Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 34
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Volkswagen Passat árg. 2007, ekinn 62 þús. km. 1968cc, dísil, sjálfsk. Verð 3.250.000 kr. Toyota RAV4 árg. 2007, ekinn 63 þús. km. 2000cc, bensín, sjálfsk. Verð 3.290.000 kr. Mini One árg. 2006, ekinn 99 þús. km. 1364cc, dísil, beinsk. Verð nú 1.490.000 kr. Kia Sorento 4x4 Eigum úrval notaðra Kia Sorento sportjeppa, dísil eða bensín. Nánar á askja.is Verð frá 2.290.000 kr. Volkswagen Golf árg. 2007, ekinn 33 þús. km. 1600cc, bensín, sjálfsk. Verð 1.990.000 kr. Hyundai Sonata árg. 2008, ekinn 91 þús. km. 2000cc, bensín, sjálfsk. Verð nú 1.890.000 kr. Peugeot árg. 2005, ekinn 72 þús. km. 1400cc, bensín, beinsk. Verð 1.290.000 kr. Toyota Avensis árg. 2006, ekinn 112 þús. km. 1794c, bensín, sjálfsk. Verð 1.890.000 kr. TILBOÐSBÍLL TILBOÐSBÍLL Verð áður 2.290.000 kr. Verð áður 1.790.000 kr. Í nýlegri blaðagrein hefur for-stjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, greint frá því að hug- mynd þeirra Landsvirkjunar- manna sé að kaupa upp netalagn- ir og hlunnindi nokkurra bænda við Þjórsá og telur hann sig síðan getað ráðskast með og gjörbreytt öllu vistkerfi Þjórsár. Þetta full- yrði ég að stríði gegn gildandi lögum, reglum og almennu sið- ferði. Um veiðirétt á Íslandi gilda margvísleg lög sem verið væri að brjóta ef þessar hugmyndir gengju eftir og ber fyrst að nefna lög um lax- og silungsveiði. Veiði- rétturinn er eins og önnur hlunn- indi, lögvarin eignarréttindi sem stjórnarskrá landsins stendur vörð um. Veiðiréttinn og önnur hlunnindi er ekki hægt að selja frá jörðum og hefur svo lengi verið. Markmið laganna er að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna þar og verndun þeirra. Stjórn og nýting veiðiréttinda á hverju vatnasvæði er í höndum lögskipaðs veiðifélags sem kýs sér stjórn sem starfar í umboði félagsmanna, einnig þeirra sem eiga netaveiðiréttindi. Ekki er hægt að skerða þennan rétt. Utanaðkomandi aðili getur ekki keypt einstakar jarðir og breytt lífríki fljótsins, skaðað hagsmuni annarra og breytt arðskrá veiði- félags upp á sitt eindæmi með alvarlegum afleiðingum fyrir núverandi eigendur og komandi kynslóðir. Aðild að veiðiréttindum í Þjórsá eiga um 160 lögbýli, u.þ.b. 500 aðilar. Forsjá þeirra er í höndum Veiðifélags Þjórsár sem er skylt að tryggja vöxt og við- gang fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Rétt er að hafa í huga að engin formleg beiðni hefur enn bor- ist til Veiðifélags Þjórsár frá Landsvirkjun er varðar breyt- ingar á vatnsrennsli í Þjórsá eða virkjunar áform á vatna svæðinu. Telur Landsvirkjun sig geta keypt upp öll lögbýlin við ána? Veiðifélagið hefur skyldum að gegna lögum samkvæmt. Skyldur veiðifélagsins eru marg þættar, m.a. að tryggja jafnræði milli landeigenda, að standa vörð um heildarhagsmuni allra og vernd- un lífríkisins alls. Þessar skyldur koma skýrt fram í lögum um lax- og silungsveiði. Ef hægt væri að kaupa upp einstakar jarðir, breyta ánni og hefja þar orkuframleiðslu sem hefði áhrif á vistkerfið væru allar veiðiár á Íslandi meira og minna í uppnámi, t.d. Grímsá, Norðurá, Langá og Laxá í Kjós. Þarna gætu bændur við foss- ana í ánum hafið framleiðslu á raforku og nýtt orku eða vatn