Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Mikill stuldur á fellihýsum og
tjaldvögnum að undanförnu ber
þess merki að vera skipulögð
brotastarfsemi. Lögregla telur
jafnframt að málið sé þess eðlis.
Sami Cherokee-jeppinn hefur nú til
að mynda náðst í tvígang á upp-
töku, annars vegar við búðina Ell-
ingsen aðfaranótt miðvikudags og
hins vegar við Víkurverk föstudag-
inn 9. júlí síðastliðinn. Í báðum til-
vikum tengdi þjófurinn lausan vagn
við jeppann og keyrði á brott.
Að sögn lögreglu hefur þjófnaður
á tjaldvögnum og fellihýsum ávallt
tíðkast að einhverju marki hér á
landi en aldrei í sama mæli og nú.
Ekki er nákvæmar upplýsingar að
fá um hversu mörgum vögnum hef-
ur verið stolið að undanförnu. Þó
er ljóst að hér er ekki um marga
tugi vagna að ræða. Talan er ef-
laust á bilinu 10-15. Spurningin er
hvernig þjófarnir koma þýfinu í
verð – það verður að teljast ólík-
legt að þeir noti tækin til eigin
nota og haldi beinustu leið í útilegu
eftir að hafa stolið þeim á næt-
urþeli. Lögreglu hefur ekki tekist
að finna vagnana og veit ekki hver
afdrif þeirra hafa verið.
Eflaust seldir innanlands
Eru stolnir tjaldvagnar og felli-
hýsi flutt úr landi eða seld hér-
lendis? Oft er það svo að einfald-
asta skýringin er jafnframt
sennilegust. Líklegt verður að telj-
ast að þýfið sé selt innanlands.
Mikil eftirspurn er eftir notuðum
tjaldvögnum og fellihýsum hér á
landi. Kaupmáttur hefur minnkað
umtalsvert og fólk ferðast meira
innanlands í kjölfar kreppunnar.
Þetta skýrir einnig hvers vegna
þjófnaðir hafa verið svo tíðir í júlí
– fólk notar vagnana ekki mikið
eftir að ágústmánuði lýkur og því
liggur þjófunum á að koma þeim í
verð. Ljóst er að hér geta veruleg
verðmæti verið í húfi. Nýtt fellihýsi
getur til að mynda kostað hátt í
þrjár milljónir króna. Samkvæmt
reglugerð frá 7. janúar 2009 verða
allir ferðavagnar, sem nýskráðir
eru eftir þá dagsetningu, að fara í
skoðun fjórum árum eftir skrán-
ingu og á tveggja ára fresti eftir
það. Fyrir tíma reglugerðarinnar
voru ferðavagnar ekki skráning-
arskyldir. Hæpið verður því að
teljast að lögregla stöðvi ökumann
á næstunni fyrir að vera með
óskoðaðan vagn og kanni í fram-
haldi af því skráningu hans. Því er
brýnt að fólk sé á varðbergi þegar
það fjárfestir í slíkum grip. Það er
mögulegt að einhverjir aki óafvit-
andi um með stolinn tjaldvagn eða
fellihýsi í eftirdragi sem þeir hafa
keypt.
Þess þekkjast einnig dæmi að
fólk hafi endurheimt stolna vagna –
jafnvel nokkrum árum eftir að þeir
hurfu – við það að sjá þá á tjald-
stæðum. Fyrir kemur að skipt sé
um númeraplötu, sem er þá einnig
þjófstolin, til að villa um fyrir fólki.
Lögregla ráðleggur því fólki að
kanna öll skráningarskírteini,
fastanúmer og verksmiðjunúmer
vel áður en fjárfest er í notuðum
tjaldvagni eða fellihýsi.
Skipulögð brotastarfsemi
Þjófnaður á tjaldvögnum og fellihýsum aldrei verið meiri Líklegra að þýfið sé
selt hérlendis en að það sé flutt úr landi Lögregla telur að brotin séu skipulögð
Morgunblaðið/Ernir
Tjaldvagnar Að sögn lögreglu hefur þjófnaður á tjaldvögnum og fellihýsum ávallt tíðkast að einhverju marki hér á landi. Aldrei þó í sama mæli og nú.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Úthlutað var úr Pokasjóði verslunarinnar við at-
höfn í veitingahúsinu Nauthól í Nauthólsvík í gær.
Úthlutað var 50 milljónum króna til 55 verkefna á
sviði umhverfismála, menningar, mannúðar,
íþrótta og útivistar um land allt. Með þessari út-
hlutun hefur Pokasjóður alls úthlutað einum millj-
arði króna frá því sjóðurinn tók til starfa árið
1995. Við þetta tækifæri voru Ómari Ragnarssyni
veitt umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs
2010 fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu ís-
lenskrar náttúru.
Fyrir utan viðurkenninguna fékk Ómar tveggja
milljóna króna styrk til heimildarmyndagerðar.
„Þetta er mikils virði fyrir málefnið sem ég hef
helgað líf mitt. Þetta er mjög mikil viðurkenning,“
sagði Ómar. „Ég fékk þennan styrk úr sjóðnum til
að koma kvikmyndagerðinni af stað og til að halda
starfinu áfram.“ Ómar hefur verið að vinna að
kvikmyndum og byrjað á níu kvikmyndum sem
hann hefur ekki getað klárað sökum fjárskorts.
„Myndin sem ég fékk styrkinn til er sú sem ég
ætla að klára fyrst en hún heitir: Sköpun jarð-
arinnar og ferðin til Mars. Hún fjallar um svæðið
þar sem gaus í Kröflueldum árin 1975-84.“ Ómar
hefur myndað nánast allt fyrir myndina og segist
vona að myndin verði sýnd næsta vetur, en það
fari eftir aðstæðum.
Fimmtíu milljónum króna úthlutað
Pokasjóður hefur nú úthlutað alls einum milljarði frá því að sjóðurinn tók til starfa árið 1995
Ómari Ragnarssyni veitt umhverfisverðlaun fyrir starf sitt og hann stefnir á að klára kvikmynd sína
Morgunblaðið/RAX
Hrærður Ómar Ragnarsson var augljóslega djúpt snortinn þegar hann tók á móti verðlaunum.
Hæstu styrkir verkefna
» Útivist og Ferðafélag Íslands
fengu 5 milljónir fyrir ösku-
hreinsun í Þórsmörk
» Vímulaus æska fékk 4 millj-
ónir fyrir sjálfstyrkingar-
námskeið barna
» UMFÍ fékk 3 milljónir fyrir
undirbúning hreinsunarátaks
» SAMAN-hópurinn fékk 2
milljónir fyrir 18 ára ábyrgð
» Íþróttasamband fatlaðra
fékk 1,5 milljónir fyrir sumar-
búðir fatlaðra á Laugarvatni
» Kvikmyndahátíð fékk 1 millj-
ón fyrir sýningu á myndum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Búnaður til að senda boð (yfirkall) til
bíla í Hvalfjarðargöngunum um
dreifikerfi útvarpsrása hefur verið til
staðar frá því göngin voru opnuð, að
sögn Gylfa Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Spalar. Vegagerðin
hefur ekki sett upp dreifikerfi fyrir
útvarpsrásir í sínum jarðgöngum, að
sögn Gísla Eiríkssonar, yfirmanns
jarðgangadeildar Vegagerðarinnar.
Hann sagði það aldrei hafa komið
virkilega til álita að koma upp dreifi-
búnaði fyrir útvarp í jarðgöngum
Vegagerðarinnar.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að Sigurður Harðarson raf-
eindavirkjameistari hefur sett upp
fjarskiptabúnað og útvarpsdreifikerfi
með yfirkallsmöguleika fyrir lögreglu
og björgunarlið í þrennum jarð-
göngum í Færeyjum.
Í Hvalfjarðargöngum er samband
fyrir GSM og Tetra. Á veggjum
ganganna eru einnig neyðarsímar
með reglulegu millibili. Gylfi sagði að
ekki hefði verið hreyft við neyðarsím-
unum í mörg ár, enda flestir sem um
göngin fara með farsíma.
Í Héðinsfjarðargöngum og Óshlíð-
argöngum verða hvort tveggja neyð-
arsímar á gangaveggjum og samband
fyrir GSM-síma. Einnig verður þar
Tetra-samband fyrir björgunarlið og
lögreglu. Tetra-kerfi er einnig í Vest-
fjarðagöngum undir Breiðadals- og
Botnsheiði. En stendur til að setja
Tetra í fleiri jarðgöng Vegagerð-
arinnar? „Það er væntanlega á óska-
listanum, en það eru ekki tímasettar
áætlanir um það,“ sagði Gísli.
Yfirkall í
einum
göngum
Morgunblaðið/Sverrir
Útvarp Hvalfjarðargöng eru þau
einu sem hafa útvarpsendurvarp.
Ekkert útvarp verður
í nýju jarðgöngunum
Hvaða tryggingar eru fyrir
þjófnaði á ferðavagni?
Venjuleg kaskó-trygging er algeng-
asta tryggingin sem fólk kaupir fyr-
ir ferðavagna sína. Tryggingin bætir
meðal annars tjón vegna þjófnaðar,
innbrots eða skemmdarverka.
Skylda er að kaupa trygginguna ef
tekið er lán fyrir ferðavagni. Tjón er
hins vegar ekki bætt ef um „víta-
vert gáleysi“ er að ræða af hálfu
tjónþola.
Hvað felst í „vítaverðu
gáleysi“?
Það er matsatriði hverju sinni hvort
einhver hefur sýnt af sér vítavert
gáleysi. Í skilmálum trygging-
arinnar er þó að finna varúðarreglu
sem nýta má til viðmiðunar. Hún er
svohljóðandi: „Ganga ber frá hinu
vátryggða þannig að því verði ekki
stolið, til dæmis með beislislæs-
ingum, læsingu við fastan hlut eða
á annan viðhlítandi hátt.“
Spurt&svarað