Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 16
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR16 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 BYLTING Í ÞÆGINDUM Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er. Stöð 2 Netfrelsi gerir þér kleift að horfa á eftirlætis þættina þína í tölvunni, farsímanum eða spjald- tölvunni – þegar þér hentar. TÖLVASNJALLSÍMI SPJALDTÖLVA Nýjung fyrir áskrifendur Stöðvar 2 Allt uppáhaldsefnið þitt, innlent og erlent er aðgengilegt í tvær vikur eftir frumsýningu. Farðu inn á stöð2.is, veldu Netfrelsi, skráðu þig og byrjaðu að horfa - en hver þáttur kostar aðeins 30 Stöðvar 2 punkta fyrstu tvo mánuðina. Nýttu þér Stöð 2 Netfrelsi – hvar og hvenær sem er! MENNING Ný átta mínútna löng ljósasýning prýðir nú glerhjúpinn utan um tónlistarhúsið Hörpu. Glerhjúpurinn og ljósasýningarnar eru eftir Ólaf Elíasson listamann. Ljósin í gler- hjúpnum voru fyrst tendruð á Menningarnótt, 21. ágúst, sem hluti af opnunarferli hússins. Lýsingin var þá útfærð til samræmis við birt- una og sólsetrið í ágúst. Nýja ljósasýningin er hins vegar með mun sterkari ljósum en sú sem frumsýnd var á Menningarnótt. Ljósadíóður í margvíslegum litum og með breytilegum styrk eru í öllum glerhjúpnum. Ólafur hefur hannað margar uppraðanir á ljósunum og mun sú næsta prýða hjúpinn ein- hvern tímann eftir áramót. Því verður hjúp- urinn síbreytilegur. - þeb Ný ljósasýning Ólafs Elíassonar hefur verið sett upp í skammdeginu: Tilkomumikil ljósasýning Hörpu LITADÝRÐ Harpa er óneitanlega tilkomumikil í skammdeginu og litadýrðin bæði í glerhjúpnum og jólaskreytingum er mikil. Bætt var í ljósastyrkinn í hjúpnum í skammdeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að berja tólf ára dreng í höfuðið. Drengurinn fékk heilahristing við höggið. Hópur drengja hafði verið að leik fyrir utan íbúðarhúsnæði mannsins. Hann bar að „óþekkt- arpésar“ hefðu verið að kasta snjóboltum í gluggana. Hann hefði farið út og náð til eins drengsins, sem hafði dottið á hlaupunum. Við skýrslutöku var manninum bent á að bannað væri að berja fólk á Íslandi. Hann kvaðst ekki hafa vitað það en í sínu heimalandi væru óþekktarormar hýddir með beltum og þess háttar. - jss Dæmdur á skilorð: Barði tólf ára dreng í höfuðið STJÓRNSÝSLA Iðnaðarráðuneytið hefur góða yfirsýn yfir þá skuldbindandi samninga sem gerðir hafa verið við aðila sem tekið hafa að sér verkefni gegn greiðslum úr ríkissjóði. Þetta er mat Ríkisendurskoð- unar á úttekt sinni á ráðuneyt- unum og þeim gildandi þjón- ustusamningum sem gerðir hafa verið. Mat á iðnaðarráðuneytinu er það fyrsta sem Ríkisendurskoð- un birtir. Talið er að ráðuneytið hafi jafnframt góða yfirsýn yfir samningana og verklag við yfir- ferð þeirra sé í föstum skorð- um. Hins vegar þurfi að skjal- festa verklagsreglur þess vegna samningamála. - sv Iðnaðarráðuneyti stendur vel: Góð yfirsýn yfir samninga EFNAHAGSMÁL Bæjarráð Ísafjarð- ar fagnar frumvarpi um jöfnun flutningskostnaðar, sem efna- hags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir svæðisbundinni jöfnun flutn- ingskostnaðar og á að styðja við framleiðslu og atvinnuuppbygg- ingu á landsbyggðinni. Flutnings- kostnaður fyrirtækja mun því lækka um tíu til tuttugu prósent ef frumvarpið verður að lögum. Ráðið segir að það muni hafa veruleg jákvæð áhrif á sam- keppnisstöðu fyrirtækja og ein- staklinga á Vestfjörðum. Jöfnun flutningskostnaðar hafi verið eitt helsta baráttumál sveitarstjórna á landsbyggðinni um árabil. - þeb Frumvarp mun hafa góð áhrif: Sátt við jöfnun kostnaðar LÖGREGLUMÁL Rannsóknarlögregl- an á Akureyri hefur lokið rann- sókn sinni á máli sem upp kom þegar starfsmaður sundlaugar var kærður fyrir að taka myndir með farsíma í búningsklefa kvenna í sundlauginni. Málið hefur verið sent til ákæruvaldsins. Manninum, sem starfaði í sund- lauginni í Varmahlíð í Skagafirði, var sagt upp störfum þegar grun- ur vaknaði um myndatökur hans. Málið var kært í síðasta mánuði og eftir að lögreglan á Sauðár- króki hafði tekið skýrslu af mann- inum var það sent til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. - jss Lögreglurannsókn lokið: Mál sundlaug- arvarðarins til ákæruvaldsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.