Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óli BjörnKárason al-þing- ismaður rekur í grein hér í blaðinu í gær hvernig Vinstri grænir hafa staðið að Magma-málinu. Stjórn þeirra tók á málinu af skörungsskap fyrir 11 mán- uðum og skoraði á ríkisstjórn- ina sína að „gera allt í sínu valdi til að stöðva áform um framsal auðlindanna þegar í stað.“ Þrír ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, sem áskorunina fékk, tóku þátt í að senda hana. Nærri ári síðar kom það fjármálaráðherranum og um- hverfisráðherranum algjörlega í opna skjöldu, að málið sem þau tóku þátt í að skora á sig sjálf að stöðva þegar í stað skyldi vera afgreitt. Afgreiðsl- an væri vissulega löglaus og óþolandi, en ekkert væri við því að gera nú og hinir vel- meinandi ráðherrar stæðu frammi fyrir gerðum hlut. Og eins og jafnan ætlar ríkis- stjórn þeirra Steingríms og Jóhönnu að sjá um að þetta gerist ekki næst. Sjálfsagt verða nú settar reglur, um- bótanefndir skipaðar og rætt verður við fagfólk svo lengi sem þarf. Og ef svona atburðir gerast samt aftur, verða gömlu reglurnar lesnar, nýjar samd- ar í samráði við fagfólk og um- bótanefndir munu skila skýrslum til nefndar Dags Eggertssonar eigi síðar en ár- ið 2020. Með öðrum orðum þá verður brugðist við þegar í stað, eins og ályktað var um. Sigurður Líndal lagapró- fessor telur lítinn vafa leika á að um löglausa gjörð hafi verið að ræða. Það væri auðvitað bæði illt og bölvað, ef myndlistar- kennarinn, sem er formaður nefnd- arinnar sem úr- skurðaði um lögmætið, hefði ekki hrakið álit prófessorsins. Lagarök hennar virðast að- allega þau að Samfylkingin hefði slitið stjórnarsamstarf- inu (í fertugasta sinn?) ef niðurstaða nefndarinnar yrði ekki sú að ekkert vantaði upp á lagagrundvöllinn. Vissulega myndræn lögskýring það, sem Sigurði hefur bersýnilega yfirsést. Eins og kom fram hjá Óla Birni alþingismanni, þá var það ekki einvörðungu stjórn VG sem fyrir tæpu ári krafðist þess að Magmamálið yrði stöðvað. Sjálft flokksráð VG, æðsta vald í málefnum flokks- ins, ályktaði á sama hátt. Þetta liggur allt fyrir. Þess vegna er framganga fjármálaráðherr- ans og umhverfisráðherrans nú ótrúleg og allt að því brjóst- umkennanleg. En auðvitað hafa landsmenn séð hvernig það fólk umgengst loforð sín, hugsjónir og margítrekaðar samþykktir flokksins síns í Evrópumálum. Ráðherrarnir, sem sendu áskorun á sjálfa sig, vissu og hafa vitað í tæpt ár að VG þyrfti að standa að lögleys- um og svikum til að beygja sig undir innantómar hótanir Samfylkingar rétt einu sinni. Ráðherrarnir stóðu ekki frammi fyrir gerðum hlut. Landsmenn standa á hinn bóg- inn frammi fyrir illa gerðum stjórnmálamönnum, sem ekki er að treysta. Leikaragangur og óheilindi einkenna hvert stórmálið á fætur öðru} Myndræn lögskýring Sláandi upplýs-ingar um þró- un í atvinnumálum hér á landi voru birtar í fréttaskýr- ingu í við- skiptablaði Morg- unblaðsins í gær. Þegar ástandið á vinnumarkaði nú er borið saman við þriðja árs- fjórðung árið 2008 sést að stöðugildum hefur fækkað um nær 27.500. Þeim sem eru í fullu starfi hefur fækkað enn meira, eða um 32.700, en fækkunin í hlutastörfum er heldur minni. Þessi fækkun starfa samsvarar nær 15% af vinnuaflinu í dag, sem sýnir hve gríðarlegt áfall þetta er og í raun mun meira en lesa má út úr tölum um atvinnuleysi, sem sýna að það var 7,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þessi mikla fækkun starfa stafar vissulega að stærstum hluta af því efna- hagshruni sem hér varð við fall bank- anna, en viðbrögð stjórnvalda hafa ekki hjálpað til. Í fréttaskýringunni er vitnað til Christine Romer, prófessors í hagfræði við Berkeley-háskóla og formanns ráðgjafarnefndar Baracks Obama Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. Hún telur að skattahækkun sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu minnki hagvöxt um þrjú pró- sent. Romer er að fjalla um Bandaríkin þannig að tölurnar þurfa ekki að vera nákvæm- lega þær sömu fyrir Ísland. Engu að síður er þetta ágæt áminning um það, að lausnin á kreppunni er ekki að ráðast í stórkostlegar skattahækkanir ár eftir ár. Fækkun starfa á síð- ustu misserum er mun meiri en ætla má við fyrstu sýn} Sláandi tölur um atvinnumál F rá bankahruni hefur sú hugmynd reglulega skotið upp kollinum að ástandið nú sé að stórum, ef ekki stærstum hluta Sjálfstæðis- flokknum að kenna. Miðað við það að flokkurinn var samfellt við völd hátt í tuttugu ár áður en bankakerfið féll loks árið 2008 er svo sem auðvelt að skilja þessa hugsun. Ég er algerlega sammála því að Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að axla ábyrgð á mörgum hlut- um sem hann gerði eða gerði ekki á þessum tíma. Ég er hins vegar ekki viss um að þeir hlut- ir sem ég vil flengja flokkinn fyrir séu þeir sömu og aðrir gagnrýnendur hans hafa í huga þegar þeir vilja munda vöndinn. Sumir – ekki margir – þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lýst áhyggjum sínum af því að ríkisstjórnin ætlar að koma böndum á halla- rekstur ríkissjóðs með skattahækkunum frekar en nið- urskurði opinberra útgjalda. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga hvernig á því stendur að opinbera batteríið er jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Útgjöld ríkisins, bæði í krónum og sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu, jukust gríðarlega undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega kosningaárið 2007. Virtist flokkurinn þá algerlega hafa misst vitið og ætla að kaupa þjóðina með útrásar- og bólupeningum. Fjöldi opinberra starfsmanna jókst um 30 prósent frá árinu 2000 og starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu fjölg- aði um 55 prósent á sama tíma. Undarleg túlkun á hægri- pólitík þar. Það skiptir engu máli hvort afgangur var á ríkisrekstrinum á þessum tíma. Rétt eins og forstjórar fyrirtækja áttu að geta sagt sér að bólan myndi að endingu springa áttu stjórnvöld að geta séð það sama. Þetta er ástæðan fyrir því að hallarekstur á ríkissjóði er jafn mikill og hann er. Ef stærð hins opinbera hefði verið haldið óbreyttri væri staðan allt önnur og betri. Það kemur engum á óvart að vinstristjórn vilji frekar höggva af sér hægri höndina en skera niður útgjöld eða fækka opinberum starfsmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf hins vegar að sætta sig við þá staðreynd að hann ber stóran hluta ábyrgðarinnar á því hvernig komið er í ríkisfjármálum. Vel má vera að vinstri- stjórnin hefði hækkað skatta jafn mikið og gert hefur verið þótt hallinn hefði verið minni, en það er alls ekki gefið. Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka ákvörðun um það hvort staðan nú sé heppileg og honum til sóma. Ef svo er ekki verður hann að taka afdráttarlausa afstöðu til niður- skurðar í opinberum útgjöldum ef honum tekst einhvern tímann að komast aftur til valda. Þar til hann tekur þessa afstöðu fær hann ekki mitt atkvæði. Þá á að hætta öllu tali um að færa flokkinn nær miðjunni. Miðjan er of langt til vinstri og stjórnmálaflokkur sem telur sig hæfan til að stýra landinu á frekar að færa miðjuna til hægri en láta stjórnast af rýnihópum og skoðanakönn- unum. