Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Svo kann að fara að innan nokkurra ára verði ekki óalgengt að bresk ungmenni haldi út á vinnumark- aðinn eftir tveggja ára háskólanám í stað þriggja eins og verið hefur. Jafnframt gæti kostnaðarþátttaka nemenda og foreldra þeirra aukist í formi hærri skólagjalda, ellegar í formi sérstaks skólaskatts sem mið- aður verður við tekjur eftir útskrift. Skjótt skipast veður í lofti Þessi framtíðarsýn hefði líklega þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum á meðan allt lék í lyndi og efnahagur Bretlands óx hröðum skrefum. Bretar standa nú hins vegar frammi fyrir nýjum veruleika sem Vince Cable, við- skiptaráðherra Bretlands og áhrifamaður í flokki Frjáls- lyndra demó- krata, samstarfs- flokki Íhalds- flokksins í ríkisstjórn, telur að kalli á róttæk- ar breytingar á háskólakerfinu og fjármögnun þess. Cable lítur svo á að nemendur muni fagna möguleikanum á að geta lokið BA- eða BS-gráðu úr háskóla á tveimur árum með því að fara hrað- ar yfir og nýta sumarleyfin betur en þeir sem þurfa nú þrjú ár í námið. Þá geti aðrir farið þá leið að ljúka námi á lengri tíma og eigi þess þann- ig kost að greiða fyrir áfanga hverr- ar annar með hlutastarfi, í stað þess að taka lán til að greiða fyrir þriggja ára nám utan vinnumarkaðarins. Leggur Cable áherslu á að háskól- arnir komist ekki hjá niðurskurði. Skólarnir yrðu þrælakistur Rætt er við Sally Hunt, sem fer fyrir samtökum starfsfólks háskóla í Bretlandi, á vef Daily Telegraph en hún telur að með tveggja ára há- skólanámi yrði skólunum breytt í þrælabúðir þar sem kennarar hefðu minni tíma aflögu fyrir rannsóknir. Styttra nám og hærri skólagjöld  Viðskiptaráðherra Bretlands telur háskólanám of dýrt Vince Cable VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fylgishrun Demókrataflokksins í kosningunum til efri deildar jap- anska þingsins um síðustu helgi má öðrum þræði rekja til hneykslismála í kringum Yukio Hatoyama, fyrrver- andi forsætisráðherra flokksins, sem hrökklaðist frá völdum eftir að fjölmiðlar greindu frá ólögmætum styrkjum í kosningasjóð hans. Þetta er mat Kristínar Ingvars- dóttur, dr. í félagsvísindum frá Hi- totsubashi-háskóla í Tókýó, sem tel- ur vægi hugmynda demókrata um hækkun sölu- skatts úr 5% í 10%, til að standa undir velferð, hafa verið ofmet- ið í fréttum. „Nýlegar skoð- anakannir sýna mjög jafnt hlut- fall þeirra sem eru með og á móti skattahækk- unum. Það er orð- inn mun meiri skilningur á þörfinni á að afla ríkinu tekna með sköttum en áður var. Sú túlkun á kosningunum að þær endurspegli aðeins óánægju japanskra kjósenda með fyrirhug- aðar skattahækkanir er að mínu mati of einhliða,“ segir Kristín sem bendir á að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og stigvaxandi útgjöld til velferðarmála muni fyrr en síðar kalla á róttækar aðgerðir. Stinga höfðinu í sandinn Kristínu, sem fylgist vel með jap- önsku þjóðlífi og stjórnmálum, finnst japanskir kjósendur hafa sýnt ákveðna tilhneigingu til að stinga höfðinu í sandinn fremur en að horf- ast í augu við vandann. „Það eru engar einfaldar lausnir á stórum og langvarandi vandamálum eins og Japanir eiga við að etja. Það gæti þurft að ráðast í sársaukafullar aðgerðir. Það verða engar einfaldar töfralausnir. Kjósendur eru hins vegar ekki komnir í þennan gír, þótt margir átti sig á vandamálunum.“ Flokksbróðir Hatoyama, Naoto Kan, tók við forsætisráðherraem- bættinu fyrr í sumar, og telur Krist- ín að hann hafi ekki mikinn tíma. „Japanskir kjósendur eru oft óþolinmóðir og eru kannski ósáttir við Kan sem stendur, en það vinnur með honum að Japanir eru heldur ekki sérstaklega hlynntir því að skipta strax aftur um forsætisráð- herra. Kan er fimmti forsætisráðherra landsins á fjórum árum og margir óttast hvaða áhrif tíð forsætisráðherraskipti muni hafa á ímynd landsins. Mín tilfinning er sú að Kan fái hálft til eitt ár til að sýna hvað í hon- um býr. Róðurinn verður hins vegar þungur. Hann stendur frammi fyrir risavöxnu verkefni og getur ekki einu sinni reitt sig á stuðning flokks- bræðra sinna sem stendur.