Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 98
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR82 IE-deild kvenna: Fjölnir-Hamar 88-85 Fjölnir: Brittney Jones 39, Birna Eiríksdóttir 18, Katina Mandylaris 11/11 fráköst, Erla Sif Kristins- dóttir 9, Eva María Emilsdóttir 8, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3. Hamar: Samantha Murphy 37, Katherine Virginia Graham 18/13 fráköst/5 stoðsendingar, Álfhildur Þorsteinsdóttir 13/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 1/7 fráköst Valur-KR 53-68 Valur: Melissa Leichlitner 11, Kristrún Sigurjóns- dóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 6, María Ben Erlingsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 5, María Björnsdóttir 5, Berglind Karen Ingvarsdóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2. KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/8 fráköst, Bryn- dís Guðmundsdóttir 14, Erica Prosser 12, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/10 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 5/14 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3. Keflavík-Haukar 73-62 Keflavík: Jaleesa Butler 35/26 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15, Pálína Gunnlaugs- dóttir 10, Helga Hallgrímsdóttir 10, Sara Rún Hinriksdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Hrund Jóhannsdóttir. Haukar: Hope Elam 24, Íris Sverrisdóttir 16, Jence Ann Rhoads 10, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5, Guðrún Ámundardóttir 5, Auður Ólafsdóttir 2. ÚRSLIT Meistaradeild Evrópu Liðin í 16-liða úrslitum: Barcelona - AC Milan Apoel - Zenit St. Petersburg Arsenal - Marseille Chelsea - Bayer Leverkusen Real Madrid - Lyon Benfica - Basel Inter - CSKA Moskva Bayern München - Napoli Meistaradeild Evrópu: A-RIÐILL: Man. City-Bayern Munchen 2-0 1-0 David Silva (36.), 2-0 Yaya Toure (52.) Villarreal-Napoli 0-2 0-1 Gökhan Inler (65.), 0-2 Marek Hamsik (75.) Lokastaðan: Bayern 13, Napoli 11, Man. City 10, Villarreal 0. B-RIÐILL: Lille-Trabzonspor 0-0 Inter-CSKA Moskva 1-2 0-1 Seydou Doumbia (50.), 1-1 Esteban Cambi- asso (50.), 1-2 Vasili Beretzutsky (85.) Lokastaðan: Inter 10, CSKA Moskva 8. Trabzonspor 7, Lille 6. C-RIÐILL: Basel-Man. Utd 2-1 1-0 Marco Streller (8.), 2-0 Alexander Frei (83.), 2-1 Phil Jones (89.) Benfica-Otelul Galati 1-0 1-0 Oscar Cardozo (6.) Lokastaðan: Benfica 12, Basel 11, Man. Utd 9, Galati 0. D-RIÐILL: Dinamo Zagreb-Lyon 1-7 1-0 Mateo Kovacic (39.), 1-1 Bafetimbi Gomis (45.), 1-2 Maxime Gonalons (46.), 1-3 Bafetimbi Gomis (47.), 1-4 Bafetimbi Gomis (52.), 1-5 Lisandro Lopez (63.), 1-6 Bafetimbi Gomis (70.), 1-7 Jimmy Briand (74.) Ajax-Real Madrid 0-3 0-1 Jose Maria Callejon (14.), 0-2 Higuain (41.), 0-3 Jose Mara Callejon (90.+2). Lokastaðan: Real 18, Lyon 8, Ajax 8, Zagr. 0. HANDBOLTI Stelpurnar okkar mættu Þýskalandi seint í gær- kvöld í afar mikilvægum leik á HM í Brasilíu. Þar sem Fréttablaðið var farið í prentun áður en leik lauk er því miður engin umfjöllun um leik- inn í blaðinu. Umfangsmikla umfjöllun um leikinn má aftur á móti finna á fréttavefnum Vísi þar sem okkar menn í Brasilíu – Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson – hafa gert honum afar góð skil í bæði máli og myndum. Öðrum leikjum í íslenska riðl- inum var aftur á móti lokið í gær áður en Fréttablaðið fór í prentun. Svartfjallaland er komið áfram eftir ótrúlegan 27 marka sigur á Kína, 42-15. Noregur vann svo Angóla, 26-20, og er einnig komið áfram í keppninni. Leikur Íslands og Þýskalands: Allt um leikinn á Vísi BARÁTTA Karen Knútsdóttir og stelpurn- ar börðust fyrir lífi sínu á