Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 86
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR70
F
íto
n
/S
ÍA
Njóttu jólanna í faðmi fjölskyldunnar
Við viljum öll njóta þess besta saman um jólin, hvort sem það er heitt súkkulaði og smákökur eða stórkostleg jóladagskrá Stöðvar 2.
Styttum biðina fyrir þau yngstu með vönduðu talsettu barnaefni, upplifum hátíðlega tónleika og hjúfrum okkur saman undir teppi
og njótum þeirra fjölmörgu bíómynda sem eru á dagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Bíó um jólin.
Skoðaðu stod2.is og kynntu þér frábæru jóladagskrána okkar til hlítar!
Gefðu áskriftarkort að Stöð 2 í jólagjöf.
Það fæst hjá okkur í Skaftahlíðinni!
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
JÓLA BÍÓ
Stöð 2 Bíó sýnir yfir 200
úrvalskvikmyndir í hverjum
mánuði og stöðin fylgir frítt
með áskrift að Stöð 2.
Bryndís Björgvinsdóttir
er ungur rithöfundur sem
hlaut Íslensku barnabóka-
verðlaunin í ár. Fyrsta upp-
lag er uppselt og annað í
prentsmiðju, og Flugan sem
stöðvaði stríðið er bók mán-
aðarins á Bókamessunni í
Frankfurt.
„Ég náttúrulega bjóst aldrei við
þessu,“ segir Bryndís Björgvins-
dóttir rithöfundur, um mikla
velgengni annarrar skáldsögu
hennar, Flugunnar sem stöðvaði
stríðið. „Ég bjóst ekki við því að
bókin myndi fá Íslensku barna-
bókaverðlaunin til að byrja með.
Ég fékk þær fréttir einmitt þegar
ég var stödd í London sama dag
og William prins og Kate giftu sig.
Ég mátti engum segja og var alveg
kampakát í veislu um kvöldið –
allir héldu að ég væri svona hrika-
lega ánægð með þetta konunglega
brúðkaup,“ segir Bryndís sem er
að vonum einnig kampakát þessa
dagana. Bókin hennar er nefni-
lega ein af fimm bókum og eina
barnabókin sem send hefur verið í
endurprentun á vegum Forlagsins,
fyrra upplagið er nánast uppselt.
„Ég er rosalega fegin að bók-
inni hafi verið svona vel tekið og
að hún selst vel. Ég fékk nefnilega
mína fyrstu skáldsögu útgefna
þegar ég var fimmtán ára, ásamt
vinkonu minni, og hélt á tíma-
bili að það væri ógeðslega létt að
vera rithöfundur. Við skrifuðum
hana á einum mánuði en það tók
mig þrjú ár að skrifa nýju bók-
ina, með vinnu og skóla. Þá allt í
einu fannst mér þetta ekkert létt
lengur, þetta er auðvitað rosalega
mikil vinna upp á von og óvon.“
Íslensku barnabókaverðlaunin
eru ekki eini heiðurinn sem Bryn-
dísi hefur hlotnast fyrir bókina,
því nýlega var hún valin sem bók
desembermánaðar á Sagenhaftes,
Bókamessunni í Frankfurt. Þar
fær hún mikla kynningu bæði á
ensku og þýsku og að sögn Bryn-
dísar hefur hún fengið veður af
því frá útgefenda sínum að erlend
útgáfufyrirtæki séu farin að sýna
bókinni áhuga. „Bókin er ekki
bundin við neinn stað, hún getur
í rauninni gerst í hvaða landi sem
er og fjallar um hluti sem allir
þekkja, stríð og húsflugur. Hús-
flugurnar eiga að standa fyrir þá
sem eru undir í samfélaginu, þá
sem þykir sjálfsagðara að beita
ofbeldi, eða jafnvel deyða. Bók-
inni er ætlað að benda á fáránleika
stríðs, enn og aftur. Það er nátt-
úrulega búið að gera það margoft
í heimsbókmenntunum en það er
alltaf jafn mikilvægt að halda því
til haga að stríð séu fáránleg.“
Bryndís hefur undanfarið lesið
upp úr bókinni fyrir fjölda fólks,
bæði börn og fullorðna. Hún
segir að bókin sé ætluð öllum
og að margt leynist í henni sem
er ekki á færi þeirra yngstu að
skilja fyrr en seinna, en þeir
eldri geti hlegið að. Henni finnst
sérstaklega skemmtilegt að fara
í grunnskólana, og segist geta
hvatt yngstu kynslóðina áfram í
að elta drauma sína. „Við vinkona
mín skrifuðum bók þegar ég var
fimmtán ára nefnilega af því að
mig hafði dreymt draum um að ég
hefði skrifað bók og fengið verð-
laun fyrir hana. Vinkonu minni
fannst sjálfsagt að við drifum í
þessu, en þótt bókin hafi orðið til
fengum við engin verðlaun. Svo
fjórtán árum seinna fæ ég verð-
launin. Ég segi oft við krakkana að
þetta sýni að draumar geti ræst.
Það tekur bara miklu lengi tíma,
meiri vinnu og kannski rætast þeir
á aðeins annan hátt en maður bjóst
við í upphafi.“
bergthora@frettabladid.is
Dreymdi að hún skrifaði bók og ynni til verðlauna
ÁNÆGÐ MEÐ VIÐTÖKURNAR Afar sjaldgæft er að barnabók hljóti þann heiður að vera bók mánaðarins á Bókamessunni í
Frankfurt. Bryndís Björgvinsdóttir getur því brosað breitt þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bókinni er ætlað að
benda á fáránleika
stríðs, enn og aftur.
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR
RITHÖFUNDUR