Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 70
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR54 Á rið sem síðasta bindi Borgarættarinnar kom út, 1914, fædd- ist þeim Franziscu sonur. Val á nafni olli þeim engum heila- brotum, drengurinn var skírður Gunnar Gunnarsson, sá sjötti í óslit- inni röð karlmanna allt frá Skíða- Gunnari sem fæddur var árið 1760. Gunnar yngsti fæddist í Char- lottenlund 28. maí, að Prinsesse Alexandrines Allé 4. Þangað fluttu ungu hjónin skömmu áður og voru nú komin í nágrenni við vini sína, Jóhann Sigurjónsson og Ingeborgu. Gunnar virðist dauðfeginn að vera sloppinn úr miðborg Kaup- mannahafnar, laus við bóhemlífið, óvissu í peningamálum, kæruleysi og drykkfellda kunningja. Líf borg- arans sem margir vina hans fyrir- litu svo innilega þótti Gunnari eftirsóknarvert; á virðulegu og vel búnu heimili gafst honum vinnu- friður og skyldan við fjölskylduna varð honum brýning til að standa sig á þeirri braut sem hann hafði valið sér. Gunnar skrifaði af innri þörf, kannski skrifaði hann líka vegna þess að hann vildi gera þjóð sinni eitthvert gagn, eins og hann sagði í bréfinu til Sumarliða og áður var vitnað til, en nú hafði hann eina ástæðu enn til að skrifa og hún var knýjandi: hann hafði fyrir fjöl- skyldu að sjá og skrifin voru leið hans til þess. Öryggi fjölskyldunnar kærkomið Sumt af skáldskap Gunnars næstu árin ber keim af þessu. Smásög- ur og greinar sem birtust á víð og dreif í tímaritum eru skrifað- ar beinlínis til þess að eiga fyrir salti í grautinn eða húsaleigu. Engin ástæða er til að gera lítið úr þessu, skyldan við fjölskylduna varð til þess að Gunnar tamdi sér þann sjálfsaga sem er rithöfund- um nauðsynlegur. Og þótt smásög- urnar yrðu sumar til vegna þess að Gunnar var búinn að lofa rit- stjóra svo og svo langri sögu á til- teknum tíma urðu nokkrar þeirra með því besta sem Gunnar skrifaði og sjálft meistaraverkið, Aðventa, á upphaf sitt í slíkri pöntun. Lífsviðhorf Gunnars um þessar mundir er þvert á þær tískuskoð- anir bóhemanna sem hann lýsti í eftirmælum sínum um Jóhann Sig- urjónsson. Á hinn bóginn er það algerlega í takt við þær hugmyndir um stöðu og skyldur karlmannsins sem borgarastéttin um alla Evrópu og Norður-Ameríku hafði mótað með sér. Kjarninn í þessari hug- myndafræði og frumskylda hvers þess karlmanns sem vildi ávinna sér virðingu jafningja sinna og þar með samfélagsins var ræktun skap- gerðar eða „karakters“. Hlutverk hins borgaralega karlmanns var tvíþætt, hann átti að vinna fyrir fjölskylduna úti í samfélaginu og vera ábyrgur faðir og höfuð fjöl- skyldunnar inni á heimilinu. [...] Öryggið virðist hafa verið Gunnari kærkomið og skyldur þær sem karlmenn borgarastéttarinn- ar tókust á herðar innan fjölskyld- unnar og fyrir fjölskylduna voru honum alls ekki íþyngjandi. Þær voru forsenda þess að ná árangri og viðurkenningu í samfélaginu og um leið viðurkenning þess að menn væru alvöru karlmenn, til- búnir að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum. Í hinu borgaralega samfélagi var hjónabandið og föð- urhlutverkið endanleg staðfesting þess að menn væru sannir karl- menn. Aðeins þeir sem voru efna- hagslega sjálfstæðir voru þess megnugir og verðugir að eignast fjölskyldu og heimili. Byrjaði