Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 64
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR48 48
menning@frettabladid.is
LAUGARDAGINN 10. desember verður bein útsending frá Norræna húsinu vegna afhendingar
Bókmenntaverðlauna Nóbels. Sænski rithöfundurinn Tomas Tranströmer er viðtakandi verðlaunanna í ár.
Dagskráin í Norræna húsinu hefst klukkan hálffjögur.
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
30.11.11 - 06.12.11
Jójó - Steinunn Sigurðardóttir
Stóra bókin um villibráð - Úlfar Finnbjörnsson
Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson
Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson
Sómamenn og fleira fólk - Bragi Kristjónsson
Húshjálpin - kilja - Kathryn Stockett
Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson
Holl ráð Hugos - Hugo Þórisson
Brakið - Yrsa Sigurðardóttir
Einvígið - Arnaldur Indriðason
SAMKVÆMT BÓKSÖLU
Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
„Arnaldur kann þá list að vefa glæpasögu … Staðsetning sögunnar
í tíma er snilldarlega unnin … Spennandi og heilsteypt saga …“
Friðrika Benónýs / Fréttablaðið
Cilia Úlfsdóttir rannsakar
siði í framhaldsskólum í
meistaranámi sínu í þjóð-
fræði. Í tengslum við
rannsókn hennar hefur
Þjóðminjasafnsins hafið
söfnun heimilda um siði
í mennta- og framhalds-
skólum fyrr og nú.
„Ég skrifaði BA-ritgerð um fram-
haldsskólasiði og tók þá Mennta-
skólann í Reykjavík sérstaklega
fyrir. Mig langaði svo til þess að
halda áfram með efnið og rannaka
það betur,“ segir Cilia Úlfsdótt-
ir, sem vinnur að rannsóknum á
framhaldsskólasiðum í meistara-
námi sínu í þjóðfræði. „Ég ætla að
leggja áherslu á það hvernig siðir
verða til og gera svokallaða til-
viksrannsókn á Borgarholtsskóla.
Meðal annars vegna þess að til er
viðtal frá árinu 2001, þegar skól-
inn var nýr, þar sem kemur fram
að engir siðir séu í skólanum. Í
dag eru vitanlega siðir orðnir til í
þessum framhaldsskóla.“
Cilia ætlar þó líka að víkja
að framhaldsskólasiðum í fleiri
skólum og í tengslum við ritgerð
hennar hefur Þjóðminjasafn
hafið söfnun heimilda um siði í
mennta- og framhaldsskólum fyrr
og nú. Cilia segir að þegar rætt
sé um framhaldsskólasiði sé til að
mynda átt við siði eins og busa-
vígslu, dimmissjón, íþróttahátíðir,
keppnir ýmiss konar og jafnvel
borðamenningu eins og hún gerist
í MH.
En hvaða koma þessir siðir?
„Sumir eiga rætur sínar að rekja
til Kaupmannahafnar og eru upp-
haflega háskólasiðir eða innvígslu-
siðir í iðngreinar. Þeir fluttust
síðan hingað með Íslendingum sem
fóru utan til náms,“ segir Cilia.
Busavígslur og dimmissjón eru
siðir sem eru töluvert áberandi
hér á landi og tíðkast í öllum fram-
haldsskólum. Cilia segir það ekki
einsdæmi, hátíðarhöld norskra
stúdentsefna setji til að mynda
mikinn svip á norskt samfélag í
maí.
Lítið hefur verið skrifað um
framhaldsskólasiði hér á landi til
þessa og segir Cilia áhugavert
að bæta úr því. „Það er aldrei að
vita nema ég haldi áfram að rann-
saka þessar hefðir eftir að meist-
araverkefninu lýkur. Ég vona
sannarlega að sem flestir taki
þátt í söfnun Þjóðminjasafnsins
og byggi þannig upp gagnagrunn
sem hægt verði að nýta til frekari
rannsókna.“ sigridur@frettabladid.is
Busavígslur og dimmissjón
frá fræðilegu sjónarmiði
Meistaraverkefni Ciliu Úlfsdóttur
um siði í framhaldsskólum teng-
ist þjóðháttasöfnun Þjóðminja-
safns, sem stendur um þessar
mundir fyrir söfnun heimilda
um siði og venjur í framhalds-
og menntaskólum fyrr og nú.
Tilgangurinn með söfnuninni
er að kynnast þeirri menningu
sem ríkti meðal nemenda frá
um 1940-1950 til dagsins í dag.
Vonast er til þess að sem flestir
taki þátt í þjóðháttasöfnuninni.
Spurningarnar falla í nokkra
flokka, en sem dæmi má nefna
að í flokknum hversdagslíf er
spurt hvort ákveðin sætaskipan
hafi verið í kennslustofum, í
matsal eða öðrum svæðum
innan skólans og eftir hverju
það hafi farið. Og hvað hafi
verið gert í frímínútum, hádegis-
hléi eða í beinu framhaldi af
kennslu.
Allar nánari upplýsingar um
söfnunina eru veittar í síma 530
2273 og enn fremur er hægt að
senda fyrirspurnir á netfangið
agust@thjodminjasafn.is.
Hægt er að sækja spurninga-
skrána á heimasíðu Þjóðminja-
safns Íslands eða á slóðina
http://www.thjodminjasafn.is/
minjar-og-rannsoknir/thjodhatta-
safn/rannsoknir/spurningalistar/
nr/3269.
HVERNIG VAR SÆTASKIPAN HÁTTAÐ?
CILIA ÚLFSDÓTTIR Hvetur núverandi og fyrrverandi framhaldsskólanema til að taka
þátt í þjóðháttakönnun um framhaldsskólasiði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TOLLERAÐ Í MR Busavígsla í Menntaskólanum í
Reykjavík 7. október 1921. Verið er að tollera Pál
Helgason, síðar tæknifræðing.
MYND/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS.
SKÓLINN KVADDUR Dimmissjón er fastur liður í mörgum framhaldsskólum. Hér má sjá MR-inga dimmittera síðastliðið vor.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sýning Rúnu (Sigrúnar Guðjóns-
dóttur) „Net til að veiða vindinn“
verður framlengd til sunnudags-
ins 11. desember vegna mik-
illar aðsóknar. Listamaðurinn
hefur verið viðstödd sýninguna
og gefið leiðsögn. Rúna sýnir
pastelmyndir á japönskum papp-
ír og myndir unnar með bland-
aðri tækni, sem eru allar unnar
á síðustu tveimur árum. Rúna
tók fyrst þátt í myndlistarsýn-
ingu árið 1951, fyrir 60 árum, og
hefur unnið að list sinni stöðugt
síðan. Lengst af vann hún og hélt
sýningar í félagi við eiginmann
sinn Gest Þorgrímsson, mynd-
höggvara og keramiker, sem lést
fyrir átta árum. Sýningin, sem er
í sal Íslenskrar grafíkur, er opin
fimmtudaga til sunnudaga frá
14-18. Aðgangur er ókeypis.
„Net til að veiða vindinn“ framlengd