Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 ✝ Unnur Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 24. maí 1922. Hún lést á hjúkr- unardeild Hrafnistu í Reykjavík 8. júlí 2010. Unnur var dóttir hjónanna Jóns Mey- vantssonar, sjó- manns og verka- manns, f. 1876, d. 1956, og Guðrúnar Stefánsdóttur hús- móður, f. 1885, d. 1947. Unnur var sjöunda barn for- eldra sinna af 9 systkinum. Þau voru: Ólafur, f. 1906, d. 1986, Meyvant, fæddur og dáinn árið 1907, Þórður f. 1909, d. 1955, Meyvant Óskar, f. 1913, d. 1934, Ásta, f. 1916, d. 2009, Jón Krist- inn, f. 1918, d. 2001, Guðbjörg, f. 1925, d. 2009, og Sigrún, f. 1928, og dáin sama ár. Unnur giftist 1942 Herði M. Kristinssyni húsasmíðameistara, d. 1983. Þau slitu samvistir. Unnur og Hörður eignuðust 6 Fálkagötu 11, á Grímstaðaholtinu í Reykjavík. Eftir að hún giftist bjó hún í Meðalholti 7, Reykjavík. Í febrúar 1967 giftist Unnur Ólafi Tryggva Finnbogasyni, f. 9. ágúst 1922, frá Vestmannaeyjum. Ólafur var stýrimaður og skip- stjóri á íslenskum fraktskipum eftir að hann kvæntist Unni. Árin 1969-72 var Ólafur í landi og ráku þau hjónin þá verslun í Reykjavík. Þau fluttu á Akranes 1976 þar sem Ólafur sigldi með skipum Sementsverksmiðju rík- isins og Unnur vann í fiski. Þegar Ólafur lét af störfum vegna ald- urs festu þau kaup á þjónustuíbúð fyrir aldraða á Kleppsvegi 62, í Reykjavík. Unnur vann lengst af við verslunarstörf. Hún hafði yndi af siglingum og fór í margar ferð- ir með Ólafi þegar hann sigldi ut- an. Unnur var listræn og skap- andi, saumaði mikið og hannaði á börnin. Hún lærði að sníða og sauma þegar hún var ung og ólof- uð hjá saumastofunni Hörpu. Eft- ir að Ólafur lést 14. febrúar 1999 bjó Unnur ein í íbúðinni á Klepps- vegi en í apríl 2006 flutti hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Unnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 16. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. börn, þau eru: 1) Gylfi, f. 7. júní 1943, d. 2. janúar 2003, fyrrverandi maki Birna Þórhallsdóttir. Börn þeirra eru: Gylfi Anton, Ólafur Þór, Unnur Heiða og Bjarki Týr. 2) Birgir Örn, f. 27. október 1946, kvæntur Ingi- björgu Björnsdóttur. Börn þeirra eru: Björk, Björn, Björg, Bryndís og Berglind. 3) Kristinn Már f. 23. ágúst 1948, fyrrverandi maki Guðrún Atladóttir. Barn þeirra er Íris. 4) Anna f. 23. júní 1951, gift Kjartani Nielsen. Börn þeirra eru: Elsa, Tryggvi og Ágústa. 5) Guð- rún f. 22. desember 1952, gift Matthíasi Þórðarsyni. Börn þeirra eru: Jón Henrik, Þórður og Hrefna Rós. 6) Matthías f. 14. apr- íl 1961, kvæntur Hrönn Theódórs- dóttur. Börn þeirra eru: Arna Björk og Eva Lind. Barna- barnabörnin eru orðin 30. Í æsku bjó Unnur lengst af á Það var í ágúst 2008 sem við fór- um í okkar síðasta sunnudagsbílt- úr, amma, mamma, pabbi og ég. Það var alltaf svo huggulegt að fara í bæjarferð með ömmu, þá var farið á kaffihús og amma bauð upp á kræsingar og kakó. Þessi síðasta bæjarferð endaði með stórum ís í Perlunni en daginn eftir lá leið mín til Danmerkur í 10 mánaða lýðhá- skóladvöl. Þegar ég kom heim til Íslands aftur var „önnur amma“ á Hrafnistu. Amma sem var vön að vera hrókur alls fagnaðar og taka þátt í félagslífinu varð nú að vera inni á herberginu sínu öllum stund- um vegna heilsuleysis og bæjar- ferðir okkar víst úr sögunni. Ég man hvað ég fann mikið til með þér á aðfangadag þegar við Doddi kom- um til þín með jólaknús og þú varst alls ekki sátt við að vera rúmliggj- andi á jólunum og sagðir að næstu jól yrðu ekki svona. Þú færð víst ósk þína uppfyllta, amma mín, og næstu jól er ég viss um að þú verð- ur siglandi um höfin sjö með afa! Þú varst svo rík, afkomendurnir yf- ir 50 talsins og það er erfitt að hugsa til þess að við getum ekki lengur komið í heimsókn til þín, fengið ömmuknús, súkkulaðirúsín- ur og kók. Við sem eftir sitjum verðum að sætta okkur við að svona er lífið, þú varst orðin heilsu- veil og tími þinn á Hótel Jörð var víst ekki lengri. Nú líður þér von- andi vel og þú getur þú knúsað afa, Gylfa og alla hina á himnum. