Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 98
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR82
IE-deild kvenna:
Fjölnir-Hamar 88-85
Fjölnir: Brittney Jones 39, Birna Eiríksdóttir 18,
Katina Mandylaris 11/11 fráköst, Erla Sif Kristins-
dóttir 9, Eva María Emilsdóttir 8, Heiðrún Harpa
Ríkharðsdóttir 3.
Hamar: Samantha Murphy 37, Katherine Virginia
Graham 18/13 fráköst/5 stoðsendingar, Álfhildur
Þorsteinsdóttir 13/7 fráköst, Jenný Harðardóttir
11, Kristrún Rut Antonsdóttir 5, Marín Laufey
Davíðsdóttir 1/7 fráköst
Valur-KR 53-68
Valur: Melissa Leichlitner 11, Kristrún Sigurjóns-
dóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig
Jónsdóttir 6, María Ben Erlingsdóttir 6, Þórunn
Bjarnadóttir 5, María Björnsdóttir 5, Berglind
Karen Ingvarsdóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2.
KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/8 fráköst, Bryn-
dís Guðmundsdóttir 14, Erica Prosser 12, Hafrún
Hálfdánardóttir 8, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
7/10 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir
5/14 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3.
Keflavík-Haukar 73-62
Keflavík: Jaleesa Butler 35/26 fráköst, Birna
Ingibjörg Valgarðsdóttir 15, Pálína Gunnlaugs-
dóttir 10, Helga Hallgrímsdóttir 10, Sara Rún
Hinriksdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Hrund
Jóhannsdóttir.
Haukar: Hope Elam 24, Íris Sverrisdóttir 16, Jence
Ann Rhoads 10, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5,
Guðrún Ámundardóttir 5, Auður Ólafsdóttir 2.
ÚRSLIT
Meistaradeild Evrópu
Liðin í 16-liða úrslitum:
Barcelona - AC Milan
Apoel - Zenit St. Petersburg
Arsenal - Marseille
Chelsea - Bayer Leverkusen
Real Madrid - Lyon
Benfica - Basel
Inter - CSKA Moskva
Bayern München - Napoli
Meistaradeild Evrópu:
A-RIÐILL:
Man. City-Bayern Munchen 2-0
1-0 David Silva (36.), 2-0 Yaya Toure (52.)
Villarreal-Napoli 0-2
0-1 Gökhan Inler (65.), 0-2 Marek Hamsik (75.)
Lokastaðan: Bayern 13, Napoli 11, Man. City
10, Villarreal 0.
B-RIÐILL:
Lille-Trabzonspor 0-0
Inter-CSKA Moskva 1-2
0-1 Seydou Doumbia (50.), 1-1 Esteban Cambi-
asso (50.), 1-2 Vasili Beretzutsky (85.)
Lokastaðan: Inter 10, CSKA Moskva 8.
Trabzonspor 7, Lille 6.
C-RIÐILL:
Basel-Man. Utd 2-1
1-0 Marco Streller (8.), 2-0 Alexander Frei (83.),
2-1 Phil Jones (89.)
Benfica-Otelul Galati 1-0
1-0 Oscar Cardozo (6.)
Lokastaðan: Benfica 12, Basel 11, Man. Utd
9, Galati 0.
D-RIÐILL:
Dinamo Zagreb-Lyon 1-7
1-0 Mateo Kovacic (39.), 1-1 Bafetimbi Gomis
(45.), 1-2 Maxime Gonalons (46.), 1-3 Bafetimbi
Gomis (47.), 1-4 Bafetimbi Gomis (52.), 1-5
Lisandro Lopez (63.), 1-6 Bafetimbi Gomis (70.),
1-7 Jimmy Briand (74.)
Ajax-Real Madrid 0-3
0-1 Jose Maria Callejon (14.), 0-2 Higuain (41.),
0-3 Jose Mara Callejon (90.+2).
Lokastaðan: Real 18, Lyon 8, Ajax 8, Zagr. 0.
HANDBOLTI Stelpurnar okkar
mættu Þýskalandi seint í gær-
kvöld í afar mikilvægum leik á
HM í Brasilíu.
Þar sem Fréttablaðið var farið
í prentun áður en leik lauk er því
miður engin umfjöllun um leik-
inn í blaðinu.
Umfangsmikla umfjöllun um
leikinn má aftur á móti finna á
fréttavefnum Vísi þar sem okkar
menn í Brasilíu – Sigurður Elvar
Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson
– hafa gert honum afar góð skil í
bæði máli og myndum.
Öðrum leikjum í íslenska riðl-
inum var aftur á móti lokið í
gær áður en Fréttablaðið fór í
prentun.
Svartfjallaland er komið áfram
eftir ótrúlegan 27 marka sigur
á Kína, 42-15. Noregur vann svo
Angóla, 26-20, og er einnig komið
áfram í keppninni.