HM í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sérblaðið jólagjöfin hennar fylgir Fréttablaðinu þann 15. desember. JÓLA GJÖFIN HENNAR BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: BENEDIKT FREYR JÓNSSON S: 512 5411, GSM: 823 5055 benediktj@365.is KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur eru komnar aftur á toppinn í Iceland Express-deild kvenna eftir ellefu stiga sigur á Haukum í Keflavík í gær. KR vann á sama tíma örugg- an sigur á Val og Fjölniskonur end- uðu langa taphrinu og komust af botninum. Keflavík vann 73-62 sigur á Haukum í Toyotahöllinni í Kefla- vík en þær lifðu það af að tapa öðrum leikhlutanum 9-20. Kefla- vík vann fjórða leikhlutann 23-10 og fagnaði góðum sigri. Jaleesa Butler reif sig upp eftir slakan leik á móti Njarðvík og var með 35 stig og 26 fráköst. KR vann öruggan 68-53 sigur á Val á Hlíðarenda. KR-konur gerðu út um leikinn í öðrum og þriðja leikhlutanum sem þær unnu samanlagt 38-16. KR-liðið skoraði meðal annars 17 stig í röð í kring- um hálfleikinn. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 19 stig fyrir KR og Bryndís Guðmundsdóttir var með 14 stig. „Við byrjuðum rosalega vel en fengum síðan aðeins högg í andlit- ið. Við erum að skríða upp á bakk- ann og erum ánægðar með það. Við erum að leggja meira á okkur á æfingum og ætlum að vera í hörkuformi þegar harkan byrjar,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir, fyrirliði KR, eftir sigurinn á Val. Fjölniskonur voru búnar að tapa átta leikjum í röð þegar þær unnu 88-85 sigur á Hamri í Grafarvogi í kvöld. Þetta var hins vegar sjötta tap Hamars í röð og liðin höfðu því sætaskipti á botninum. - óój Þrír leikir í Iceland Express-deild kvenna í gær: Keflavík aftur á toppinn GRIMMD Það var ekkert gefið eftir undir körfunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það voru heldur betur óvænt tíðindi í Meistaradeildinni í gær þegar tvö bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar féllu úr leik. Lyon komst áfram með ótrúlegum stórsigri á Dinamo. Með sigrinum vann Lyon upp sjö marka forskot sem Ajax átti á liðið fyrir leikinn. CSKA Moskva komst einnig áfram með því að leggja Inter. Það blés ekki byrlega fyrir Man. Utd framan af leik því Marco Streller kom heimamönnum í Basel yfir eftir aðeins átta mín- útna leik. Skoraði þá að af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Uni- ted. Vidic sló Smalling, de Gea varði boltann út í teiginn og eftir- leikurinn auðveldur fyrir Streller. Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Nemanja Vidic fyrir hlé og hann virtist vera alvarlega slasaður. United fékk nokkur færi í fyrri hálfleik og það besta fékk Rooney er hann stóð einn fyrir miðju marki. Hann hitti ekki boltann. Líkt og síðustu vikur var lítið bit í sóknarleik United og jöfnunar- markið lá ekki beint í loftinu. Leik- menn Basel sóttu hratt og sköpuðu usla og sjö mínútum fyrir leikslok komust þeir í 2-0 er Frei skallaði í netið af stuttu færi. United gaf allt sem liðið átti í lokin og Phil Jones náði að skora rétt fyrir leikslok með skalla. Lengra komst United ekki og fögn- uður leikmanna Basel eftir leikinn var ósvikinn. United olli vonbrigðum og átti ekki meira skilið að þessu sinni. henry@frettabladid.is SVARTUR DAGUR Í MANCHESTER Man. Utd og Man. City féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær og verða að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Man. Utd tapaði í Basel en sigur City á FC Bayern dugði ekki til. FÖGNUÐUR Leikmenn Basel fagna í gær en leikmenn Man. Utd trúðu vart sínum eigin augum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.