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, amma mín, það eru ekki bara ótelj- andi súkkulaðirúsínur og súkku- laðikakan þín fræga sem ég vil þakka fyrir heldur eru það fyrst og fremst samverustundirnar, það var gaman að vera í kringum þig, þú varst skemmtileg, jafnvel stríðin á köflum og við gátum hlegið saman. Ég á eftir að sakna þín, amma, en það huggar mig að vita að þér líður vel núna. Ég sá það í draumi hvert amma fór: Óli afi stóð á fallegu skipi með vængi og skipstjórahatt. Hann tók vel á móti ömmu. Ævikvöldi hennar var lokið og það var kominn bjartur morgunn. Leiðin lá út í eilífðina og var útsýnið gott yfir alla afkom- endur. Svo sigldu þau af stað. Tveir fallegir englar saman á ný. Hér sit ég í Danmörku svo langt frá rúminu sem þú sofnaðir svefn- inum langa í, amma mín, og finnst svo leiðinlegt að hafa ekki getað knúsað þig góða nótt. Þessi kveðja verður að duga í bili þangað til við sjáumst á ný. Góða nótt, elsku amma mín, og guð geymi þig. Þín, Hrefna Rós. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku amma, sem braut cheer- iosið í tvennt þegar ég var lítil svo það stæði nú ekki í mér, leyfði mér að leika í búðarleik með gömlu pen- ingana og stimpilinn úr Sólrúnu, kenndi mér að spila tölvuleik í pc- tölvu og sagði mér sögur af flug- fiskum sem hún sá í siglingum. Ömmukex með smjöri og osti í kaffitímanum á Höfðagrundinni og iðulega súkkulaðikaka með skraut- sykri og mjólk í bláu glasi á eftir. Þegar ég kom til þín með pabba kvöldið áður en þú kvaddir hið jarðneska líf sá ég hundastyttuna með dinglandi hausinn á hillu í her- berginu þínu, þessa sem var alltaf í afturglugganum á Lödunni, þá átt- aði ég mig á því hversu heppin ég er að eiga óteljandi minningar um þig. Takk amma mín fyrir allan þann tíma sem við eyddum saman og allar sögurnar sem þú sagðir mér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Núna ertu komin til afa, Gylfa og annara ástvina og hefur það gott. Með trega og söknuði kveð ég þig elsku amma mín en við sjáumst aft- ur seinna. Eva Lind Matthíasdóttir. Fyrstu minningar mínar áttu sér stað í Meðalholtinu, þar sem ég bjó ásamt mömmu í kjallaranum hjá ömmu og afa. Ætli ég hafi ekki ver- ið 4-5 ára og heimurinn minn var húsið og garðurinn og það var eng- in ástæða til að fara út fyrir steypt- an vegginn sem umkringdi þennan litla fullkomna heim. Persónurnar í húsinu voru afi sem var skipstjóri sem sigldi út um allan heim, mamma sem vann í banka og Matti frændi, unglingurinn sem var aldr- ei heima, og amma sem virtist allt- af vera til staðar hvenær sem mað- ur þurfti á henni að halda. Hún var einn af föstu punktunum í tilver- unni. Ef eitthvað var að, mig vant- aði svör við einhverjum spurning- um eða mér leiddist, var hægt að reiða sig á það að amma væri í litla eldhúsinu, tilbúin að bjarga mál- unum. Oftar en ekki fór ég með ömmu í búðirnar sem voru þó bara í næsta húsi, engu að síður voru þetta spennandi ferðalög fyrir mann á þessum aldri. Eins og eðlilegt er lenti amman í flóðbylgju af enda- lausum spurningum um allt og ekk- ert á þessum ferðum og aldrei man ég eftir því að hún hafi orðið leið á að svara mér. Svona liðu árin þar til amma og afi ákváðu að flytja upp á Akranes, en ég, mamma og nýi pabbinn héldum áfram að búa í húsinu. Með frábærum pabbanum fylgdu að vísu frábær amma og afi sem áttu líka alltaf eftir að reynast mér mjög vel. Þetta var samt mikil og skrýtin breyting en sem betur fer var ótal helgum eytt á Akranesi þar sem amma hélt áfram að vera sama stoð og stytta og áður. Á Akranesinu lá ég í öllum fræðibók- unum hans afa og hlustaði enda- laust á Halla og Ladda-plöturnar hans Matta. Ég átti eftir að eiga margar góðar stundir hjá ömmu og afa á Skaganum og alltaf leið mér jafn vel að koma til þeirra, jafnvel eftir ferð í miklum öldugangi í gömlu Akraborginni. Þegar ég hugsa um þennan tíma núna finnst mér þetta hafa gerst í gær en ekki fyrir þrjátíu og eitthvað árum. Mörgum árum síðar fluttu þau aft- ur í bæinn sem auðveldaði allar heimsóknir. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þau séu bæði farin núna. Hægt er að stjórna mörgum hlutum í líf- inu, en maður velur sér ekki fjöl- skyldu. Ég er óendanlega heppinn að hafa átt ömmu og afa sem reyndust jafn vel og þau reyndust mér. Ég get ekkert sagt núna nema takk fyrir að hafa verið þau sem þið voruð. Ég væri ekki sá sem ég er í dag ef ekki væri fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ykkur báðum. Ef ég get veitt hugsanleg- um barnabörnum mínum, þó ekki væri nema brot af því sem þið veitt- uð mér, þá hef ég gert eitthvað rétt. Ykkar er sárt saknað, en ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég átti með ykkur, minning- arnar um þær deyja aldrei. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Jón Henrik Bartels. Unnur Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Blíð á vanga, björt og glettin, varst kæra langamma mín. Man ég þig á meðan lifir, minningin er um þig fín. Takk fyrir allt. Einar Sturla Bartels. ✝ Erna Björg fædd-ist 20. ágúst 1963 í Reykjavík. Hún lést 4. júlí sl. á gjörgæslu- deild Landspítalans. Erna Björg var dótt- ir hjónanna Guð- mundar P. Annilíus- sonar húsgagnasmiðs, f. 31.10. 1931, d. 4. júlí 2008, og Sólveigar Þóru Ásgeirsdóttur, húsmóður og uppeldis- fulltrúa, f. 13.1. 1942. Systkini Ernu Bjargar eru; 1) Guðríður, f. 10.11. 1960, gift Þorsteini Svavari McKinstry. Þeirra börn eru; Guð- mundur Orri, Þórður Andri, Hörður Darri, Hrafnkell Kári og Þorvaldur Smári. 2) Guðrún, f. 31.10. 1961, gift Sveini Einari Magnússyni. Þeirra börn eru; Ingibjörg, Eygló Rut, Sól- veig Þóra (látin), Davíð Snær og Magnús Þór. 3) Björgvin Trausti, f. 22.02.1972, hann er kvæntur Nínu Berglindi Sigurgeirsdóttur. Þeirra börn eru; Perla Ósk, Sigurbjörg og Ásgeir Fannar. Erna Björg giftist Guðþóri Sverrissyni, hefilstjóra, 5. september 1982. Þau eiga þrjá syni; 1) Guðmundur Þór bílstjóri, kvænt- ur Jóhönnu Maríu Ríkharðsdóttur, börn þeirra; Sindri Þór, Elías Viðar og Sölvi Freyr. 2) Krist- ján Valur, nemi 3) Guðmundur Rúnar, nemi. Erna Björg ólst upp í Reykjavík. Hún lauk grunnskólaprófi frá Breiðholtsskóla. 19 ára flutti hún vestur í Saurbæ í Dalasýslu og bjó þar til 1985 en flutti þá ásamt eig- inmanni sínum og syni í Stykkishólm þar sem hún bjó síðan. Erna Björg vann hin ýmsu störf framan af s.s. við fiskvinnslu, á leik- skóla og sem dagmóðir. Vegna heilsubrests varð hún að hætta vinnu utan heimilis. Hún tók virkan þátt í félagslífi bæjarins. Hún starf- aði m.a. með leikfélaginu Grímni um skeið. Þá var hún virk í Lions- klúbbnum Hörpu í Stykkishólmi og hafði m.a. verið í stjórn klúbbsins. Handverk var alla tíð áhugamál hennar og fékkst hún við marg- víslegar gerðir þess í gegnum tíðina. Útför Ernu Bjargar fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 16. júlí 2010 kl. 15. Elsku mamma mín. Mikið er erfitt að setjast niður og skrifa minngar- grein um þig. Þú sem varst svo góð mamma. Þú hvattir mig alltaf áfram og varst svo glöð yfir öllu sem ég gerði. Ég man þegar ég var um 10 ára gamall og þú baðst mig um að taka til í herberginu mínu og ég fór inn og bjó til kastala í staðinn, þá varstu nú ekki ánægð en fannst það samt fyndið. Það var búið að ganga mikið á hjá þér í lífinu, það var ekki eitt, heldur allt. Síðustu ár hafa verið þér erfið, en strákarnir mínir gáfu þér mikinn styrk og varstu alltaf glöð þegar þú eyddir tíma með þeim. Þú varst alltaf boðin og búin til að hjálpa okkur Jóhönnu með strákana og er sú hjálp ómetan- leg. Þú gast aldrei komið tómhent í heimsókn, oft komstu með eitthvað handa þeim til að gleðja þá. Þú vonaðir innst inni að þú fengir stelpu ömmu- barn til að geta keypt dúkkuvagn og kjóla, en strákagenin voru sterkari, en ekki leiddist þér það. Þú varst oft svo flott og fín en gast líka verið mjög heimilisleg í bílskúrnum. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vel gert, svo sem handverk og ömmuhlutverkið. Þú varst dugleg við að spilla ömmubörn- unum, með því að taka skorpuna að brauðinu, bíta endana af pulsunum af og fleira. Allt mátti amma gera. Það eru óteljandi minningar sem við áttum saman bæði góðar og slæmar. Nú ertu farin frá mér og verður erfitt að sætta sig við það, því þú kemur aldrei aftur nema í minningunni. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín er sárt saknað. Þinn sonur, Guðmundur Þór. Elsku Erna Björg mín. Mikið er erf- itt að kveðja þig. Ekki bjóst ég við þessu strax, að skrifa minningargrein um þig. Þetta gerðist allt svo snöggt og þú svona ung. Við áttum margar góðar stundir saman. Við hittumst fyrst á leikskólanum (spító) þar sem þú varst að passa mig og fannst mér það frekar sniðugt að hafa átt tengdamömmu sem passaði mig þegar ég var lítil. Ég var strax ein af ykkur og vorum við bestu vinir. Þú varst svo glöð þegar við tilkynnt- um ykkur að við ættum von á barni og eftir að Sindri Þór fæddist hringdirðu alltaf til að athuga hvenær hann færi að sofa svo þú gætir hitt hann. Svo bættust tveir strákar við og alltaf varstu jafn glöð að eignast svona marga ömmustráka. Þú varst svo góð amma, alltaf tilbúin þegar við þurftum á að halda og þér fannst yndislegt að fá að dúllast með ömmugullunum þínum. Strákarnir okkar voru heppnir að eiga svona góða ömmu sem bjó til svo góð- an grjónagraut og alltaf máttu þeir gista hjá ykkur, ekki leiddist þeim að fá dekur. Sindri Þór og Elías Viðar áttu góðan tíma með þér í sumar, bæði uppi í Kollslæk og svo í sumó þar sem þú eyddir þínum síðustu dögum. Það er tómlegt hjá okkur núna og þín er sárt saknað, en nú ertu komin til pabba þíns og eigið þið eftir að bralla mikið saman þarna uppi. Ég skal hugsa vel um alla strákana þína og varðveita minningu þína. Guð veri með þér, elsku tengda- mamma. Jóhanna María Ríkharðsdóttir. Svo sterk, svo stolt, svo hlý, svo traust, svo falleg, svo fín þú ert amma mín. Ég elska þig fyrir að vera þú sjálf. Sama hvað á dynur, þú ert minn besti vin- ur. Að vita að ég mun ætíð eiga þig að, sama hvað, það hlýjar mér um hjartarætur. Að vita að þú ávallt við bak mér stendur og heldur í mínar litlu hendur. Hvíslar í eyru mín traustvekjandi orð, Segir: „ Vertu sterk, það er þitt lífsverk.“ Ég veit að þú munt ávallt hjá mér vera til að sjá hvað ég hef til brunns að bera. Ég vil að þú vitir að í hjarta mínu áttu sér- stakan stað, sama hvort það verður hér eða þar. Ég elska þig um ókomna tíð elsku besta amma mín. (Höf. ókunnur.) Við söknum þín mikið, elsku amma. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Sindri Þór, Elías Viðar og Sölvi Freyr. Sunnudagurinn 4. júlí endaði ekki alveg eins og maður hafði ætlað þegar ég vaknaði um morguninn, en þá lést hún Erna systir, eða Stutta, eins og pabbi kallaði hana svo oft. Ég óttaðist alltaf að sá dagur kæmi að eitthvert okkar systkinanna myndi deyja en ég var samt alveg viss um að það væru allavega 30 ár í það. Það er skrýtið að sitja eftir með minningar um þessa góðu konu sem alltaf hefur verið til staðar alveg frá því að maður man eftir sér. Á huga leitar allt það gamla þegar hún og Gussi mágur bjuggu inni í Dölum þá gat maður ekki beðið eftir næsta fríi í skól- anum til að fara í sveitina. Þá gilti einu hvort var sumar eða vetur alltaf var jafn gaman að fá að koma og var toppnum náð ef maður varð veður- tepptur helst í nokkra daga. Ekki breyttist áhuginn á að koma til þeirra þegar þau fluttu í Stykkishólm- inn með litla guttann sinn hann Guð- Erna Björg Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.