Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 4
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR4 Á forsíðu blaðsins í gær var sagt að bókin „Þóra – heklbók“ væri fyrsta heklbókin sem hefði komið út í 53 ár. Hið rétta er að þetta er fyrsta heklbókin sem kemur út í 63 ár. Í frétt á blaðsíðu 2 í gær var kona rangnefnd í myndatexta. Hún heitir Anna Guðbjörg Bjarnadóttir. LEIÐRÉTT EFNAHAGSMÁL Landsframleiðsla jókst um 4,7 prósent að raungildi á milli annars og þriðja ársfjórð- ungs 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,6 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Hag- stofu Íslands. Fyrstu níu mánuði ársins jókst landsframleiðslan um 3,7 prósent að raungildi. Einkaneysla jókst um 1,1 pró- sent en samneysla var óbreytt. Þá dróst fjárfesting saman um 5,3 prósent. Útflutningur jókst um 6,8 prósent en innflutningur um 1,2 prósent. - kóp Einkaneyslan eykst: Vöxtur milli ársfjórðunga SVÍÞJÓÐ Þriðjungur Svía hefur litla eða mjög litla trú á konungi landsins, Karli Gústafi. Tæpur þriðjungur styður konunginn. Öðrum er nokkuð sama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir TV4-sjónvarps- stöðina í Svíþjóð. Meirihluti Svía, 56 prósent, styður þó áframhaldandi tilvist konungdæmis. 32 prósent lands- manna vilja að krónprinsessan Viktoría taki við krúnunni af föður sínum. Karl Gústaf hefur verið sér- lega umdeildur eftir að bók um hann kom út í fyrra þar sem greint var frá framhjáhaldi, heimsóknum á nektardansstaði og tengslum við undirheima. - þeb Þriðjungur vill prinsessuna: Svíar missa trú á konungnum KRÓNPRINSESSAN Þriðjungur Svía vill að Viktoría taki við krúnunni af Karli föður sínum. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18 8° 5° 5° 8° 7° 5° 5° 23° 12° 18° 7° 18° 0° 11° 13° 1° Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast A-til. LAUGARDAGUR Vaxandi SA-átt SV-til -4 -9 -10 -6 -5 -14 -7 -4 -6 0 -5 10 8 9 13 8 8 5 7 9 10 15 -10 -10 -10 -7 -12 -9 -9 -4 -5 -8 KULDABOLI RÆÐUR RÍKJUM Það er útlit fyrir hörkufrost á morgun en síðan er von á breytingum seint á laugardag. Þá hlýnar heldur, einkum syðst með stífri suðaustanátt og úrkomu. Bendi þó á að hitinn mun ekki fara víða yfi r frostmark. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður KJARAMÁL Draga á til baka launa- skerðingu sem starfsmenn Ríkisút- varpsins tóku á sig í ársbyrjun 2009 í kjölfar bankahrunsins. Þetta til- kynnti Páll Magnússon útvarps- stjóri á fundi sem hann boðaði til með starfsmönnunum í síðustu viku. „Auðvitað erum við ánægð með að fá þessa launaskerðingu til baka,“ segir Ægir Þór Eysteins- son, formaður Félags fréttamanna hjá RÚV. „Okkur hefur fundist við sitja eftir miðað við launaleið- réttingar hjá öðrum ríkisstofnun- um þar sem starfsmenn tóku á sig kjaraskerðingu eftir hrunið, þannig að við fögnum þessu eins og gefur að skilja.“ Ekki náðist tal af Páli Magnús- syni í gær né öðrum æðstu yfir- mönnum RÚV. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins gengur skerðingin til baka í tveimur jöfn- um áföngum. Fyrst hækka launin um komandi áramót og síðan að nýju í síðasta lagi 1. september á næsta ári. Ekki tóku allir starfsmenn RÚV á sig launaskerðingu á sínum tíma því hún gilti ekki um þá sem voru með minna en þrjú hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Skerðingin var stigvaxandi hlutfallslega eftir því sem launin voru hærri. - gar Starfsmenn Ríkisútvarpsins fengu ánægjuleg skilaboð í síðustu viku: Fá skerðingu á launum til baka LÖGREGLUMÁL Karlmaður á sex- tugsaldri, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í fyrrinótt, er tal- inn hafa skorið sig sjálfur með glerbrotum. Hann gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í gær. Nágrannar kölluðu á lög- regluna vegna hávaða frá íbúð mannsins. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var hann mikið skorinn víða um líkamann og hafði misst mikið blóð. Hann var þegar fluttur á slysadeild, þar sem blæðing var stöðvuð. Maðurinn var illa á sig kominn vegna blóðmissis og áfengisneyslu þegar lögreglu bar að. - jss Fannst alvarlega slasaður: Er talinn hafa skorið sig sjálfur SVÍÞJÓÐ 26 ára gömul kona er fyrsti lögregluþjónninn í Sví- þjóð til þess að ganga með hijab-slæðu við störf. Fimm ár eru síðan Svíar afléttu banni við því að slæður, túrbanar og önnur höfuðföt væru hluti af einkennisbúningum. Donna Eljammal hóf nám í lögregluskóla nú í haust. Hún segir í viðtali við The Local að hún hafi alltaf vitað að hún vildi verða lögreglukona. Störf hennar innan lögregl- unnar sýndu almenningi að sumar konur veldu að vera með slæðu, þær væru ekki kúgaðar heldur sjálfstæðar og sterkar. Þá þekkti hún aðrar hliðar samfélagsins en flestir lögregluþjónar. - þeb Tímamót í Svíþjóð: Fyrst til að bera slæðu í lögreglu BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Áhyggjur af samskiptum Atlantshafsbandalags- ins og Rússlands settu svip sinn á fund utanríkisráðherra bandalags- ins, sem hófst í Brussel í gær. Ráð- herrarnir búast greinilega við að Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sem mætir til fundar við þá í dag, verði býsna úfinn vegna áforma NATO um eldflaugavarna- kerfi, sem á að byrja að taka í notkun næsta vor. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, margítrekaði vilja NATO til að ná samkomulagi við Rússland um eldflaugavarn- ir fyrir leiðtogafund bandalags- ins, sem haldinn verður í Chicago í maí. Hann sagðist vona að fundur- inn með Lavrov í dag myndi hreinsa andrúmsloftið. Rasmussen vísaði til nýlegra ummæla Medvedevs, þar sem hann hótaði að bregðast við áformum NATO með því að staðsetja nýjar eldflaugar við landamæri Rúss- lands og NATO-ríkja. „Slík við- brögð minna okkur á átök horfins tíma,“ sagði Rasmussen við blaða- menn eftir fund ráðherrann í gær og vísaði þar augljóslega til kalda stríðsins. Hann sagði að yfirlýsing- arnar bæru einnig vott um grund- vallarmisskilning á umfangi og tilgangi eldflaugavarna NATO. „Það væri peningasóun ef Rúss- ar færu að fjárfesta í gagnaðgerð- um gegn gervióvini sem er ekki til. Það mætti fjárfesta það fé með arðbærari hætti í þágu rússnesku þjóðarinnar, til að skapa störf og nútímavæða þjóðfélagið,“ sagði Rasmussen. Framkvæmdastjórinn sagðist aðspurður ekki geta útilokað að breyttur og harðari tónn í rúss- neskum ráðamönnum væri til heimabrúks vegna þing- og for- setakosninga í Rússlandi. Hins vegar yrði að taka mark á yfirlýs- ingum forseta Rússlands, þótt þær væru ekki í samræmi við niðurstöð- ur fundar leiðtoga NATO-ríkjanna með Medvedev í Lissabon í fyrra. Aðspurður hvort NATO hygðist á einhvern hátt bregðast við vís- bendingum um að Rússar væru á ný að efla herafla sinn í vestur- hluta landsins, sagði Rasmussen að slík viðbrögð væru „klárlega ótíma- bær“. olafur@frettabladid.is Yfirlýsingar endur- óma kalda stríðið Áhyggjur af samskiptunum við Rússland setja svip sinn á utanríkisráðherrafund NATO. Yfirlýsingar Medvedevs minna á tíma kalda stríðsins, segir Anders Fogh Rasmussen. Össur segir kosningar í Rússlandi hafa áhrif á yfirlýsingar ráðamanna. Hörð þjóðarhyggja í Rússlandi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist hafa talað fyrir því á ráðherrafundinum að reynt yrði að þróa viðræður við Rússa um eldflauga- varnakerfið. Tónninn í rússneskum ráðamönnum hafi breytzt undanfarið. „Það er ekki ólíklegt að það stafi af því að það eru harðar kosningar í Rúss- landi og greinilega miklu meira umrót en menn átta sig á. Þá kennir sagan okkur að menn falla oft á völl sterkrar þjóðarhyggju til að safna í kringum sig ákveðnum öflum.“ Össur segir að á fundinum hafi stór og öflug ríki talað fyrir því að reynt yrði að semja við Rússa. Aðrir hafi sagt að sjálfsagt væri að hlusta á þá, en ekki mætti láta þá stýra ákvörðunum NATO. „Það eru þá kannski helzt þjóðir sem hafa einhvern tímann kynnzt þeim náið,“ segir hann. RÁÐHERRAFUNDUR Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræðir við Villy Søvndal, danskan starfsbróður sinn, í upphafi fundar. MYND/NATO PÁLL MAGNÚSSON Tilkynnti á fundi með starfsmönnum að launaskerðing yrði dregin til baka. JÓLAKAFFIÐ frá Te & Kaffi – ómissandi á aðventunni. www.teogkaffi.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 98 4 GENGIÐ 07.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,7554 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,67 119,23 185,07 185,97 158,77 159,65 21,352 21,476 20,585 20,707 17,591 17,695 1,5259 1,5349 184,41 185,51 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.