Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 8. desember 2011 65 Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt leikkonuna Kristen Stewart þá gróða- vænlegustu í kvikmynda- bransanum. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu en formúla Forbes er ákaf- lega einföld; útreikningarn- ir byggjast einfaldlega á því hversu miklum gróða kvik- mynd stjörnunnar skilar miðað við laun hennar. Og þá er útkoman engin geimvísindi, Twilight-kvik- myndirnar hafa malað gull án þess að leikararnir hafi verið á svimandi háum launum. Fyrir hvern doll- ara sem Stewart fær greidd- an þénar mynd hennar rúm- lega 55 dollara. Sem verður að teljast ágætis fjárfest- ing. Unnusti hennar, Robert Pattinson, verður að gera sér þriðja sætið að góðu, fyrir hvern dollara sem hann fær greiddan þénar mynd hans að meðaltali 39 dollara. Patt- inson hefur auðvitað reynt fyrir sér í öðrum kvikmynd- um utan Twilight sem draga þessa upphæð örlítið niður. Í öðru sæti á lista Forbes er leikkonan Anne Hathaway sem halar inn 45 dollara á hvern dollara. Meðal ann- arra nafntogaðra leikara á listanum má nefna Dani- el Radcliffe, Matt Damon og Robert Downey en Downey var eini leik- arinn yfir þrítugu sem komst á þennan lista. Forbes tók líka saman þá leikara sem taldir eru skila minnstum gróða og þar trón- ir Drew Barrymore í efsta sæti. Eddie Murphy fylgir svo fast á eftir. Leikkonan hæfileikaríka Scarlett Johansson segist alls ekki sjá eftir því að hafa gifst Ryan Reynolds, þrátt fyrir að hjónabandið hafi bara enst í tvö ár. Hún segir að ákvörðunin um að giftast Rey- nolds sé mögulega sú besta sem hún hafi tekið um ævina. „Ég hef mikla trú á því að þegar manni líður eins og eitt- hvað sé rétt, eigi maður bara að láta vaða,“ var haft eftir leik- konunni í viðtali við tímaritið Cosmopolitan. Hún sagði við sama tækifæri að hún hefði verið heppin að giftast manni sem var alveg eins og hún hafði gert sér í hugarlund. „En við höfðum bæði svo mikið að gera og eyddum svo litlum tíma saman. Að halda hjónabandi gangandi er nánast eins og að hugsa um lifandi veru. Ég gerði mér ekki grein fyrir hæðunum og lægðunum og var ekki tilbúin að leggja í það alla vinnuna sem til þurfti.“ Leikkonan átti í stuttu sam- bandi við Sean Penn eftir skiln- aðinn og hefur viðurkennt að hún heillist mjög af mönnum sem eru ævintýragjarnir og örlítið hættulegir. Sér ekki eftir hjónabandi SKILIN Johansson og Reynolds voru af mörgum talin eitt fallegasta par Hollywood, en þau skildu fyrir ári. Breska hljómsveitin Coldplay lenti í vandræðum á tónleikum sínum í London á þriðjudags- kvöld. Sveitin tróð upp á 500 manna klúbbi, Dingwalls, en þar voru einir af fyrstu tónleikum þeirra haldnir árið 1998. Ókeypis var inn á tónleikana fyrir heppna aðdáendur sveitarinnar. Coldplay hefur nær eingöngu troðið upp á íþróttaleikvöngum síðustu ár og því voru mikil við- brigði fyrir liðsmenn sveitarinnar að koma fram á Dingwalls. Chris Martin og félagar gerðu nokkr- ar misheppnaðar tilraunir til að hefja tónleikana áður en það á endanum tókst. Allt fór þó vel að lokum og aðdáendurnir fengu að heyra öll bestu lög sveitarinnar og eitt jólalag í bónus. Tróðu upp á litlum klúbbi COLDPLAY Chris Martin og félagar sneru aftur í ræturnar á þriðjudagskvöldið. NORDICPHOTOS/GETTY Stewart gróðavænlegust FJÁRFESTING Kristen Stewart er góð fjárfesting ef marka má lista Forbes. Það er unnusti hennar einnig, Robert Pattinson, og Anne Hathaway.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.