Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Hringurinn færði nýlega svæfing- ardeildinni á skurðstofum kvenna- deildar Landspítalans góðar gjafir. Um er að ræða sérhannaðan barka- spegil sem er til notkunar ef vanda- mál verða við barkaþræðingu, auk púlssúrefnismælis sem getur betur en flestir aðrir gefið upplýsingar um súrefnismagn í blóði. Báðar þessar gjafir munu auka mikið öryggi þeirra sjúklinga sem fara í aðgerðir á skurðstofum kvennadeildar. Sérstaklega munu þessar gjafir auka öryggi þeirra kvenna sem fara í keisaraskurð og gildar það sama um börn þeirra. Gjafir frá Hringnum Gjöf Hringurinn gaf LSH barkaspegil og púlssúrefnismæli. Sonja Björg Helga- son, íþróttakennari, stofnandi og fyrrver- andi forstjóri Nestis, lést á Droplaugar- stöðum þriðjudaginn 13. júlí sl., 91 árs. Sonja fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1918, dóttir hjónanna Ingileifar og Helge N. Karlson. Hún dvaldi í for- eldrahúsum í Lerum í Svíþjóð til fimm ára aldurs. Eftir það ólst hún upp á Laufásvegi 6 hjá fósturforeldrum sínum Sig- urði Sigurðssyni alþingismanni og Björgu Guðmundsdóttur. Sonja var í Miðbæjarskólanum, lauk prófum frá Kvennaskólanum og íþróttakennaraprófi frá Kung- liga Gymnastiska Institutet í Stokkhólmi 1939. Hún var íþrótta- kennari við Miðbæjarskólann, Kvennaskólann, Húsmæðraskólann og Landakotsskóla auk þess að stunda kennslu hjá ýmsum íþrótta- félögum. Sonja stofnaði Nesti hf. ásamt manni sínum Axel Helgasyni árið 1957. Eftir lát Axels starfrækti hún Nesti. Sonja skrif- aði í tímarit, samdi leikþætti og kennslu- efni. Hún starfaði einnig hjá Styrktar- félagi vangefinna, Þroskaþjálfaskóla Ís- lands og við Heilsu- ræktina í Glæsibæ og Jógastöðina. Sonja sótti námstefnur NFPU í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Sonja var sæmd gullmerki ÍKÍ og Íþróttafélags fatlaðra. Hún var formaður Kvenfélags Kópavogs og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Odd- fellowregluna og var félagi í Gamma Delta. Sonja giftist Axel Helgasyni, rannsóknarlögreglumanni og síðar forstjóra Nestis, 1943. Axel drukknaði í Heiðarvatni í Mýrdal 1959. Þau eignuðust fimm börn, Ingibjörgu, f. 1944, d. 1944, Helga Þór, f. 1946, Erlu Björk, f. 1948, Önnu Björgu, f. 1953, d. 1953 og Ósk, f. 1954. Útför Sonju fer fram frá Bú- staðakirkju mánudaginn 26. júlí kl. 11.00. Andlát Sonja B. Helgason Gunnar Levy Gissur- arson, framkvæmda- stjóri Gluggasmiðj- unnar, lést þann 14. júlí sl. Gunnar fæddist í Reykjavík hinn 24. ágúst 1949. Að loknum grunnskóla lærði hann til smiðs og síðar húsa- smíðameistara. Þá nam hann tæknifræði við Tækniskóla Ís- lands. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofn- unar og sinnti ýmsum trúnaðarstörf- um á sviði iðnaðar. Hann tók virkan þátt í starfi Iðn- aðarmannafélagsins og var kjörinn varaborgarfulltrúi fyrir R-listann á kjörtíma- bilinu 1994-1998. Þá var hann formaður bygg- ingarnefndar Reykja- víkur. Gissur, faðir Gunn- ars, stofnaði glugga- smiðju árið 1942 á Miklatúni en Gunnar tók við rekstrinum 1986 og starfaði sem fram- kvæmdastjóri Glugga- smiðjunnar alla tíð síð- an. Gunnar lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og fimm barnabörn. Útför Gunnars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 23. júlí kl. 13.00. Andlát Gunnar Levy Gissurarson NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR 30%-50% Skoðið sýnishorn á laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Úrval af fatnaði úr eldri listum á kr. 1.000, 2.000 og 3.000 Buxnatilboð 3 stk. á kr. 6.00050% 40% Ath. Ekki útsala á Praxis vörum Vesti áður 9990,- nú 3990,- Hörbuxur áður 13490,- nú 6475,- Til sölu veitingarekstur í hjarta borgarinnar Staðurinn býður upp á mikla möguleika og er vel tækjum búinn. Er með fullt veitinga-, skemmtana- og útiveitingaleyfi. Áhugasamir hafi samband á veitinga.rekstur@gmail.com. Vinsælu Yoohoo tuskudýrin í miklu úrvali Dreifingaraðili Danco Sími til Íslands Missagt var í punktum um árið 1904 á baksíðu í gær að Ísland hefði kom- ist í símasamband við önnur lönd það ár. Hið rétta er að samið var um ritsíma við „Hið mikla norræna fréttaþráðarfélag“ árið 1904 en sæ- síminn var opnaður 1906. LEIÐRÉTT Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu var 306,7 stig í júní 2010 og lækkaði um 0,7% frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Þjóðskrár Ís- lands, en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breyt- ingar á vegnu meðaltali fer- metraverðs. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,1%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 1,5% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 1,3%. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjöl- býli eða sérbýli. Reiknað er með- alfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á mark- aði miðað við undangengna 24 mánuði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteigna- verðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Vísitala íbúðaverðs lækkar Sjávarútvegsráðherra hefur látið breyta reglugerð um stjórn makríl- veiða þannig, að skipum sem hafa leyfi til strandveiða verður heimilt að stunda makrílveiðar á handfæri og línu. Þegar hafa veiðst 45.000 tonn af makríl það sem af er vertíðinni og segir ráðuneytið að ætla megi að yfir 80% aflans hafi farið til mann- eldisvinnslu. Mikil makrílgengd er nú við vestanvert landið og hefur fiskurinn veiðst á stöng í höfnum undanfarna daga. Sjávarútvegs- ráðuneytið segir, að sérstök ástæða sé því til að skapa svigrúm fyrir nýjar veiðiaðferðir, sem líklegar séu til að skapa grundvöll fyrir fjöl- breyttri vinnslu á verðmætum af- urðum og auka atvinnu í sjávar- byggðum. Ennfremur þyki eðlilegt, vegna þess hve stutt sé síðan farið var að veiða makríl hér í teljandi magni, að veita fleiri aðgang að veiðunum en þeim sem veitt hafa síðustu árin. Strandveiðimenn geta veitt makríl  Þegar veiðst 45.000 tonn af makríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.