hvern dag á sjóbaði Heimilislíf þeirra Franziscu var eftir öllum sólarmerkjum að dæma farsælt á þessum fyrstu árum og á samband þeirra bar engan skugga. Gunnar geislar af heilbrigði og atorku í bréfum sínum. Skömmu eftir fæðingu Gunnars yngri skrif- ar hann séra Sigurði og lýsir hvers- degi sínum í Charlottenlund. Hann lifir reglusömu lífi, vinnur mikið en byrjar hvern dag á sjóbaði við ströndina. Þá kom sér vel að kunna sundtökin. Sumarið áður en Gunnar fór utan hafði hann kennt sjálfum sér að synda í Vesturdalsánni þar sem hún rennur við túnið hjá Ljóts- stöðum. Í austfirskum sumarhitum volgnar áin þannig að hæglega má synda í henni. Í bréfinu er líka lýs- ing á heimilisbragnum fyrstu dag- ana eftir að Gunnar yngri kom í heiminn en Franzisca kom hart niður eftir fæðinguna sem var erfið og lauk með því að þurfti að svæfa hana og taka drenginn með töng- um: „Meðan hún var veik sá jeg sjálfur um húsið, matargerð alla, – já og skipti á stráknum og þvoði honum og er hreykinn af.“ Einhverjum kann að þykja þetta óvenjuleg lýsing á karlmanni í upp- hafi tuttugustu aldar en hugmynd- ir okkar um fortíðina eru stundum nokkuð einlitar. Rannsóknir kynja- fræðinga og sagnfræðinga á þátt- töku feðra í heimilishaldi á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu sýna að þeir tóku meiri þátt í uppeldi og umönnun barna en síðar varð. Þetta átti ekki síst við um karlmenn í borgarastétt sem margir hverjir sameinuðu vinnu og heimilislíf með því að vinna á eða nálægt heimili sínu. Þetta gátu til dæmis læknar, lögfræðingar og listamenn gert og tekið þannig virkan þátt í uppeldi barna sinna. Aldrei hamingjusamari Sennilega voru þau Gunnar og Franzisca aldrei hamingjusam- ari í hjónabandinu en þessi fyrstu ár og áhyggjulaus um flesta hluti. Sonurinn ungi, sem snemma fór að ganga undir gælunafninu „Gut“, Guttinn, dafnaði líka vel. Gunn- ar skrifaði séra Sigurði í október 1915 þegar hann hafði nýlokið við Ströndina, þá skáldsögu sem hann skrifaði næst á eftir Sögu Borgar- ættarinnar: Okkur líður vel öllum saman, – erum heilbrigð og ánægð; en það mun Sigga hafa sagt þér [Sigríð- ur dóttir Sigurðar var nýkomin að utan]. Gunnar litli þrífst og blómg- ast, – með hverjum degi þykir manni vænna og vænna um svona hnokka, þó manni frá fyrstu hafi fundist, að manni gæti ekki þótt vænna um hann. Vart er víst til hreinni gleði, en gleðin yfir börn- unum – varla innilegri hamingja. Og maður er svo lánsamur, að geta gleymt með köflum, hvað „allt heimslán er valt“. Og gæti maður ekki gleymt því, sæi maður aldrei sól lífsins – því lífið á sól í ríkum mæli. Samband Gunnars við heimil- ið á Ljótsstöðum var orðið gott og fyrrihluta árs 1914 skrifar faðir hans honum óvenjumörg bréf og glaðleg. Fæðing sonarsonarins, Gunnars sjötta Gunnarssonar, var honum greinilega mikið gleðiefni, hann spyr eftir honum í hverju bréfi og þráspyr son sinn um það hvenær strákurinn eigi að fá að sjá föðurlandið og afa sinn. Gunn- ar Helgi gleðst yfir velgengni son- arins en er ekki orðinn fyllilega sannfærður um að hann geti boðið fjölskyldu sinni upp á sæmilegt líf með ritstörfin ein sem tekjulind. Í janúar 1914 skrifar hann Gunnari og býðst til þess að koma honum að sem ritstjóra Lögbergs vestur í Ameríku en Stefán