Leikur Íslands og Þýskalands:
Allt um leikinn
á Vísi
BARÁTTA Karen Knútsdóttir og stelpurn-
ar börðust fyrir lífi sínu á HM í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sérblaðið jólagjöfin hennar fylgir
Fréttablaðinu þann 15. desember.
JÓLA
GJÖFIN
HENNAR
BÓKIÐ AUGLÝSINGAR
TÍMANLEGA:
BENEDIKT FREYR JÓNSSON
S: 512 5411, GSM: 823 5055
benediktj@365.is
KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur eru
komnar aftur á toppinn í Iceland
Express-deild kvenna eftir ellefu
stiga sigur á Haukum í Keflavík í
gær. KR vann á sama tíma örugg-
an sigur á Val og Fjölniskonur end-
uðu langa taphrinu og komust af
botninum.
Keflavík vann 73-62 sigur á
Haukum í Toyotahöllinni í Kefla-
vík en þær lifðu það af að tapa
öðrum leikhlutanum 9-20. Kefla-
vík vann fjórða leikhlutann 23-10
og fagnaði góðum sigri. Jaleesa
Butler reif sig upp eftir slakan leik
á móti Njarðvík og var með 35 stig
og 26 fráköst.
KR vann öruggan 68-53 sigur
á Val á Hlíðarenda. KR-konur
gerðu út um leikinn í öðrum og
þriðja leikhlutanum sem þær unnu
samanlagt 38-16. KR-liðið skoraði
meðal annars 17 stig í röð í kring-
um hálfleikinn. Margrét Kara
Sturludóttir skoraði 19 stig fyrir
KR og Bryndís Guðmundsdóttir
var með 14 stig.
„Við byrjuðum rosalega vel en
fengum síðan aðeins högg í andlit-
ið. Við erum að skríða upp á bakk-
ann og erum ánægðar með það.
Við erum að leggja meira á okkur
á æfingum og ætlum að vera í
hörkuformi þegar harkan byrjar,“
sagði Margrét Kara Sturludóttir,
fyrirliði KR, eftir sigurinn á Val.
Fjölniskonur voru búnar að tapa
átta leikjum í röð þegar þær unnu
88-85 sigur á Hamri í Grafarvogi
í kvöld. Þetta var hins vegar sjötta
tap Hamars í röð og liðin höfðu því
sætaskipti á botninum. - óój
Þrír leikir í Iceland Express-deild kvenna í gær:
Keflavík aftur á toppinn
GRIMMD Það var ekkert gefið eftir undir
körfunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Það voru heldur betur
óvænt tíðindi í Meistaradeildinni
í gær þegar tvö bestu lið ensku
úrvalsdeildarinnar féllu úr leik.
Lyon komst áfram með ótrúlegum
stórsigri á Dinamo. Með sigrinum
vann Lyon upp sjö marka forskot
sem Ajax átti á liðið fyrir leikinn.
CSKA Moskva komst einnig áfram
með því að leggja Inter.
Það blés ekki byrlega fyrir Man.
Utd framan af leik því Marco
Streller kom heimamönnum í
Basel yfir eftir aðeins átta mín-
útna leik. Skoraði þá að af stuttu
færi eftir klaufagang í vörn Uni-
ted. Vidic sló Smalling, de Gea
varði boltann út í teiginn og eftir-
leikurinn auðveldur fyrir Streller.
Til að bæta gráu ofan á svart
meiddist Nemanja Vidic fyrir hlé
og hann virtist vera alvarlega
slasaður. United fékk nokkur færi
í fyrri hálfleik og það besta fékk
Rooney er hann stóð einn fyrir
miðju marki. Hann hitti ekki
boltann.
Líkt og síðustu vikur var lítið bit
í sóknarleik United og jöfnunar-
markið lá ekki beint í loftinu. Leik-
menn Basel sóttu hratt og sköpuðu
usla og sjö mínútum fyrir leikslok
komust þeir í 2-0 er Frei skallaði í
netið af stuttu færi.
United gaf allt sem liðið átti í
lokin og Phil Jones náði að skora
rétt fyrir leikslok með skalla.
Lengra komst United ekki og fögn-
uður leikmanna Basel eftir leikinn
var ósvikinn.
United olli vonbrigðum og átti
ekki meira skilið að þessu sinni.
henry@frettabladid.is
SVARTUR DAGUR Í MANCHESTER
Man. Utd og Man. City féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær og verða að gera sér að góðu að spila í
Evrópudeildinni eftir áramót. Man. Utd tapaði í Basel en sigur City á FC Bayern dugði ekki til.
FÖGNUÐUR Leikmenn Basel fagna í gær en leikmenn Man. Utd trúðu vart sínum
eigin augum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES