Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 74
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR58 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það hafa lengi verið til öðruvísi jólalög, til hliðar við þessi hefðbundnu sem hljóma allan daginn í útvarpinu. Margar hljómsveitir sem ekki eru þekktar fyrir jólalega tónlist hafa gert jólalög. Upp í hugann koma til dæmis Santa Dog með The Residents, (We Wish You) A Protein Christmas með The Fall, Christ- mas in Hollis með Run DMC, og auðvitað Jólafeitabolla með Morð- ingjunum. Sumir ganga lengra og gera heilu jólaplöturnar. Sufjan Stevens sendi fyrir nokkrum árum frá sér pakka með jóla- plötum sem ekki væri vitlaust að taka fram og Stafrænn Hákon gaf í fyrra út hina stórskemmtilegu Glussajól. Og svo kemur eitthvað nýtt á hverju ári. Ég get mælt með tveimur öðruvísi jólaplötum sem eru nýkomnar út. Annars vegar er það A Very She and Him Christmas með indídúóinu She and Him og hins vegar EP-platan Atheist Xmas með Gruff Rhys. Þessar tvær plötur eru mjög ólíkar. She and Him syngja ofurljúfar útgáfur af sígildum jólalögum, þ.á.m. Little Saint Nick og Christmas Day eftir Beach Boys og I‘ll Be Home For Christmas og Blue Christ- mas sem Elvis Presley söng meðal annarra. Þetta er bæði ljúft og svalt popp með ósvikinni jólastemningu. Hinn velski Gruff Rhys fer hins vegar töluvert lengra frá jólalaga- hefðinni, eins og hans var von og vísa. Eins og nafnið gefur til kynna er Atheist Xmas jólaplata fyrir þá trúlausu, enda alls ekki allir sem tengja hátíð ljóss og friðar við trúarbrögð. Nöfn laganna gefa hugmynd um innihald textanna: Post-Apocalypse Christmas, Slashed Wrists This Christmas … Þetta er frábær plata hjá Gruff. Þrátt fyrir óvenju- lega texta þá er jólakrydd í útsetningunum og lagasmíðarnar fínar. Tvær öðruvísi jólaplötur SÆTT OG SVALT A Very She and Him Christmas er indíjólaplatan í ár. Florence and the Machine hefur gefið út plötu árs- ins að mati tímaritsins Q. Ceremonials fór beint á toppinn í Bretlandi. Hljómsveitin Florence and the Machine á plötu ársins að mati sér- fræðinga breska tónlistartímarits- ins Q. Hún nefnist Ceremonials og kom út í lok október. Platan fór beint á topp breska breiðskífulistans og fetaði þar með í fótspor forvera síns Lungs sem einnig náði toppsætinu þegar hún kom út árið 2009. Ceremoni- als náði jafnframt sjötta sætinu á Billboard-listanum í Bandaríkjun- um, sem sýnir svart á hvítu vin- sældir hljómsveitarinnar beggja vegna Atlantshafsins um þessar mundir. Florence and the Machine er hugarfóstur hinnar 24 ára Flo- rence Welch. Hún ólst upp í Camber well-hverfinu í suður- hluta London, elst þriggja systk- ina. Fljótt var ljóst hvert stefndi með hana því ung að aldri söng hún hátt og snjallt með lögum Ninu Simone og Dusty Springfield á heimili sínu. Til að virkja sköpunargáfu sína enn frekar fór Welch í listnám en hætti í skólanum til að einbeita sér að tónlistinni. Hún var uppgötvuð þegar hún var að syngja Motown- slagara drukkin inni á salerni á næturklúbbi. Florence and the Machine vann Brit-gagnrýnenda- verðlaunin 2009 sem efnilegasti nýliðinn í Bretlandi og hefur sveit- inni heldur betur vaxið ásmegin síðan þá. Frumburðurinn Lungs fékk flottar móttökur og sér í lagi smáskífulagið vinsæla Dog Days Are Over. Tónlist sveitarinnar er einhvers konar blanda af sálar- og indítónlist með sérlega góðri rödd Welch, eins og gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar fengu að kynnast á tónleikum sveitarinnar í Hafnarhúsinu 2008. Sviðsfram- koma Welch er einnig sérstaklega lífleg. Gagnrýnendur segja Ceremoni- als hafa yfir að ráða stærri og fjöl- breyttari hljómi en Lungs og eins og svo oft áður er Welch líkt við aðra breska söngkonu, Kate Bush. Sjálf segir Welch plötuna hafa að geyma kammersálartónlist, eða blöndu af sálartónlist og kammer- poppi. freyr@frettabladid.is Kammertónlist með sál BESTA PLATAN Florence Welch og hljómsveit hennar eiga plötu ársins að mati tímaritsins Q. NORDICPHOTOS/GETTY Madonna hefur undirritað samning um að gefa út þrjár plötur hjá Interscope Records, undir- fyrirtæki Universal Music Group. Talið er að hún fái eina milljón dollara í sinn hlut fyrir hverja plötu, eða um 120 milljónir króna. Samningur söngkonunnar við Warner Music Group var runninn út en þar hafði hún verið frá því hún hóf feril sinn árið 1982. Ný plata frá Madonnu er væntanleg snemma á næsta ári. Hún hefur að undanförnu verið í hljóðveri með plötusnúðnum Martin Solveig og upptökustjór- anum William Orbit og eru tólf ný lög á teikni- borðinu. Eftir að platan kemur út fer Madonna að sjálf- sögðu í risavaxna tónleikaferð eins og hennar er von og vísa. Fyrirtækið Live Nation Enterta- inment annast skipulagningu hennar eins og undanfarin ár. Milljónasamningur Madonnu NÝR SAMNINGUR Madonna hefur samið við Interscope Records. > PLATA VIKUNNAR Helgi Hrafn Jónsson - Big Spring ★★★★★ „Gríðarlega heillandi plata frá Helga Hrafni, sem verður bara betri og betri.“ - kg > Í SPILARANUM Óskar Axel - Maður í mótun Brother Grass - Brother Grass St. Vincent - Strange Mercy Haukur Morthens - Hátíð í bæ Jónsi - We Bought a Zoo Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 8. - 14. desember 2011 LAGALISTINN Vikuna 8. - 14. desember 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Mugison ............................................................. Kletturinn 2 Gotye / Kimbra ................Somebody I Used To Know 3 Of Monsters And Men .................King and Lionheart 4 Dikta ....................................What Are You Waiting For? 5 Coldplay ................................................................Paradise 6 Hjálmar ..................................................Ég teikna stjörnu 7 Stefán Hilmars./Eyjólfur Kristjáns. .... Þín innsta þrá 8 Amy Winehouse ............................ Our Day Will Come 9 Florence & The Machine ........................... Shake It Out 10 Adele ...........................................................Rumour Has It Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Páll Óskar & Sinfó .............................Páll Óskar & Sinfó 3 KK & Ellen .....................................................................Jólin 4 Stebbi og Eyfi ........................Fleiri notalegar ábreiður 5 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 6 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu 7 Frostrósir ................................................. Frostrósir fagna 8 Cortes feðgar ............................................................Ísland 9 Papar og gestir ................................................... Jameson 10 Ingimar Eydal ................................................Allt fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.