á annan hátt. Um meðferð og nýt- ingu vatnsfalla gilda ströng lög, sbr. veiðilöggjöfina, vatnalög, lög um stjórn vatnamála og náttúru- verndarlög. Þá hafa ýmsir alþjóðasamningar þýðingu, svo sem samningurinn um líf- fræðilega fjölbreytni og Bernar- samningurinn. Það hafa lengi verið ákvæði í lögum sem banna röskun á vist- kerfi vatna, tryggja eðlilega gönguför fiska og áframhald- andi veiði til að jafna arðinum af henni á hendur þeirra sem hlut eiga í veiðivatni. Elstu ákvæði í þessu efni er að finna í Grágás og fjalla um samveiði. Þá eru einn- ig í Járnsíðu og Jónsbók hliðstæð ákvæði um friðun á fiski í ám og vötnum. Í meginreglu 7. gr. vatnalaga frá 1923 er mælt fyrir um að ekki megi breyta vatnsbotni, straum- stefnu eða vatnsmagni vatna- kerfis nema sérstök heimild eða lagaleyfi sé til þess. Árið 1990 var gert samkomu- lag um að gera fiskveg framhjá Búðafossi við Árnesey – með fjármagni frá Landsvirkjun og Fiskræktarsjóði. Framkvæmdin átti að vera endurgjald Lands- virkjunar fyrir þá röskun sem virkjunarframkvæmdir á afrétti ollu. Landsvirkjun stóð einn- ig að umbótum við Hestafoss í Árneskvíslinni til að auðvelda fiski för um svæðið. Við þetta opnaðist göngufiski 25 km leið upp í efri hluta árinnar, allt að Þjófafossi við Búrfell og í fisk- gengar ár í Þjórsárdal. Óvíst er hvaða afleiðingar nýjar hugmynd- ir hafa á samkomulag frá þessum tíma og væntanlega þyrfti að taka upp alla þá samninga. Gott dæmi um afar róttæka breytingu á vatnsfalli, sem orðið hefur frá því byggð hófst hér á landi, er í Þjórsá við Árnes. Í tím- ans rás hefur straumvatnið grafið sig meir og meir niður í vestari kvíslinni sem var trúlega sára lítil fyrst í stað. Vatnsmagnið hefur nú aukist á kostnað eystri kvíslar- innar, sem er reyndar enn tölu- vert vatnsfall. Í grein sem Einar Hannesson skrifaði um veiði- mál í Tímann hinn 28. desember 1993, hafði hann eftir Sigurjóni Rist „að Búðafoss muni með öllu hverfa með tímanum, því Þjórsá haldi áfram að brjóta sig niður í farveginn ofan við fossinn. Smám saman jafnast þannig út hæðar- munur á löngum kafla og þegar jafnvægi næst verða vafalaust aðeins flúðir eftir, eins og sjá má nokkru ofar í ánni.“ Eftir stendur að það væri óeðli- legt að hægt væri að breyta vist- kerfi Þjórsár þannig að örfáir nytu góðs af en aðrir fengju ekk- ert. Enginn er hafinn yfir lög og almennt viðskiptasiðferði. Áætl- un Landsvirkjunar er viðsjárverð og líkleg til að rústa mikilvægum fiskistofnum á öllu vatnasvæði Þjórsár. Viðsjárverð virkjun Fjárhagsáætlun hvers árs er góður mælikvarði á mat þeirra sem hana gera um hvað er mögulegt og hvað ekki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur nú lagt fram fjárhags- áætlun sína fyrir árið 2012. Hún er í senn uppgjör þeirra við níu ára valdatímabil sitt um leið og hún er sýn þeirra á þá framtíð sem þeir hafa byggt upp íbúum Reykjanesbæjar til handa. Allt til sölu Það er öllum ljóst að sú fjárhags- áætlun sem nú hefur verið lögð fram er full af óvissuþáttum. Það er sameiginlegur skilningur að hana beri ekki að afgreiða fyrr en sem mest af þeirri óvissu hefur verið eytt. En hún gefur þó vís- bendingar um hve alvarleg staða bæjarins er í raun og veru. Til þess að unnt verði að reka bæjar- félagið áfram þurfa allir þeir