Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið/Eggert
Flóð William Hunt á Ægisíðu í gær, uppi í stiga að sjálfsögðu. Gjörningur
hans hefst kl. 22 í kvöld og er lokaviðburður opnunarviku Villa Reykjavik.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Opnunarviku listviðburðarins Villa
Reykjavik lýkur í kvöld á Ægissíð-
unni með gjörningi breska myndlist-
armannsins Williams Hunt í fjörunni
við grásleppuskúrana. Hunt þessi
nam myndlist í London, við Slade
listaháskólann og síðar Goldsmith’s
en frá þeim síðarnefnda hlaut hann
meistaragráðu árið 2005. Hunt hefur
fyrst og fremst lagt stund á gjörn-
ingalist og segir um gjörninga hans á
vef Villa Reykjavik að í þeim renni
saman frumefni listar og náttúru í
eitt. Af gjörningum Hunts má nefna
„Put Your Foot Down“ sem hann
framdi í galleríinu IBID Projects í
London árið 2006 en í honum söng
hann inni í bíl fullum af köldu vatni í
um 15 mínútur. Þá má einnig nefna
gjörning þar sem hann spilaði á gítar
og söng hangandi á hvolfi og stóð sá
gjörningur í 17 mínútur.
Þörfin fyrir að setja sig á svið
Hunt segir kveikjuna að verkum
sínum þörf mannsins fyrir að fylgjast
með fólki og hegðun þess. Hann líti
m.a. til samtímans, hvernig fólk setji
sig á svið í sjónvarpsþáttum á borð
við X Factor og Jack-Ass eða með því
að setja myndbönd af sér á YouTube,
svo dæmi sé tekið. Þá horfi hann til
listamanna sem hafa lagt mikið á lík-
ama sinn í þágu listarinnar, t.d.
myndlistarkonunnar Orlan sem hef-
ur gengist undir fjölda skurðaðgerða
til að breyta útliti sínu. Hunt segist
hafa verið á báðum áttum með að
leggja svo mikið á sig líkamlega,
spurður út í fyrrnefnda gjörninga, en
á hinn bóginn standi gjörningarnir
ekki svo lengi yfir og því snúist þetta
um að harka af sér.
Með því að koma sér í slíkar að-
stæður veki hann með áhorfendum
ákveðnar tilfinningar, þeir viti ekki
að hverju þeir eigi að einbeita sér,
þjáningu listamannsins eða tónlist-
arflutningnum. „Það mikilvæga er
samband áhorfandans við textann í
laginu, tilfinningaleg viðbrögð við
honum en svo truflar það upplifunina
að ég svitni, hangi á hvolfi og sé orð-
inn eldrauður í framan,“ segir Hunt.
Þannig búi hann til ákveðna tog-
streitu í huga þess sem fylgist með.
Í kvöld kl. 22 ætlar Hunt að vinna
út frá flóðinu á Ægissíðu, standa í
stiga og bíða eftir því að sjórinn nái
honum. Hann segir þetta eiga eftir
að líkjast atriði með Charlie Chaplin,
skoplegt en þó furðu hversdagslegt.
Áhorfendur og þeir sem eigi leið hjá
muni svo búa til ólíkar sögur eða
myndir út frá þessari einkennilegu
sýn og kringumstæðum.
Breski myndlistarmaðurinn William Hunt fremur gjörning við Ægisíðu í kvöld
Söng í bíl full-
um af vatni
www.villareykjavik.com
www.williamhunt.net
Bjartur hefur fengið útgáfu-
réttinn að spennusögum
franska rithöfundarins Fred
Vargas og fyrsta bók spennu-
sagnahöfundarins er nú komin
út í íslenskri þýðingu, Varúlf-
urinn. Í bókinni segir af fjalla-
þorpi í frönsku Ölpunum þar
sem ógnarástand ríkir, úti um
allar sveitir er sauðfé drepið
með hrottalegum hætti. Þegar
ung kona úr þorpinu verður
fórnarlamb kemst á kreik orðrómur um að ein-
setumaður í fjallinu breytist í varúlf á nóttunni.
Adamsberg lögreglufulltrúi heldur út í sveit til að
rannsaka málið.
Bókmenntir
Ógnarástand í
frönsku Ölpunum
Kápa bókarinnar
Varúlfurinn
Myndlistarmaðurinn Sig-
urður Ben Jóhannsson
opnar sýningu á olíu-
málverkum á Listatorgi,
sal lista- og menningar-
félags Sandgerðisbæjar,
á morgun kl. 17. Við-
fangsefni Sigurðar eru
margvísleg og heyra und-
ir margar stefnur og strauma myndlistarinnar,
allt frá naturalisma til expressjónisma, að því er
segir í tilkynningu. Sigurður fæddist á Ísafirði ár-
ið 1941 og hefur stundað olíumálun frá árinu 1957
og nam af listmálurunum Jóhanni Briem og Jóni
Engilberts og hefur einnig stundað nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík.
Myndlist
Sigurður Ben
sýnir í Sandgerði
Verk eftir Sigurð Ben
Handlitað steinþrykk eftir norska
listamanninn Edvard Munch, „Ma-
donna“, var selt 13. júlí sl. á upp-
boði í Bonhams í London fyrir 1,25
milljónir sterlingspunda, um 237
milljónir króna. Var það tvöfalt það
verð sem uppboðshúsið hafði gert
ráð fyrir að fá fyrir verkið og hæsta
verð sem fengist hefur fyrir graf-
íkverk á Bretlandi. Uppboðshald-
arar segja að verkið sé jafnframt
annað dýrasta grafíkverk sög-
unnar.