“ Reyna að slá uppskurðin- um á frest  Japana bíða sársaukafullar aðgerðir Reuters Áhyggjuleysið að baki? Ungu kyn- slóðarinnar í Japan bíða vandamál. Iðnveldi » Japan er annað stærsta hagkerfi heims. » Íbúafjöldinn er um 130 millj- ónir og fer meðalaldurinn hratt hækkandi. » Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn hefur haft tögl og hagldir í stjórnmálum síðustu áratugi. Kristín Ingvarsdóttir Þremur milljónum vinnustunda og óteljandi heilabrotum frá því hönnun hennar hófst var hulunni loks svipt af orrustuþotunni Taranis í flugskýli BAE systems í Lancashire í vikunni. Taranis gæti heitið Þór á íslensku enda nefnd eftir þrumuguð Kelta. Þotan virðist við fyrstu sýn smærri útgáfa af F-117 Nighthawk, orrustuþotunni sem var illgreinan- leg á ratsjám. Þegar nánar er að gáð má sjá að engir gluggar eru í þotunni, aðeins loftinntak í nefinu, ef svo má kalla. Þarf ekki flugmann Skýringin er einföld: Orrustu- þotan Taranis þarfnast ekki flug- manns. Hún flýgur sjálf og getur varist árásum óvinaþotna í loftbar- dögum, rétt eins og ef um dæmi- gerða orrustuþotu væri að ræða. Það er vopnarisinn BAE systems, annar mesti vopnaframleiðandi heims, breska varnarmálaráðu- neytið, Rolls-Royce flugvélaverk- smiðjurnar, og fyrirtækin QinetiQ og GE Aviation Systems, dóttur- félag General Electric, sem smíða þotuna í sameiningu. Fyrirtækin skipta með sér verk- um og má nefna að Rolls-Royce sér um hreyflana en BAE Systems og QinetiQ um stýrikerfið, þ.e.a.s. hug- búnaðinn sem stýrir þotunni. Stórt skref fram á við? Ómönnuð loftför eru þegar notuð í hernaði og er njósnavélin MQ-1 Predator þar ef til vill þekktust en hún er búin Hellfire-flugskeytum sem grandað hafa fjölda fólks, tali- bönum sem og óbreyttum borg- urum, í Afganistan og Pakistan. Ljóst er að bresk hermálayfirvöld eru spennt fyrir möguleikum Tar- anis og komst Drayson lávarður, sem kemur að verkefninu, svo að orði að þotan gæti sómt sér vel í mynd um njósnarann James Bond. Ætla má að ekki deili allir hrifn- ingunni enda vekur notkun tölvu- búnaðar í hernaði ýmsar spurningar. Ómönnuð og eins og fljúgandi furðuhlutur Brýtur blað Taranis er háþróuð og mun geta varist óvinaþotum. Bretar afhjúpa orrustuþotu Ómannaða orrustuþotan Taranis Kostnaður við verkefnið Áætluð þyngd Drægni Þrýstikraftur hreyfla (áætlun) Jómfrúarflugið (að því er stefnt er að) 26,5 milljarðar króna 8 tonn Getur flogið heimsálfa á milli 2.940 kíló 2011 HULIÐSÞOTA ÞRUMUGUÐSINS Heimild: Byggt á fréttaskeytum. Stærðirnar eru áætlaðar. 2m 4m 10m Vopnarisinn BAE Systems svipti í vikunni hulunni af Taranis, ómannaðri njósna- og sprengjuþotu sem getur flogið heimsálfa á milli án þess að vekja eftirtekt óvinarins. Þotan er illgreinanleg á ratsjám og á því að komast óséð framhjá flugeftirlitskerfum. Loft- inntakið Reiknað er með tveimur vopnahólfum, einu á hvorum væng þotunnar Rolls-Royce smíðar hreyflanna Hann fer sér að engu óðslega skransafnarinn í Kolkata, einni stærstu borg Indlands, þar sem hann safnar safn- an gömlum, ryðguðum hjólum og öðru járnarusli. Járnið sem hann safnar saman færir honum rúpíur í hönd enda er næg eftirspurn eftir brotajárni á heild- sölumarkaðnum í stórborginni. Endurvinnslan leggur stáliðnaðinum á Indlandi til hráefni en samanlögð járnframleiðslan í fyrra nam 226 milljónum tonna, samanborið við 215 milljónir tonna árið áður. Um helmingur járnsins er fluttur til Kína. Þar er indverska járnið hert í stálverksmiðjum sem ganga dag og nótt til að anna eftirspurn verksmiðju- þyrpinganna. Kannski fer það í kínverska bíla. Skranið er því vitnisburður um vaxandi auðlegð. Reuters Járnhjól á heildsölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.