Björnsson rit- stjóri blaðsins hugðist flytjast heim til Íslands um sumarið. Svar Gunn- ars við þessu tilboði er ekki varð- veitt fremur en önnur bréf frá þess- um tíma en fátt hefði líklega verið fjær honum þegar hér var komið en að gefast upp á draumnum um að verða höfundur að atvinnu. Staða Gunnars sem fjölskyldu- föður náði fljótt út fyrir veggi heimilis þeirra Franziscu og þess var ekki langt að bíða að hann yxi föður sínum yfir höfuð í flest- um efnum. Smátt og smátt verður hann eins konar höfuð fjölskyld- unnar bæði í Kaupmannahöfn og heima í Vopnafirði. Árið 1915 kom Þórunn systir hans til Danmerk- ur og starfaði sem þjónustustúlka á heimilum vel stæðra Dana og á sjúkrahúsum næstu árin, allt þar til hún giftist danska verkfræð- ingnum Viggo Rasmussen. Gunnar var Tótu systur sinni innan handar um dvöl hennar í Danmörku og var ávallt boðinn og búinn að aðstoða yngri systkini sín. Sigurður bróðir hans var á Akureyri í skóla vetur- inn 1915–16 með stuðningi Gunnars og með þeim tókst gott samband. Gunnar varð til dæmis fyrstur til að frétta trúlofun hans í bréfi veturinn 1915. Millifyrirsagnir eru blaðsins Eiginkona og einkasonur eru ungum manni mikill fjársjóður Gunnar Gunnarsson háði langa baráttu fyrir viðurkenningu í dönsku bókmenntalífi sem ungur maður. Þegar fyrsta skáldsaga hans var tekin til útgáfu 1912 notaði hann fyrirframgreiðsluna til að giftast unnustu sinni, Franziscu Jørgensen. Árin sem fóru í hönd voru líklega þau hamingjuríkustu í lífi hans eins og lýst er í nýútkominni ævisögu Gunnars eftir Jón Yngva Jóhannsson. FEÐGAR Gunnar fimmti og Gunnar sjötti á ljósmyndastofu. Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR Gunnar og Franzisca með Gunnar yngri í Charlottenlund sumarið 1915. Gunnar blómstraði í hlutverki fjölskylduföðurins í friðsælu úthverfi en umhverfis hann stóð heimurinn í björtu báli heimsstyrjaldarinnar. Gunnar Gunnarsson var einn mest lesni íslenski rithöfundurinn á 20. öld. Líf hans var markað mótsögnum: „Hann var friðarsinni en studdi þó forystumenn hugmyndafræði sem kallaði yfir heiminn blóðugt stríð og skipulagða útrýmingu milljóna manna. Hann var mikill fjöl- skyldumaður – samt átti hann í eldheitu ástarsambandi við aðra konu og eignaðist með henni barn. Hann seldi fleiri bækur í Evrópu en nokkur annar íslenskur höfundur á sínum tíma en yfirgaf meginlandið til að gerast bóndi í íslenskri sveit,” eins og segir í umfjöllun Forlagsins um ævisöguna Landnám. Höfundur hennar, Jón Yngvi Jóhannsson, byggir bók sína á umfangsmikilli könnun heimilda um Gunnar, fyrst og fremst íslenskra og danskra, en einnig rann- sakar hann samskipti Gunnars við þýskan bókmenntaheim og þýsk yfirvöld í bókinni sem er tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Jón Yngvi nam bókmenntafræði í Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur gagnrýnt bækur í sjónvarpi, blöðum og tímaritum, haldið fjölda fyrirlestra og kennt bókmenntir við Háskóla Íslands. Hann er einn af höfundum Íslenskrar bókmennta- sögu (IV og V, 2006) þar sem hann skrifar um bókmenntir og stjórnmál á fjórða áratug tuttugustu aldar og íslenska skáldsagnagerð frá 1970 til samtímans. TILNEFND TIL BÓKMENNTAVERÐLAUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.