Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 22
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR22 Þjóðarleiðtogum tókst ekki að ná bindandi samkomu- lagi um samdrátt í gróður- húsalofttegundum um síð- ustu helgi. Þótt vilji standi til samkomulags síðar fækkar í ríkjahópi Kyoto- bókunarinnar. Ljóst þykir að markmið um að halda hlýnun jarðar innan 2°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu nást ekki. Gengið hefur verið út frá því að aðgerðir í loftslagsmálum miði við að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 2°C yfir því sem var fyrir iðn- byltingu. Um þetta hefur ríkt sátt, að mestu, og viðræður alþjóða- samfélagsins hafa miðað við að ná þessu markmiði. Eftir loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi þykir ljóst að trauðla muni þau markmið nást. Líkt og Fréttablaðið greindi frá náðust ekki lagalega bindandi samningar í Durban. Það er baga- legt þar sem Kyoto-bókunin rennur út á næsta ári. Samningar náðust hins vegar um að ná samkomulagi fyrir árið 2015, en áhrifa þess á ekki að gæta fyrr en árið 2020. Að einhverju leyti er það skref fram á við að ríkin hafi sammælst um að ná samkomulagi. Að það eigi hins vegar ekki að hafa áhrif fyrr en 2020 er áhyggjuefni. 2°C eru efri mörkin Mikil bjartsýni ríkti fyrir lofts- lagsráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn árið 2009. Náðst hafði sátt um það mat vísindamanna að hlýnun jarð- ar umfram 2°C, miðað við tímann fyrir iðnbyltingu, hefði í för með sér umfangsmikil náttúruspjöll og óafturkræf áhrif á búsetuskilyrði á jörðinni. Niðurstaða Kaupmanna- hafnarfundarins voru því gríðarleg vonbrigði, en þar náðist ekki sam- komulag. Vísindamenn telja að verði ekki gripið strax til ráðstafana verði hækkunin ekki 2°C heldur 3°C. Þess vegna var allt kapp lagt á að ná lagalega bindandi samningi sem fyrst, en nú er ljóst að hann mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi 2020 og enginn veit hvað í honum mun felast. Eyríki heimsins, sem flest hver munu verða fyrir hvað mestum áhrifum af hækkandi yfirborði sjávar, hafa sagt að hlýnun umfram 1,5° hafi skelfileg áhrif á búsetu- skilyrði þar. Þau muni mörg hver hverfa í sæ. Versnandi veðuröfgar Lengi hefur verið deilt um hvort hlýnun jarðar megi rekja til mann- legrar starfsemi eða hvort aðeins sé um reglubundnar sveiflur að ræða. Vísindasamfélagið hefur nú viðurkennt að mannskepnan komi þar að og Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf út að „mjög líklegt“ væri að útblástur gróðurhúsaloft- tegunda hefði haft áhrif á hlýnandi veðurfar. Í skýrslu nefndarinnar kemur einnig skýrt fram að bein tengsl séu á milli hlýnunar jarðar og öfga í veðurfari. Skýrslan kom út í nóvember og þar segir að rekja megi aukna tíðni úrfellis, með til- heyrandi flóðum á sumum svæðum, til hlýnunar jarðar. Þá séu líkur á auknum felli- byljum og vindur muni aukast við sjávarsíðuna. Eyjasamfélög séu sérstaklega viðkvæm fyrir þeim breytingum. Stórborgir séu þó engan veginn undanskildar auk- inni áhættu. „Umfangsmikil þéttbýlismyndun og vöxtur risaborga, sérstaklega í þróunarríkjunum, hefur getið af sér sérstaklega viðkvæm þéttbýlis- samfélög,“ segir í skýrslunni. Bein tengsl voru, í annarri skýrslu, sögð á milli aukinnar tíðni skýfalla og útblásturs gróðurhúsa- lofttegunda, á norðurhveli jarðar. Haldið í hagsmunina Kyoto-bókunin var undirrituð árið 1997 og er í raun einu alþjóðalögin sem í gildi eru um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það hefur hins vegar staðið henni fyrir þrif- um að öflug ríki hafa neitað að gangast undir þær skuldbinding- ar sem þar er að finna. Bandaríkin eru þar fremst í flokki. Bókunin gengur út frá þeirri staðreynd að í sögulegu samhengi hafa iðnríkin mengað langmest og sleppt mestu af gróðurhúsa- lofttegundum út í andrúmsloftið. Því var samþykkt að þeim ríkjum bæri mest skylda til að draga úr útblæstrinum og beðið yrði með slíkar kröfur á hendur þróunar- ríkjunum. Þetta hafa Bandríkin aldrei sætt sig