Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Eftir viku verða niðurstöður álagsprófs evr- ópska bankakerfisins birtar. Um er að ræða próf sem ákveðið var að leggja fyrir 91 evr- ópskan banka og standa vonir manna til að nið- urstöðurnar verði til þess að endurreisa þverr- andi traust á evrópskum bönkum. Hafa menn horft til Bandaríkjanna í þessum efnum en leiddar hafa verið líkur að því að niðurstöður álagsprófa sem helstu fjármálafyrirtæki þar í landi þreyttu í fyrra hafi verið mikilvægur liður í að koma mörkuðum í eðlilegra horf. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt eru álagspróf fjármálafyrirtækja ekki óskeikull mælikvarði á stöðu þeirra, enda er það svo að ýmsir hafa gagnrýnt forsendur evrópska prófs- ins. Lítill styr stendur um að prófið geri ráð fyrir mun minni hagvexti í Evrópu næstu tvö árin en opinberar spár kveða á um. Hinsvegar eru uppi efasemdaraddir um hvaða forsendur eru gefnar fyrir þróun ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf evrusvæðisins í prófinu. Þannig herma fregnir að einungis sé gert ráð fyrir að verð grískra rík- isskuldabréfa muni falla um 17% til viðbótar við það sem nú er og að verð spænskra ríkisskulda- bréfa muni falla um 3%. Reyndar gætu bankar komist undan því í prófinu að slík þróun hefði veruleg áhrif á efnahagsreikning þeirra með því að færa skuldabréfin til bókar á öðru en mark- aðsvirði. Sumir sérfræðingar hafa bent á að það væri raunhæfara að prófið myndi fela í sér forsendur sem hvíla á atburðarás í tengslum við greiðslu- fall skuldsetts evruríkis. Alls ekki sé hægt að útiloka slíkt enda endurspeglar til að mynda skuldatryggingaálagið á gríska ríkið væntingar um að helmingslíkur séu á greiðslufalli á næstu fimm árum. Þar sem margir evrópskir bankar eiga stórar stöður í grískum ríkisskuldabréfum og skuldabréfum annarra illra staddra evruríkja þá myndi slíkt valda verulegum skaða á efna- hagsreikningi bankanna. Stóra málið ekki til prófs Bent er á í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar um prófið að það tekur ekki tillit til aðgengis evrópskra banka að fjármagni. Margir telja það vera stærsta vandamálið sem herjar á evrópska bankakerfið. Hefði ekki komið til sértækra að- gerða Evrópska seðlabankans á millibanka- markaðnum er líklegt að hann hefði komist við frostmark og fjármagnsflæði hefði gufað upp. Aðgerðir seðlabankans hafa meðal annars falist í litlum takmörkunum á endurhverfum verð- bréfaviðskiptum. Það hefur meðal annars leitt til þess að margir illa staddir bankar hafa orðið háðir þessari líflínu seðlabankans. Margir telja að mesta hættan sem steðjar að evrópska bankakerfinu felist í þeirri atburðarás sem mun eiga sér stað þegar seðlabankinn lætur af þessum sértæku aðgerðum. Eins og fyrr seg- ir þá tekur álagsprófið ekki til þess. Álag án meiriháttar hamfara í Evrópu mælt  Niðurstöður álagsprófs evrópska bankakerfisins birtar eftir viku  Forsendur prófsins taka hvorki tillit til möguleikans á greiðslufalli evruríkis né meiriháttar takmörkunum á aðgengi að lausafé Þetta helst ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,15 prósent í viðskiptum gærdags- ins. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækk- aði um 0,20 prósent og sá óverðtryggði um 0,02 prósent. Velta á skuldabréfa- markaði nam 3,96 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk- aði um 0,02 prósent í afar litlum við- skiptum. Bréf Marels lækkuðu um 0,22 prósent. bjarni@mbl.is Skuldabréf lækka ● Írsk stjórnvöld þurfa að skera enn frekar niður í út- gjöldum eða þá hækka skatta enn meira ef þau eiga að ná markmiði sínu um að koma fjárlagahallanum niður í 3% af landsframleiðslu árið 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um stöðu mála í írska hagkerfinu. Sjóðurinn spáir nú 2,3% hagvexti á Írlandi á næsta ári og 2,5% vexti árið 2012. Þetta er umtalsvert minni hagvöxtur en írsk stjórnvöld spá. Gangi spá AGS eftir munu skatttekjur stjórnvalda verða minni en áætlað er og fjárlagahallinn þar af leiðandi meiri. AGS vill meiri niður- skurð á Írlandi Brian Cowen forsætisráðherra ● Kadeco, sem margir þekkja und- ir nafninu Þróunar- félag Keflavíkur- flugvallar, skilaði rúmlega 170 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur voru rétt rúmlega einn milljarður króna, en þar af voru þjónustugreiðslur ríkissjóðs tæp- lega 880 milljónir króna. Hreinn rekstr- arhagnaður var rúmlega 90 milljónir króna, og fjármagnsjöfnuður félagsins var síðan jákvæður um 117 milljónir. Kadeco rekur frumkvöðlasetur undir nafninu Ásbrú, þar sem ýmis starfsemi hefur fest rætur. Framkvæmdastjóri Kadeco er Kjartan Þór Eiríksson og í stjórn sitja Páll Sigurjónsson, Árni Sig- fússon og Reynir Ólafsson. Kadeco skilaði 170 millj- óna hagnaði síðasta ár Kjartan Þór Eiríks- son, framkv.stjóri yrði greiddur venjulegur tekjuskatt- ur af ofantöldum liðum, en ekki fjár- magnstekjuskattur. Hreyfanleiki fjármagns Tekið var tillit til þess við skýrslu- gerðina að skattar á fjármagn mættu ekki hækka of mikið, því fjármagn væri „hreyfanlegt,“ fjármagnseig- endur myndu einfaldlega færa eignir sínar þangað sem skattar eru þeim hagfelldari. Reiknað er með því að tillögur AGS skili ríkinu 0,3% af vergri landsframleiðslu í auknum tekjum á ársgrundvelli. Skattlagningu á fyrirtæki verði breytt  Nefnd AGS leggur til að tekjuskattur nái til fleiri þátta Morgunblaðið/Ernir Mótmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vægast sagt umdeildur í þjóðfélag- inu. Hugmyndir hans um skattkerfisbreytingar hafa ekki fallið í kramið. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Mikilvægt er að gera breytingar á skattaumhverfi lögaðila til að gera það einfaldara og skilvirkara, segir Julio Escolano, einn höfunda skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skatt- kerfið á Íslandi. Á meðal þess sem talið er til í skýrslunni eru skattaleg meðferð af- leiðusamninga, skilgreining á og meðferð vaxta auk þess sem lagt er til að reglum um hvenær eigi að færa fjármagnstekjur og -tap af eignum til bókar. Jafnframt er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækk- aður í 20%, en hann er 18% í núver- andi kerfi. Mismunandi sýn á sama hlut Misræmi er milli þess hvernig skattalög annars vegar og reiknings- skilastaðlar hins vegar skilgreina ýmsa þætti í afkomu fyrirtækja. Es- colano bendir á það að ekki liggi sömu tölur til grundvallar skattlagn- ingu og þess hversu mikill arður er greiddur út úr fyrirtæki. Að sama skapi eru fjármagnstekjur ekki álitnar venjulegar tekjur með tilliti til skattlagningar, auk þess sem gengishagnaður vegna verðbreyt- inga á gjaldeyri teljast sem vextir. Hvorugt sé raunin í reikningsskila- reglum. Verði tillögur AGS að veruleika Fyrirtækjaskattar » AGS leggur til að fleiri fjár- hagslegir þættir falli undir tekjuskatt. » Misjöfn viðmið eru notuð við skattheimtu og við reiknings- skil fyrirtækja. » Kerfisbreytingin myndi skila tekjuaukningu upp á 0,3% af vergri landsframleiðslu. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Til tíðinda dró í Kauphöll Íslands á þriðjudaginn 13. júlí síðastliðinn þegar velta með hlutabréf á að- allista var núll krónur. Magnús Harðarson, for- stöðumaður viðskiptasviðs hjá Kauphöllinni, segir að síðustu vikur hafi verið með allra rólegasta móti. Þar spili líklegast sumarleyfi og aðrir þættir ákveðið hlutverk. „Síðastliðinn þriðjudagur er þó ekki einstakur því það sama gerðist 12. febrúar síðastliðinn. Þá var heldur engin velta með hluta- bréf á aðallistanum,“ segir Magnús í samtali við blaðið. Daglegum viðskiptum í Kauphöllinni hefur eðli málsins samkvæmt fækkað mjög mikið eftir hrun. Í síðasta mánuði var meðalvelta daglegra við- skipta 58 milljónir króna. Raunar hefur meðal- velta hvers dags verið minni en 100 milljónir króna að meðaltali í hverjum mánuði það sem af er ári, að undanskildum janúar þegar hún var 175 milljónir. Frá hruninu haustið 2008 hefur miðgildi meðalviðskipta á dag eftir mánuðum verið 112 milljónir króna. Skuldabréfamarkaður lifnað við Aðra sögu er hins vegar að segja af skuldabréfa- markaðnum sem hefur lifnað hressilega við í kjöl- far þess að hlutabréfamarkaðurinn nánast stöðv- aðist. Í nóvember 2008 var meðaltal daglegra viðskipta tæplega 4,7 milljarðar. Sú velta hefur margfaldast á síðustu 18 mánuðum, og hefur num- ið á bilinu 9-16 milljarðar á dag að meðaltali í hverjum mánuði. Sumardoði í höllinni  Velta með hlutabréf á aðallista Kauphallar Íslands var nákvæmlega engin síðastliðinn þriðjudag Morgunblaðið/G.Rúnar Kauphöll Íslands Hlutabréfaviðskipti eru með allra minnsta móti þessa dagana. Lagt er til að eig- endur óveð- tryggðra krafna í bú Eikar fast- eignafélags eign- ist 90% hlut í fé- laginu. Hagnaður að fjárhæð 151 milljón króna var á fyrri hluta árs- ins samanborið við 334 milljóna króna tap á sama tímabili ársins 2009. Í tilkynningu frá Eik kemur fram, að áreiðanleikakönnun á félaginu sé lokið og helsta niðurstaða könn- unarinnar sé að lagt er til að kröfu- hafar óveðtryggðra krafna, að verð- mæti um 3 milljarðar, eignist 90 prósenta hlut í félaginu. Gangi það eftir mun núverandi eigandi, Ís- landsbanki, halda 10 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt drögum að óendurskoðuðu sex mánaða árs- hlutauppgjöri Eikar voru leigu- tekjur á fyrri hluta ársins tæplega 803 milljónir og drógust saman um 70 milljónir frá sama tímabili síð- asta árs, helst vegna lækkunar leiguverðs á markaði og afsláttar sem veittur var viðskiptavinum fé- lagsins til þess að mæta erfiðum rekstrarskilyrðum hjá þeim. Fjár- festingareignir félagsins námu 19,5 milljörðum þann 30. júní og jukust því um 106 milljónir frá áramótum. Kröfuhaf- ar eignast 90% í Eik Banki Eik rak m.a. fasteignir fyrir Kaupþing. Hagnaður það sem af er ári nam 151 milljón                                           !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +00-12 ++.-+1 ,+-+3, +.-0/, +4-13 ++1-24 +-2./, +0/-.3 +31-4+ +,2-,2 +0.-+. ++.-3, ,+-,+/ +.-. +4-1.. ++1-4. +-2.02 +03-3 +30-53 ,+2-/501 +,2-3, +0.-43 ++.-01 ,+-,14 +.-.30 +4-0/0 ++0-5, +-/5,/ +04-53 +30-/.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.