Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 8. desember 2011 33
Besti flokkurinn og Samfylk-ingin hafa einbeitt sér sér-
staklega að því að hræra í leik-
skólakerfi borgarinnar frá því
þau tóku við stjórn í fyrra. Eng-
inn málaflokkur á að vera undan-
skilinn hagræðingu, en reynslan
hefur sýnt að hagræðing fylgir
fáum aðgerðum meirihlutans.
Þeim, sem þekkja til leikskóla-
starfs í borginni, ofbýður hvað
stefnuleysið er algjört.
Stefnuleysið lýsir sér í ákvörð-
unum án markmiða og því að
mikilvægum spurningum er ekki
svarað. Spurningum eins og hvort
foreldrar ættu að greiða sam-
bærileg gjöld fyrir leikskólapláss
og dagforeldrapláss. Í dag er allt
að 300% munur á þessum tveimur
þjónustuleiðum. Ekki fást heldur
svör við því hvaða stefnu eigi að
fylgja í matarmálum leikskóla-
barna en þess má geta að leik-
skólabörnum er gefið að borða
fyrir 232 kr. á dag. Sá rétti upp
hönd sem veit hvernig á að lækka
þann kostnað.
Hagræðing sem engu skilar
Sjálfstætt leikskólasvið hefur
verið bitbein á milli flokka í borg-
arstjórn en meirihlutinn varpaði
orðinu leikskóli fyrir róða í sumar
þegar leikskólasvið hvarf inn í
nýtt skóla- og frístundasvið. Í
kjölfarið létu af störfum öflugir
fagmenn í yfirstjórn leikskóla
borgarinnar. Nú hallar verulega á
leikskólana og breytingarnar hafa
reynst mikil blóðtaka fyrir þá.
Með öllu er óljóst hvaða fjármunir
sparast með þessari leikfimi.
Á sama tíma voru 24 leikskólar
sameinaðir í ellefu, þrátt fyrir
hörð mótmæli. Stjórn félags leik-
skólakennara fordæmdi vinnu-
brögðin og mótmælti harðlega.
Vinnubrögðin voru hroðvirknis-
leg og sameiningar settar af stað
án nokkurs fyrirvara. Sem betur
fer eru stjórnendur sameinuðu
skólanna með mikla reynslu og
kalla ekki allt ömmu sína. Upp-
ákomurnar í kjölfarið hafa verið
flóknar og margir skólanna
glíma við að sameina gjörólíkar
áherslur og skipulag. Það hlýtur
að vera þreytandi að vera leik-
skólakennari og heyra stjórn-
málamenn hrósa starfi sínu í
hástert en fá síðan vanhugsaðar
breytingar yfir sig með offorsi.
Og hver er afraksturinn af þess-
um umbyltingum? Eftir að fag-
sviðið neyddist til að skila afkomu-
viðvörun var ljóst að niður staðan
var sú sem varað hafði verið við.
Hagræðingin reyndist engin fyrir
grunnskóla og einungis 0,7% af
rekstri leikskóla. Að auki verður
að hafa í huga að ekki hafa verið
gefnar upplýsingar um kostnaðinn
sem fallið hefur til vegna breyt-
inganna.
Getnaðarvarnir til bjargar?
Með réttu var mikill þungi settur
í að koma öllum börnum fæddum
2009 inn á leikskóla á þessu ári en
sá árgangur er stór. Þessu fylgdi
mikið álag og þýddi að stækka
þurfti marga leikskóla á sama tíma
og verið var að sameina, hagræða
og leggja niður leikskólasvið.
