Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 42
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR42
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Haraldur Ragnarsson
Stóragerði 26,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á
Vífilsstöðum miðvikudaginn 30. nóvember,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarfélög.
Hulda Haraldsdóttir Pétur Hans Baldursson
Ragnar Haraldsson Birna Garðarsdóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir Hallgrímur Sigurðsson
afa- og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þorgerður Magnúsdóttir
Mýrarvegi 113,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 29. nóvember. Útför hennar
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. desember
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Dvalarheimilið Hlíð, Akureyri.
Ingólfur Sigurðsson
Elínborg Ingólfsdóttir Magnús Þórðarson
Magnús Ingólfsson Sólveig Erlendsdóttir
Ragnhildur Ingólfsdóttir Samúel Jóhannsson
Þórdís Ingólfsdóttir
Sölvi Ingólfsson Guðrún Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
Svanhildar
Snæbjarnardóttur
áður til heimilis að Hellu, Hellissandi.
Gunnar Már Kristófersson Auður Jónsdóttir
Steinunn J. Kristófersdóttir Lúðvík Lúðvíksson
Sigurjón Kristófersson Sigurlaug Hauksdóttir
Snæbjörn Kristófersson Kristín S. Karlsdóttir
Svanur K. Kristófersson Anna Bára Gunnarsdóttir
Þröstur Kristófersson Sigurbjörg E. Þráinsdóttir
Kristinn Valur Kristófersson Guðríður A. Ingólfsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
timamot@frettabladid.is
Sjö manns voru handteknir í Alþingishúsinu
þennan dag árið 2008, eftir að um þrjátíu
mótmælendum var meinaður aðgangur að
þingpöllum á þingfundi. Tveir menn komust
fram hjá þingvörðum og á pallana og stöðvaðist
starfsemi þingsins þegar þeir hófu hróp og köll
á borð við „drullið ykkur út“ og „þetta hús gegnir
ekki hlutverki sínu lengur“.
Til ryskinga kom í stiga og anddyri þinghússins
þegar vísa átti hópnum á dyr. Einn þingvörður
meiddist þegar hann lenti utan í ofni í húsinu.
Tveir af hinum handteknu voru sakaðir um að
beita ofbeldi en öllum sem handteknir voru var
gefið að sök að hafa ekki hlýtt tilmælum lög-
reglu. Mótmælendur töldu aðgerðir lögreglunnar
harkalegar.
ÞETTA GERÐIST: 8. DESEMBER 2008
Óeirðir brutust út í Alþingishúsinu
SINÉAD O’CONNOR söngkona er 45 ára í dag.
„Að tjá tilfinningar sínar er að grafa eigin gröf.“
Merkisatburðir
1966 Gríska ferjan Heraklion sekkur í stormi á Eyjahafi og um
200 farast.
1971 Undirritað er samkomulag um stjórnmálasamband milli
Íslands og Kína.
1974 Grískir kjósendur hafna því að taka aftur upp konungs-
veldi.
1987 Samtökin Ný dögun um sorg og sorgarviðbrögð eru stofnuð.
1991 Rúmenar samþykkja nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
2006 Leikjatölvan Wii kemur út í Evrópu.
Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, hlaut
Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2011 fyrir helgi. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Sigrúnu verð-
launin við hátíðlega athöfn, áletraðan verðlaunagrip úr áli
og eina milljón króna.
„Jú, það er ákaflega mikils virði að vita að fólk tekur
eftir og kann að meta það sem maður er að gera, þegar
maður er að bögglast í sínu horni við það að gera bók-
menntir fyrir börn,“ segir Sigrún. „Það er dýrmætt að fá
staðfestingu á því að maður sé að gera eitthvað af viti.“
Barnabækur Sigrúnar telja á fimmta tug og Sigrún
hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Fyrir
þremur árum var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenning-
ar og þá hefur hún meðal annars hlotið Barnabókaverð-
laun Reykjavíkurborgar og skólamálaráðs, Barnabóka-
verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur, barnabókaverðlaunin
Sögustein, Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin
og tilnefningu til H.C. Andersen-verðlauna fyrir ritstörf
og myndskreytingar. Auk þess tilnefningu til ALMA-verð-
launanna sænsku árin 2010 og 2011. Þau verðlaun eru
kennd við Astrid Lindgren og eru einhver þau veglegustu
í heimi.
