Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 8. desember 2011 3 Warehouse Kringlunni Warehouse Debenhams Nýtt kortatímabil afsláttur af kjólum til 11. desember 25% ❍ finndu okkur á Facebook K ri n gl a n | S m á ra lin d w w w .k a re n m ill en .c om KJÓLADAGAR 20% afsláttur af öllum kjólum til 11. desember Fáir hönnuðir hafa vakið eins mikla athygli utan landstein- anna undanfarna mánuði og Sruli Recht, sem hefur búið og starfað á Íslandi um þó nokkurt skeið. Umfjallanir um verk hönnuðarins hafa birst í fjölda erlendra tíma- rita og bóka og komu þrjár þeirra út á árinu. Nýlegust þeirra er bókin Randscharf – on the Cutting Edge Graphic Design & Style sem for- lagið Gestalten gaf út á dögun- um. Bókin er í raun sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á íslenskri fata- og innanhússhönn- un og sjónrænum samskiptamáta í MAK-safninu í Frankfurt í sept- ember. Hún er talin vera eitt stærsta og efnismesta rit sinnar tegundar en verk eftir Sruli prýð- ir forsíðuna. Hinar eru Doppelganger Ima- ges of the Human Being og SEEK Volume 01 Art Iceland, báðar gefnar út af sama forlagi, Gestalten. Sú fyrri beinir sjónum að birt- ingarmyndum af mannskepn- unni á öld staf- rænnar tækni. Sú síðari inniheldur smásögur sem sumar eru myndskreytt- ar með verkum eftir höfunda á Íslandi. Myndir af verkum Sruli er að finna í báðum bókum og eru eftir Marinó Thorlacius. Sruli fæddist í Jerúsalem í Ísrael. Hann hefur lengstan hluta ævinnar búið í Ástralíu þar sem hann stundaði nám í tískuhönnun við RMIT-háskólann í Melbourne. Hann hefur sent frá sér tvær fata- línur á karla auk fylgihluta og fjölda annarra verka. - rve Sruli Recht vinsælt umfjöllunarefni Fjallað er um verk hönnuðarins Sruli Recht í þremur bókum sem hafa komið út ytra á árinu. Sruli Recht. Jólin nálgast óðfluga. Því ekki að líta á undirfata-tísku herranna sem gæti virkað sem gjafahugmynd fyrir einhverjar? Eða fyrir þann sem vantar skemmtilegan „jóla- sveinabúning“ fyrir rómantískt aðfangadagskvöld! Fyrir nokkrum árum mátti tala um byltingu í herraundirfata- framleiðslu, framboðið margfald- aðist og innkaup herranna sömu- leiðis. Þrátt fyrir erfiða tíma virðast þeir ekki vera tilbúnir til að skera niður nærfata kaupin sem eru orðin hluti af lífsstíl karla. Ekki eru þó allir í því sama og töluverður munur á innkaupum yngri og eldri herranna ef marka má kunnuga í þessum geira. Þeir ungu vilja flestir þröngar nær- buxur, mismunandi síðar, eða hinar svokölluðu „shortys“ sem ná rétt niður fyrir rasskinnar. Þær eru líklega vinsælasta útgáfan hjá yngri en 35 ára. Þeir eldri velja heldur víðari útgáfur sem ekki þrengja um of um miðjuna. Klassísku nærbuxurnar, þess- ar með þykku teygj- unni og klauf sem um tíma voru óskaplega vinsælar hjá Calvin Klein, seljast sífellt verr, ef frá eru taldar þær sem eru svo stuttar að sést í rasskinnarnar. En til að nota þær þarf vöxt sundkappa, sem ekki er öllum gefið. Nú þykir ekki nóg að eiga hvítar eða svart- ar nærbuxur og litirnir geta verið ótrúlegir; eiturgrænn, gulrauður eða fúksíubleikur og þær mynstruðu eru ekki aðeins með böngsum eða hjörtum því nú getur munstrið verið smáköflótt eða „vichy“ sem er miklu flottara. Ekki má heldur gleyma sérstök- um jóla G-strengjum eða boxer- nærbuxum sem eru ætlaðar til að gefa jólunum lit, til dæmis með sjálflýsandi mittisteygju fyrir feluleik á jólanótt. Fyrir þá sem hafa áhuga heita þessar boxer- buxur Happy! Hvað annað. Ég keypti mér fyrir nokkru túrkis bláa sundskýlu enda tölu- verð not fyrir slíka flík hér við Miðjarðarhafið þar sem fólk er enn að baða sig um hávetur í 16-19 gráðum. Ég datt því inn í sér verslun með herraundirföt og var það hin fróðlegasta heimsókn. Sjaldan eða aldrei á ævinni hef ég séð annað eins magn af alls konar nærbuxum, þær hlupu líklega á hundr- uðum. Litirnir óteljandi og ótrúleg efni í boði. Netefni, gegnsætt, leður, tugir g-strengja svo ekki sé minnst á bómull, lycra og fleira og fleira. Þessi búð sló öllum þeim nærfata- verslunum við sem ég hef rekist á í París. Greinilegt að íbúar suðurhluta Frakk- lands eru ekki minna ögrandi þegar litið er á undirföt þeirra, eins og ytra byrðið gefur þegar til kynna. bergb75@free.fr Ég sá mömmu kyssa jólasvein … í sjálflýsandi nærbuxum ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.