óvissuþættir sem til staðar eru að falla með okkur. Og verðum við þá að selja þær eignir sem eftir eru? Við þurfum að selja skulda- bréfið í HS Orku, og við verðum að selja einhvern hlut okkar í HS Veitum ef mögulegt er. Við höfum þegar selt landareignina á Reykja- nesi, til greiðslu á helmingi þess fjármagns tekjuskatts sem mynd- aðist við umdeilda sölu á Hitaveitu Suðurnesja. Það sem verra er – við eigum líka eftir að borga landið sem búið er að selja! Áfram skuld- um við þó um það bil 900 milljónir af fjármagnstekjuskattinum. Á undanförnum árum hefur hall- að undan fæti, um leið og frétt- ir hafa borist af stöðugt vaxandi skuldum bæjarsjóðs. Þær skuldir og skuldbindingar námu á síðasta ári tæpum 29 milljörðum króna, eða 395% af tekjum bæjarsjóðs. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega þessar skuldir þó ekki nema hærri upphæð en 150% af tekjum bæjarsjóðs eða um það bil ellefu milljörðum króna. Það þarf því samkvæmt reikningum bæjar- sjóðs að spara um það bil 9 millj- arða á næstu árum. Við þurfum að spara, um leið og við tryggjum rekstrarhæfi bæjarins til fram- tíðar. Reykjanesbær og Eftirlitsnefndin Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda hrunsins sýnir okkur að flestar þær upp- lýsingar sem þurfti til að forð- ast hrunið lágu fyrir. Lærdómur- inn hlýtur að vera sá að enginn er eyland þegar að opinberri umsýslu kemur. Þeim upplýsingum sem fyrir liggja á að deila með þeim hagsmunaaðilum sem hlut að eiga. Í tilfelli Reykjanesbæjar eru það íbúar bæjarins sem nú eiga rétt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Þeim upplýsingum ráða eftirlitsnefndin og bæjarstjórn nú yfir. Það getur varla talist boð- legt nú þegar ljóst er að erfiðleik- ar steðja að að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Það gildir ekki lengur að segja „Ykkur kemur þetta ekki við“ því það erum við íbúarnir sem þó borgum brúsann ef illa fer. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitar félaga hefur nú um langt skeið kallað eftir upplýsingum um stöðu bæjarsjóðs Reykjanes bæjar. „Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjár- stjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum“. Það hefur eftirlitsnefndin þegar gert. Nærvera nefndarinnar vekur því spurningar um hver hin raun- verulega staða er. Hvort fjárstjórn sveitarfélagsins hafi verið í sam- ræmi við ákvæði sveitarstjórn- arlaganna, og/ eða hvort fjármál sveitarfélagsins stefni í óefni? Er ekki kominn tími til að útskýra stöðuna. Að endi verði bundinn á þá óvissu sem misvís- andi fréttaflutningur um stöðuna veldur. Að bæjarstjórn og eftir- litsnefndin sameiginlega útskýri hver sýn þerra er hvað framtíð bæjarins varðar. Íbúafundur boð- aður af þessum aðilum væri góður vettvangur til þess. Með slíkum fundi væri svarað kröfum um aukið íbúalýðræði og gegnsæi í stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins, um leið og óvissunni yrði eytt. Menn gætu snúið sér að því að leysa vandann, í stað þess að deila um hver hann er. Er ekki kominn tími til að menn útskýri stöðuna? Virkjanir Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna Fjármál Hannes Friðriksson varabæjarfulltrúi Samfylkingar í Reykjanesbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.