Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 64
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR48 48 menning@frettabladid.is LAUGARDAGINN 10. desember verður bein útsending frá Norræna húsinu vegna afhendingar Bókmenntaverðlauna Nóbels. Sænski rithöfundurinn Tomas Tranströmer er viðtakandi verðlaunanna í ár. Dagskráin í Norræna húsinu hefst klukkan hálffjögur. 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 METSÖLULISTI EYMUNDSSON 30.11.11 - 06.12.11 Jójó - Steinunn Sigurðardóttir Stóra bókin um villibráð - Úlfar Finnbjörnsson Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson Sómamenn og fleira fólk - Bragi Kristjónsson Húshjálpin - kilja - Kathryn Stockett Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson Holl ráð Hugos - Hugo Þórisson Brakið - Yrsa Sigurðardóttir Einvígið - Arnaldur Indriðason SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT „Arnaldur kann þá list að vefa glæpasögu … Staðsetning sögunnar í tíma er snilldarlega unnin … Spennandi og heilsteypt saga …“ Friðrika Benónýs / Fréttablaðið Cilia Úlfsdóttir rannsakar siði í framhaldsskólum í meistaranámi sínu í þjóð- fræði. Í tengslum við rannsókn hennar hefur Þjóðminjasafnsins hafið söfnun heimilda um siði í mennta- og framhalds- skólum fyrr og nú. „Ég skrifaði BA-ritgerð um fram- haldsskólasiði og tók þá Mennta- skólann í Reykjavík sérstaklega fyrir. Mig langaði svo til þess að halda áfram með efnið og rannaka það betur,“ segir Cilia Úlfsdótt- ir, sem vinnur að rannsóknum á framhaldsskólasiðum í meistara- námi sínu í þjóðfræði. „Ég ætla að leggja áherslu á það hvernig siðir verða til og gera svokallaða til- viksrannsókn á Borgarholtsskóla. Meðal annars vegna þess að til er viðtal frá árinu 2001, þegar skól- inn var nýr, þar sem kemur fram að engir siðir séu í skólanum. Í dag eru vitanlega siðir orðnir til í þessum framhaldsskóla.“ Cilia ætlar þó líka að víkja að framhaldsskólasiðum í fleiri skólum og í tengslum við ritgerð hennar hefur Þjóðminjasafn hafið söfnun heimilda um siði í mennta- og framhaldsskólum fyrr og nú. Cilia segir að þegar rætt sé um framhaldsskólasiði sé til að mynda átt við siði eins og busa- vígslu, dimmissjón, íþróttahátíðir, keppnir ýmiss konar og jafnvel borðamenningu eins og hún gerist í MH. En hvaða koma þessir siðir? „Sumir eiga rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar og eru upp- haflega háskólasiðir eða innvígslu- siðir í iðngreinar. Þeir fluttust síðan hingað með Íslendingum sem fóru utan til náms,“ segir Cilia. Busavígslur og dimmissjón eru siðir sem eru töluvert áberandi hér á landi og tíðkast í öllum fram- haldsskólum. Cilia segir það ekki einsdæmi, hátíðarhöld norskra stúdentsefna setji til að mynda mikinn svip á norskt samfélag í maí. Lítið hefur verið skrifað um framhaldsskólasiði hér á landi til þessa og segir Cilia áhugavert að bæta úr því. „Það er aldrei að vita nema ég haldi áfram að rann- saka þessar hefðir eftir að meist- araverkefninu lýkur. Ég vona sannarlega að sem flestir taki þátt í söfnun Þjóðminjasafnsins og byggi þannig upp gagnagrunn sem hægt verði að nýta til frekari rannsókna.“ sigridur@frettabladid.is Busavígslur og dimmissjón frá fræðilegu sjónarmiði Meistaraverkefni Ciliu Úlfsdóttur um siði í framhaldsskólum teng- ist þjóðháttasöfnun Þjóðminja- safns, sem stendur um þessar mundir fyrir söfnun heimilda um siði og venjur í framhalds- og menntaskólum fyrr og nú. Tilgangurinn með söfnuninni er að kynnast þeirri menningu sem ríkti meðal nemenda frá um 1940-1950 til dagsins í dag. Vonast er til þess að sem flestir taki þátt í þjóðháttasöfnuninni. Spurningarnar falla í nokkra flokka, en sem dæmi má nefna að í flokknum hversdagslíf er spurt hvort ákveðin sætaskipan hafi verið í kennslustofum, í matsal eða öðrum svæðum innan skólans og eftir hverju það hafi farið. Og hvað hafi verið gert í frímínútum, hádegis- hléi eða í beinu framhaldi af kennslu. Allar nánari upplýsingar um söfnunina eru veittar í síma 530 2273 og enn fremur er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið agust@thjodminjasafn.is. Hægt er að sækja spurninga- skrána á heimasíðu Þjóðminja- safns Íslands eða á slóðina http://www.thjodminjasafn.is/ minjar-og-rannsoknir/thjodhatta- safn/rannsoknir/spurningalistar/ nr/3269. HVERNIG VAR SÆTASKIPAN HÁTTAÐ? CILIA ÚLFSDÓTTIR Hvetur núverandi og fyrrverandi framhaldsskólanema til að taka þátt í þjóðháttakönnun um framhaldsskólasiði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TOLLERAÐ Í MR Busavígsla í Menntaskólanum í Reykjavík 7. október 1921. Verið er að tollera Pál Helgason, síðar tæknifræðing. MYND/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS. SKÓLINN KVADDUR Dimmissjón er fastur liður í mörgum framhaldsskólum. Hér má sjá MR-inga dimmittera síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sýning Rúnu (Sigrúnar Guðjóns- dóttur) „Net til að veiða vindinn“ verður framlengd til sunnudags- ins 11. desember vegna mik- illar aðsóknar. Listamaðurinn hefur verið viðstödd sýninguna og gefið leiðsögn. Rúna sýnir pastelmyndir á japönskum papp- ír og myndir unnar með bland- aðri tækni, sem eru allar unnar á síðustu tveimur árum. Rúna tók fyrst þátt í myndlistarsýn- ingu árið 1951, fyrir 60 árum, og hefur unnið að list sinni stöðugt síðan. Lengst af vann hún og hélt sýningar í félagi við eiginmann sinn Gest Þorgrímsson, mynd- höggvara og keramiker, sem lést fyrir átta árum. Sýningin, sem er í sal Íslenskrar grafíkur, er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Aðgangur er ókeypis. „Net til að veiða vindinn“ framlengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.