við. Þau hafa ekki sam- þykkt að taka á sig byrðar umfram önnur ríki; eitt skuli yfir öll ríki ganga. Þar hafa hagsmun- ir mengandi iðnaðar löngum verið taldir ráða ferðinni. Ekki hefur síður staðið í Banda- ríkjamönnum að Kína er á meðal þróunarríkjanna. Tilslakanir til þróunarríkja hafa því ekki átt upp á pallborðið vestan hafs. Við það bætist að samþykkt hefur verið að veita þróunarríkjunum stuðning, nokkurs konar bætur fyrir að fara ekki sömu leið og mengunar- og iðnríkin gerðu. Samkvæmt sam- komulaginu í Durban verður um árlegar greiðslur upp á 100 millj- arða Bandaríkjadala að ræða, sem taka gildi árið 2020. Kyoto og hvað svo? Kyoto-bókunin rennur úr gildi á næsta ári. Í Durban var sam- þykkt að bindandi samkomulag, sem taki við af Kyoto, skuli hafa náðst árið 2015. Algjörlega óljóst er hvað það í raun og veru þýðir. Það að ákvæði um samdrátt í útblæstri taki ekki gildi fyrr en árið 2020 er álitið sigur fyrir Bandaríkin. Bókunin náði aldrei að verða sá alheimssáttmáli sem henni var ætlað; ekki síst vegna tregðu Bandaríkjanna. Stór ríki hafa nú sagt sig frá henni og sum hver vísað til þess að hún sé dauð og ómerkur bókstafur á meðan ekki fleiri ríki viðurkenni hana. Ber þar hæst Rússland, Japan og nú síðast Kanada, sem sagði sig frá bókuninni í kjölfar Durban-ráð- stefnunnar. Eftir standa Evrópa, Ástralía og Nýja-Sjáland. Vissulega stór ríki, en samt ekki ábyrg nema fyrir um 16 prósentum af útblæstri gróður- húsalofttegunda. Að auki ýmis þróunarríki, en þau taka ekki á sig skuldbindingar. Eftir stendur að alþjóðasam- félagið hefur enga samræmda stefnu um samdrátt í losun gróður húsalofttegunda. Viðvör- unarbjöllur vísindamanna, um afleiðingar óhefts útblásturs hafa ekki náð eyrum ráðamanna heimsins. Það hefur gjallandi hagsmunaaðila hins vegar gert. FRÉTTASKÝRING: Hlýnun jarðar Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 3 til 4°C Núverandi tillögur um samdrátt 2 °C Hækkun miðað við tímann fyrir iðnbyltingu CO2 og metan gufa upp úr úthöfunum. Sífreri bráðnar. 50% áhætta á að hringrás Atlantshafsins stöðvist. Skrælnuð og hálfskrælnuð landsvæði í Afríku stækka um 5 til 8%. Yfirborð hafsins hækkar um u.þ.b. 1 metra (árið 2100). Hætta á eyðingu ísbreiðunnar á Vestur-Antarktíku (þýðir 3 m hækkun yfirborðs sjávar til langs tíma). 60% hætta á varanlegri bráðnun íshellunnar á Grænlandi. Búist við að öll kornuppskera í Afríku eyðileggist. Jöklar hörfa, sem leiðir til minni vatnsbúskapar á þurrum svæðum Mið- Asíu og Suður-Ameríku. Kóralrif leysast upp vegna súrnunar sjávar og fækkar um allan heim. Hætta á útrýmingu tegunda um allan heim (spár gera ráð fyrir 40 til 70% fækkun). Skógar á norðurhveli sýkjast og deyja. Regnskógarnir í Amazon sýkjast og deyja. Yfirborð sjávar hækkar um u.þ.b. 0,8 m (miðað við 2100). Minnkandi uppskera um allan heim. Súrnun sjávar sem dregur úr fjölgun kóralrifja. Útbreidd bleiking kóralrifja. Eyðing kóralrifja í Indlandshafi. Breyting á tegunda- samsetningu, hætta á útrýmingu. Dauði kóralrifja um allan heim. Samdráttur í framleiðslu sumra korntegunda við miðbaug. Hundruð milljóna í hættu vegna vatnsskorts. Yfirborð sjávar hækkar um u.þ.b. 0,65 m (miðað við 2100). Þurrkar og aukin hætta á útrýmingu tegunda í Amazon. Hætta á útrýmingu jarðargróðurs og dýra. 1,5 °C Hækkun miðað við tímann fyrir iðnbyltingu Gefist upp fyrir hagsmunagæslunni FLÓÐ Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir aukna þéttbýlismyndun með viðkvæmum risastórum borgum bjóða hættunni heim varðandi veðuröfgar. Gríðarleg flóð urðu í Taílandi í haust sem kostuðu fjölda manns lífið og lífsviðurværið. NORDICPHOTOS/AFP Óumflýjanlegt virðist vera að loftslag jarðar hækki um meira en tvær gráður á Celsius, miðað við tímann fyrir iðnbyltingu, eftir niðurstöðu Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna í Durban. Hér má sjá hvaða áhrif mismikil hækkun er talin hafa á lífríki jarðar. HEIMILD: WWW.CLIMATEACTIONTRACKER.ORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.