Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 76
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR60 bio@frettabladid.is > BOURNE HEFÐI RÚSTAÐ FERLINUM Matt Damon vandar handritshöfund- inum Tony Gilroy ekki kveðjurn- ar og segir að Gilroy hefði lokið leik ef handrit hans að þriðju myndinni um Jason Bourne, Bourne Ultimatum, hefði verið notað. „En ég skil Gilroy, hann tók bara sína peninga og fór.” Handrit Gilroy var síðan endurskrif- að nánast frá grunni. Daniel Craig hefur lofað því að Bond-myndin Skyfall verði betri en Quantum of Solace, síðasta Bond-mynd leikarans. Craig hefur verið ansi stóryrtur í viðtölum að undanförnu og sagði meðal annars Kard- ashian-fjölskylduna vera heimska. Hann dró því ekkert undan þegar hann var spurður um Quantum of Solace en myndin olli talsverð- um vonbrigðum eftir að Casino Royale hafði hleypt Bond-myndunum aftur á skeið. Verkfall handritshöfunda setti stórt strik í reikninginn og þegar tökur hófust var handritið bara hálfgerð beina- grind. „Við gátum ekkert gert, allir höfundar voru í verkfalli. Þetta er eitt af því sem þú vilt aldrei lenda í,“ segir Craig sem endaði á því að skrifa nokkrar senur sjálfur ásamt leikstjór- anum Marc Forster. „Trúðu mér, ég er enginn handritshöfundur.“ Hann upplýsir jafnframt að myndin hafi orðið að mun meiri framhaldsmynd en hún átti að verða í upphafi. Þess vegna hafi til að mynda verið ákveðið að hvíla Quantum-söguþráðinn í Skyfall en glæpasamtökin umsvifamiklu komu við sögu í hinum mynd- unum tveimur. „Það skiptir mig miklu máli að gera alltaf betur næst,“ segir Craig sem lofar einnig samstarfið við leikstjórann Sam Mendes. „Hann er alinn upp við James Bond eins og ég. Og við vorum yfirleitt alltaf á sama máli um eftirminnileg atriði úr gömlum Bond-mynd- um,“ segir Craig sem verður næst hægt að sjá í Karlar sem hata konur eftir David Fincher um þessi jól. - fgg Lofar betri Bond LÆTUR AÐ SÉR KVEÐA Daniel Craig dregur ekkert undan í viðtölum um þessar mundir og lofar því að Skyfall verði betri en Quantum of Solace. Þriðja myndin um Alvin og íkorn- ana verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa slegið í gegn og að þessu sinni eru íkorn- arnir óstýrilátu og eigandi þeirra á ferðalagi á skemmtiferðaskipi. Að sjálfsögðu eru íkornarnir dugleg- ir að koma sér klandur og áður en þeir vita af eru þeir fastir á eyði- eyju. Þeir reyndar komast fljótt á snoðir um að eyjan er ekki alveg jafn mann- eða íkornalaus eins og þeir höfðu gert ráð fyrir. Það er Jason Lee sem leikur Dave, hinn ólánsama eiganda íkornanna þriggja, en meðal þeirra sem tala inn á myndina eru Justin Long og Christina Applegate. Eins og kemur fram hér að framan verður kvikmyndin Mission Impossible: Ghost Proto- col frumsýnd um helgina. Mynd- in skartar Tom Cruise í hlutverki Ethans Hawke en meðal annarra leikara má nefna Simon Pegg og Jeremy Renner úr The Hurt Locker og The Town og Michael Nyqvist sem margir kannast við úr sænska Mill enium-þríleiknum. Þrátt fyrir að mikil leynd hafi hvílt yfir söguþræðinum segir myndin frá því þegar sérdeild- inni er lokað eftir að hún er grun- uð um sprengjutilræði í Moskvu. Hunt og félagar verða því að leita allra ráða til að hreinsa mannorð sitt áður en það er um seinan. - fgg Talandi íkornar slá í gegn ÍKORNARNIR ÞRÍR Hinir talandi íkornar hafa slegið í gegn og nú rekur þriðju myndina um þessa grallara á fjörur landsins. Tom Cruise er stærsta kvik- myndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurð- um eftir væmna ástarjátn- ingu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræða- legar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Proto- col er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undan- förnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stór- kostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimm- tugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auð- ævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merki- lega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reynd- ar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileika- ríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnileg- asta hlutverki sínu á hvíta tjald- inu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skip- ið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is Drukkið úr Cruise í 30 ár Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pict- ures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnað- aráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífs- ins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúreka- myndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal ann- ars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg FRESTAÐ Paradísarmissi með Bradley Cooper hefur verið frestað um óákveð- inn tíma en kynþokkafyllsti maður heims átti að leika sjálfan Lúsifer. Paradísarmissi slegið á frest 250 200 150 100 50 0 m ill jó ni r d ol la ra 176 23 63 172 59 180 132 133 76 158 215 234 M is si on : I m po ss ib le II I Kn ig ht a nd D ay En dl es s Lo ve Ri sk y Bu is ne ss 19 81 19 83 19 88 19 92 20 06 20 10 19 96 20 02 Ra in M an Fa r a nd a w ay M is si on : I m po ss ib le M in or ity re po rt 1986 1993 2000 2005 Top Gun The Firm Mission: Impossible II War of the worlds Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.