Þjónustutryggingin sem hjálpaði
mörgum var lögð niður og ekkert
gert til að lækka greiðslur foreldra
fyrir dagforeldraþjónustu þrátt
fyrir að kostnaður við hvert rými
hjá dagforeldri sé mun minni en
við leikskólapláss. Síðar kom í ljós
að margir skólar höfðu bæði pláss
og starfsfólk til að bjóða að auki
yngri börnum, fæddum 2010, pláss
á þessu ári. Meirihlutinn hafnaði
að taka þau börn inn og enn hafa
ekki fengist skýringar á þeim
skrípaleik sem átti sér stað í fjöl-
miðlum í kjölfar frétta um þessi
lausu pláss. Fulltrúar Besta flokks-
ins komu fram og sögðu ranglega
að alltaf væru geymdir tugir
plássa til þess að mæta óvæntum
uppákomum! Borgarstjóri sagði
að börn fædd 2010 yrðu ekki inn-
rituð fyrr en á næsta ári og nefndi
í furðulegri ræðu að það væri mjög
dýrt að eiga börn og benti „fólki
á þann möguleika að nota smokk-
inn, getnaðarvarnir og ófrjósemis-
aðgerðir“. Ég get fullvissað Jón
Gnarr um að þessi málaflokkur er
ekkert grín og að það er ekki til-
viljun að málshátturinn „lengi býr
að fyrstu gerð“ varð til.
Meirihlutinn hækkar laun með því
að lækka laun
Rúsínan í pylsuendanum er svo
launalækkun leikskólakennara.
Fyrir stuttu kom formaður
borgar ráðs fram og varði ákvörð-
un borgarinnar um að leggja af
svokallað neysluhlé leikskóla-
kennara en starfsmenn njóta
ekki hefðbundins matarhlés frá
vinnu. Dagur B. Eggertsson fór
með rangt mál þegar hann sagði
að kjarasamningar fælu í sér að
greiðslur fyrir neysluhlé færðust
inn í grunnlaun í áföngum. Ekk-
ert slíkt er í nýjum kjarasamningi
og með ólíkindum að einn æðsti
stjórnandi borgarinnar segi að
fjármagna þurfi betri kjör leik-
skólakennara með því að rýra kjör
þeirra.
Skýrt stefnuleysi
Vandræðagangur meirihlutans
í leikskólamálum kristallaðist
í því að daginn eftir skýringar
á launalækkunum sendi borgin
frá sér yfirlýsingu um að innrita
ætti á næstu dögum börn fædd
2010, réttum tveimur vikum eftir
að borgarstjóri sagðist ekkert
geta gert annað en að bjóða upp
á smokka fyrir foreldra. Veit ein-
hver hvert þessi meirihluti stefnir
með leikskólastarf í borginni?
Stefnuleysið lýsir sér í ákvörðunum án mark-
miða og því að mikilvægum spurningum er
ekki svarað. Spurningum eins og hvort foreldrar ættu
að greiða sambærileg gjöld fyrir leikskólapláss og dag-
foreldrapláss. Í dag er allt að 300% munur á þessum
tveimur þjónustuleiðum.
Í DAG
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi
Lélegir brandarar
Bjart er yfir Betlehem var yfir-skrift ágætrar greinar eftir
Svein Rúnar Hauksson sem birt-
ist í Fréttablaðinu 29. nóvember.
Hann hefur verið óþreytandi að
benda á óréttlætið sem
Palestínu menn á her-
teknu svæðunum eru
beittir og ekki síður þeir
sem eru landflótta og
ríkisfangslausir. Nú á
aðventunni syngja börn
og fullorðnir saman í
kirkjum og á heimilum:
„Bjart er yfir Betle-
hem …“ Eru það ekki
öfugmæli?
Jólafrásögnin er falleg
og einföld. Yfir henni
ríkir ævintýrablær.
Við túlkum frásögnina
í tali og tónum. Sálm-
ar jólanna eru tilraun
skáldanna til að túlka
boðskapinn. Sú Betlehem
sem við syngjum um var
hernumin þegar barnið
fæddist fyrir um 2.000 árum. Borg-
in er einnig hernumin í dag. Var og
er bjart yfir Betlehem? Bjarminn
yfir Betlehem er táknrænn. Hann
er tákn um von. Vonin snýst um
frelsi, frið og farsæld.