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Syndir Sjálfstæðisflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hús Umferðarmiðstöðv-arinnar BSÍ við Vatns-mýrarveg getur staðiðóhreyft um ókomin ár miðað við nýjustu tillöguna að skipu- lagi nýs Landspítala við Hringbraut, sem kynnt var fyrir viku. Þörfin fyrir nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýri er því minni en áður var talið, þar sem nothæf bifreiðastöð verður áfram á svæðinu. Byggingu fyrsta áfanga hins nýja spítala á að ljúka árið 2016 og verður hann þegar allt er talið um 75 þúsund fermetrar að stærð, samkvæmt vinn- ingstillögu SPITAL-hópsins, níu arkitekta- og verkfræðifyrirtækja sem unnu tillöguna saman. Umfangið er talsvert minna en það sem áður var áformað, en eins og annað hefur þetta verið minnkað vegna bágs efna- hagsástands. Þar að auki er nú gert ráð fyrir húsnæði heilbrigðisvís- indasviðs HÍ mun nær Læknagarði en áður, þegar það húsnæði var hugs- að einmitt þar sem Umferð- armiðstöðin er í dag. Fyrir utan fyrsta áfangann hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um frekari nýbyggingar hjá Landspít- alanum, en að sögn Ingólfs Þór- issonar, verkefnisstjóra nýja spít- alans, yrði næsti áfangi eftir þann fyrsta að ráðast í endurskipulagn- ingu, lagfæringar og endurbyggingu á eldri hlutum spítalans. Til dæmis aðalbyggingunni og kvennadeildinni. Það er því langt í að spítalinn teygi sig yfir lóð BSÍ. Er hún algerlega nauðsynleg? Samgöngumiðstöðin í Vatnsmýri verður 3.700 fermetrar, mun kosta vel á þriðja milljarð króna og er ætlunin að hefja framkvæmdir við hana í haust. Þótt almennilega flugstöð vanti við Reykjavíkurflugvöll og hús BSÍ sé sannarlega komið til ára sinna er að því er best er vitað enn hægt að kom- ast leiðar sinnar til og frá Reykjavík, jafnt sem innan hennar. Ein helsta röksemdin fyrir því að ráðast í þessa byggingu núna er sú að ríkið eigi að framkvæma í kreppunni og halda at- vinnustiginu uppi. Það breytir því hins vegar ekki að niðurskurður blas- ir alls staðar við og uppsagnir standa fyrir dyrum. Milljarðarnir tveir eða þrír sem setja á í samgöngu- Umferðarmiðstöðin getur staðið óhreyfð Mynd af www.spital.is BSÍ Núverandi aðalbygging LSH Núverandi byggingar Nýjar byggingar skv. tillögu Gamla-Hringbraut Va tn sm ýr ar ve gu r Ba rón sst ígu r 1. áfangi nýs Landspítala Hringbraut Í tillögu SPITAL-hópsins eru drög að samgöngustefnu fyrir Landspítalann. Þar segir að rek- in verði virk vistvæn samgöngu- stefna þar sem hvatt er til hjól- reiða og göngu sem stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Annar áherslupunkturinn er góð tengsl við almennings- vagnakerfi höfuðborgarsvæð- isins, en ekki er þar minnst sér- staklega á nýju samgöngumið- stöðina í Vatnsmýri, né á Umferðarmiðstöðina þar sem hún er núna. Þá telja arkitektarnir mikil- vægt að bílastæðalausnir kalli ekki á kostnaðarsamar fram- kvæmdir. Ekki er gert ráð fyrir bílakjöllurum, sem eru kostn- aðarsamir í framkvæmd og rekstri. Takmarkað aðgengi að bílastæðum og gjöld fyrir afnot- in séu besta leiðin til að draga úr bílanotkun og efla al- menningssamgöngur. Góð tengsl við strætó SAMGÖNGUSTEFNA LSH miðstöðina gætu nýst til að draga úr niðurskurði, t.d. í heilbrigðiskerfinu, sem engum dylst að situr fremst í for- gangsröð ríkisstjórnar Samfylking- arinnar og Vinstri grænna. Og þótt miklu betra væri, út frá samkeppnissjónarmiðum, að sérstakt fyrirtæki ætti og ræki flugstöðina í Reykjavík, í stað Flugfélags Íslands sem ræður lögum og lofum í innan- landsfluginu, hefur svo verið hingað til án stóráfalla. Þar að auki yrðu flug- farþegar eflaust fengir að sleppa við innritunargjöldin enn um sinn. Bygg- ingu flugstöðvarinnar á að minnsta kosti að hluta til að fjármagna með innritunargjöldum, svo þeir sem nota stöðina borgi fyrir hana. Með þessu er ekki verið að segja að samgöngumiðstöð sé eintómt pjatt og óþarfur lúxus, heldur að á tímum sem þessum, þegar stórfelldur nið- urskurður og skattahækkanir eru í farvatninu, geti annað lent framar í forgangsröðinni hjá ríkisstjórninni, ef hægt er að komast af án samgöngu- miðstöðvar. Kristján L. Möller, samgöngu- ráðherra, sagðist í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins ekki hafa kynnt sér tillögurnar en undir- búningur samgöngumiðstöðvar héldi áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.