samningsdegi, hefði þá legið fullljóst fyrir, sem það reyndar gerði, að gengistrygging lána væri með öllu ólögmæt og ekki hægt að veita slík lán? Þetta þarf að hafa í huga, þegar fjallað er um það, hvað séu eðlilegir og sanngjarnir vextir af þessum bílalánum í dag og hvort þá lántakendunum verði færðar frekari gjafir. Ýmis önnur lögmæt sjónarmið geta hér einnig komið til skoðunar, þegar dómstólar fjalla um það, hvaða vexti lántakendur skuli nú greiða. Má hér benda á svokallaða auðgunarreglu, sem getur gilt, þeg- ar um er að ræða óréttmæta auðgun eins aðila á kostnað annars. Mætti í því sambandi spyrja sig þeirrar spurningar, hvort eðlilegt og sann- gjarnt sé, að aðili, sem hefur auðgast verulega vegna yfirgengilegs lögfræðiklúðurs viðsemjanda síns, skuli eiga rétt á að auðgast enn frek- ar en hann hefur þegar gert á kostn- að viðsemjanda síns. Í þessu tilviki með því að vaxtabyrðinni verði að mestu létt af honum og velt yfir á all- an almenning í landinu, sem hvergi kom nálægt samningi viðkomandi aðila. Er þetta sanngjarnt og eðli- legt? Fellur slíkt undir hugtakið neytendavernd í skilningi samn- ingalaganna? Það eru vinsamleg tilmæli mín til þeirra, sem hæst hafa látið varðandi óbreytta vexti af þessum bílalánum, að þeir láti af slíkri kröfugerð. Þess í stað gangist þeir undir að greiða þessar samræmdu vaxtaviðmið- unarreglur Seðlabankans, sem þeir geta gert með skriflegum fyrirvara um betri rétt, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu, að óheimilt sé að breyta vöxtunum til hækkunar frá samningsvöxtum. Þangað til að dómsniðurstaða liggur fyrir hafa menn nóg af erfiðum vandamálum tengdum lánamálum til að fjalla um og reyna að leysa. Eftir Jónas Haraldsson » Það eru vinsamleg tilmæli mín til þeirra, sem hæst hafa látið varðandi óbreytta vexti af þessum bílalán- um, að þeir láti af slíkri kröfugerð. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Gjafir eru yður gefnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.