Mikilvægur áfangi í sjálfstæðis-
baráttu okkar var þegar Ísland
varð fullvalda ríki 1. desember
1918. Undanfarin ár hefur minna
farið fyrir þessum degi sem áður
var einn af stóru hátíðisdögunum.
Við þurfum að þekkja rætur okkar
en það eru innan við 100 ár síðan
við vorum þegnar dönsku krún-
unnar. Þetta þurfa börnin okkar
að vita. Fyrsti desember er dagur
sem vert er að gefa gaum og nota til
þess að fræða og rifja upp.
Löng hefð er fyrir hátíðahöldum
í Háskóla Íslands og sá siður var
í heiðri hafður einnig þetta árið.
Liður í hátíðahöldunum er guðs-
þjónusta í umsjá stúdenta í guð-
fræði- og trúarbragðafræðideild.
Lokasálmurinn í ár eins og svo oft
áður var um ögrum skorið land
„sem á brjóstum borið og blessað
hefur mig“. Eru það hugsanlega
öfugmæli eftir Hrun að halda því
fram að landið hafi borið okkur á
brjóstum og blessað?
Þarna reynir á okkur. Við
megum ekki missa vonina, bjart-
sýnina og trúna. En við eigum að
vera raunsæ. Í sálminum um við-
burðina á Betlehemsvöllum er
gerð tilraun til að lýsa atviki sem
átti eftir að hafa grundvallandi
áhrif á mikinn hluta heimsbyggð-
arinnar kynslóð eftir kynslóð. Feg-
urð sögunnar snert-
ir okkur sem erum
kristin og við viljum
fræða börnin okkar
um atburði jólanna.
Okkur ber líka skylda
til að uppfræða þau
um ástandið sem ríkir
í Betlehem um þessi
jól. Við megum ekki
láta okkur standa á
sama um óhugnaðinn
sem þar á sér stað. Við
eigum að sýna ábyrgð.
Það gildir einn-
ig um landið okkar.
Það er svo margt
sem við eigum í því.
Gjöful fiskimið, stór-
brotna náttúru, vatn
og orku. Við eigum að
sjá gæðin í því sem
landið okkar gefur. Fræðum börn-
in okkar, kennum þeim virðingu
í umgengni, verndun og nýtingu
auðæfanna. Við skulum vera með-
vituð um bakgrunninn. Verum
vakandi fyrir líðan og ástandi
systkina okkar á fjarlægum slóð-
um. Viðurkennum skipbrot sam-
félagsins sem hafði alla burði til
að vera fyrirmyndarsamfélag
jöfnuðar og velmegunar. Leitum
jafnvægis milli bláeygðrar bjart-
sýni og niður brjótandi svartsýni.
Verum þakklát en raunsæ.
Syngjum Bjart er yfir Betlehem
og Ísland ögrum skorið meðvituð
um samhengið. Megi frelsi, friður
og farsæld vera einkunnarorð
aðventunnar.
Ísland ögrum skorið
Samfélagsmál
Anna Sigríður
Pálsdóttir
Arnfríður
Guðmundsdóttir
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Pétur Pétursson
Sólveig Anna
Bóasdóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Sigurður Árni
Þórðarson
guðfræðingar
Leitum jafn-
vægis milli
bláeygðrar
bjartsýni og
niðurbrjótandi
svartsýni.
Verum þakklát
en raunsæ.
* Gildir á meðan birgðir endast.
Þú kemst í samband við jólaandann
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
Frábær tilboð á snjöllum símum
Samsung Galaxy W
64.990 kr. staðgreitt
eða 5.416 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir *
LG Optimus Hub
39.990 kr. staðgreitt
eða 3.333 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir *og
2.000 kr. inneign á Tónlist.is
i i i i .