Rithöfundarferill Sigrúnar nær yfir 30 ár og því nær-
tækt að spyrja hana hvort eitthvað sé breytt í barnabóka-
heiminum frá því að hún gaf út sína fyrstu bók. „Það er
kannski svolítið meira að gerast í barnabókaútgáfunni og
fleiri rithöfundar komnir þar til leiks,“ segir Sigrún og
segir það gleðilegt. „Enda afskaplega mikilvægt að börnin
lesi, bækur eru með því mikilvægasta sem hægt er að
fóðra þau með. Í rauninni er samt ekki svo mikið breytt
en lesendahópurinn endurnýjast reglulega og það er alltaf
gaman að fá viðbrögð frá honum.“
Sigrún segir börn mjög hreinskilna lesendur. „Þau hika
ekki við að láta mann vita séu þau ánægð, nú eða kvarta
ef það er eitthvað sem þau eru ekki sátt við en ég hef nú
ekki oft lent í því. En gjarnan fær maður bréf og myndir
í pósti. Ég hef stundum komið í skóla þar sem þau eru að
lesa bækurnar mínar og þá þekki ég persónurnar mínar í
barnateikningunum sem þau hafa gert á sinn hátt.“
En stendur eitthvert verk Sigrúnu hjarta næst? „Kugg-
ur, Málfríður og mamma Málfríðar standa mér alltaf svo-
lítið nálægt enda hafa þau vinirnir fylgt mér lengi. En það
sem ég er að fást við akkúrat núna stendur mér hvað næst
því ég er stödd í miðjum þríleik, þar sem Náttúrugripa-
safnið, önnur bókin, kom út núna fyrir jólin. Ég er komin
vel á veg með þá þriðju sem vonandi kemur út að ári.
Ég hef gert nokkrar trílógíur og finnst það skemmtilegt
form.“
Sigrúnu er það ofarlega í huga að börn lesi bækur og að
foreldrar haldi lestrinum að þeim. „Það skiptir svo miklu
máli upp á framtíðina að börn venjist því að lesa sér til
ánægju því ef þau temja sér það ekki á þessum mikil-
vægu árum er ekki víst að þau geri það þegar þau verða
fullorðin. Og hverjir eiga þá að lesa hinar svokölluðu
alvörubókmenntir?“ juliam@frettabladid.is
SIGRÚN ELDJÁRN: HANDHAFI ÍSLENSKU BJARTSÝNISVERÐLAUNANNA 2011
Mikilvægt að börn venjist
því að lesa sér til ánægju
BÖRN HREINSKILNIR LESENDUR „Þau hika ekki við að láta mann vita
séu þau ánægð, nú eða kvarta ef það er eitthvað sem þau eru ekki
sátt við en ég hef nú ekki oft lent í því. En gjarnan fær maður bréf og
myndir í pósti,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður,
sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
45
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Dóra Tómasdóttir
lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti
3. desember síðastliðinn. Útför hennar fer fram
frá Neskirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 15.00.
Sölvi Eysteinsson
Davíð Sölvason Linda Björk Ólafsdóttir
Tómas Sölvason
Rakel Davíðsdóttir Hrafn Harðarson
Sölvi Davíðsson
Sara Davíðsdóttir
María Dóra Hrafnsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Snæfríður Helgadóttir
Boðagerði 5, Kópaskeri,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík
þriðjudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá
Skinnastaðarkirkju laugardaginn 10. desember
kl. 14.00.
Björn Jónsson
Jón Björnsson Nína Þórsdóttir
Kristín Alda Björnsdóttir
Helgi Viðar Björnsson Erla Sólveig Kristinsdóttir
Arna Björnsdóttir Sven Plasgård
barnabörn og barnabarnabarn.