Bandarískur maður keypti verk-
ið en nafn hans er ekki gefið upp.
Verkið er frá árinu 1895 en fyr-
irsætan var hjákona Munchs,
Dagny Juel, sem var skotin til bana
33 ára gömul af ungum elskhuga
sínum.
Munch í Listasafni Íslands
Edvard Munch fæddist 12. des-
ember 1863 og lést 23. janúar 1944.
Hann er einn þekktasti myndlist-
armaður Norðurlanda, ef ekki sá
þekktasti, og var undir áhrifum af
symbólisma í listsköpun sinni, mál-
aði og vann í grafík. Nú stendur yf-
ir sýning á grafíkverkum hans í
Listasafni Íslands og eru þau unnin
í ólíka miðla grafíklistarinnar, m.a.
steinþrykk og ætingu.
Metverð
fyrir
grafíkverk
Handlitað steinþrykk
á 1,25 milljónir punda
Fallegt Verk Munchs sem selt var í
Bonhams 13. júlí fyrir metupphæð.
Hin nýstofnaða hljómsveit
Sporðdrekarnir heldur tón-
leika á veitingastaðnum Jóm-
frúnni á morgun kl. 15. Tón-
leikarnir eru hluti af
sumartónleikaröð veitingastað-
arins.
Sporðdrekana skipa Ásgeir
J. Ásgeirsson á gítar, Haukur
Gröndal á saxófón, Agnar Már
Agnarsson á orgel og Hannes
Friðbjarnarson á trommur en
hann syngur einnig. Sporðdrekarnir ætla að leika
létt og skemmtilegt djassfönk frá sjötta og sjö-
unda áratug síðustu aldar. Leikið verður undir
berum himni, á Jómfrúartorginu.
Tónleikar
Sporðdrekarnir
á Jómfrúnni
Hannes
Friðbjarnarson
höfum við verið með um tvær sýn-
ingar á viku yfir sumartímann,“ seg-
ir Kristín. Það sé nánast ógerlegt að
halda úti starfsemi leikhúsa án þess
að fá fjármagn frá hinu opinbera eða
einkaaðilum. „Uppsetning á leiksýn-
ingum er afar dýr framkvæmd og
tekjur af miðasölu duga skammt.“
Treystir á nýja borgarstjórann
Samstarf ferðaþjónustuaðila og
þeirra sem sinna menningarmálum
er að mati Kristínar allt of lítið, og
ekki til þess fallið að minni verkefni
njóti eftirtektar. „Ég vona að ný-
kjörinn borgarstjóri, leikarinn Jón
Gnarr, líti jákvæðari augum á starf-
semi rótgróinna leikfélaga sem
sinna kynningum á þjóðararfi okkar
og laða að fjölda ferðamanna ár-
lega,“ segir hún. Kristín hefur
ákveðið að snúa sér að öðrum verk-
efnum um tíma. „Það kemur vel til
greina að ég setjist niður og riti ævi-
sögu mína,“ segir hún að lokum.
Ingunn Eyþórsdóttir
ingunn@mbl.is
Ferðaleikhúsinu Light Nights hefur
verið synjað um styrkveitingu frá
Menntamálaráðuneytinu í ár. Af
þeim sökum sér Kristín G. Magnús,
eigandi leikhússins, sér ekki fært að
halda úti starfsemi leikfélagsins í
sumar nema ef um sérstakar und-
antekningar verði að ræða. Leik-
húsið hefur verið starfrækt í
Reykjavík og víðar undanfarin 45 ár
og hefur fjöldi ferðamanna sótt sýn-
ingarnar sem eru allajafna haldnar á
ensku. Engar tvær sýningar eru
eins en flestar eiga þær það sameig-
inlegt að vera sóttar úr brunni ís-
lenskra þjóðsagna og úr Íslendinga-
sögunum. „Þegar starfsemi
leikhússins var í sem mestum blóma
í Tjarnarbíóinu á sínum tíma voru
allt að 4-6 sýningar haldnar viku-
lega. Síðastliðin tíu ár höfum við ver-
ið með leiksýningar í Iðnó og þar
Engar sýningar hjá
Light Nights í sumar
Sýnir Kristín á sviði í Visions from
the Past árið 2007 í Iðnó.
Ég heillaðist af Di-
Caprio þegar Romeo
+ Juliet kom út, eins og flest-
ar stelpur sem ég þekki 34
»
Börn og bróðurdóttir Wilhelms
Ernst Beckmann, tréskurðarlista-
manns og fyrsta bæjarlistamanns
Kópavogs, færðu í gær Bókasafni
Kópavogs að gjöf listaverk, skart-
gripi, málverk og bækur sem áður
voru í eigu Beckmanns.
Munirnir verða í framtíðinni til
sýnis í Beckmannsstofu á þriðju
hæð safnsins. Hrafn Andrés Harð-
arson bæjarbókavörður tók á móti
gjafabréfi úr hendi gefenda við há-
tíðlega athöfn á bókasafninu í gær.
Wilhelm fæddist 5. febrúar 1909 í
Hamborg en flúði Þýskaland nas-
ismans og kom hingað til lands árið
1935, kvæntist íslenskri konu, Val-
dísi Einarsdóttur, og átti með henni
tvö börn, Einar og Hrefnu sem af-
hentu gjöfina Hrafni Andrési í gær
ásamt dóttur Einars, Moiken Stein-
berg.
Verk eftir Wilhelm
Bókasafn Kópavogs fær gjöf