Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 38
38 15. desember 2011 FIMMTUDAGUR Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskyld- una mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömm- ina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hug- mynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viður- kenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athuga- vert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn not- aði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokk- urn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raun- verulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðin- um mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðn- ing þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðin- legt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, mann- eskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolend- um kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kyn- ferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þol- endur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í ein- staklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þess- um byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í sam- félagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð. AF NETINU Stúfur skildi eftir stefnu í skónum mínum Ég á marga vini sem greiddu atkvæði gegn Icesavesamningnum. Á þeim tíma héldu þeir því fram að hættan á því að við yrðum kærð til EFTA dómstólsins væru lítil sem engin. Þegar ég renni yfir vinalistann á facebook sé ég þetta sama fólk halda því fram að málið geti ekki tapast, að ef það tapist geti það ekki leitt til viðbótarkostnaðar, en ef allt fer á versta veg þá getum við einfaldlega neitað að lúta dómnum (væntanlega án þess að það hafi afleiðingar). Ég vona einlæglega að þessir vinir mínir hafi rétt fyrir sér. En í ljósi þess að þeir reyndust ekki sannspáir um hvort við yrðum kærð til EFTA finnst mér að þeir ættu að spara stóru orðin þangað til að niðurstaðan liggur fyrir. Þeir hafa enga vissu fyrir slíkum fullyrðingum, ekki frekar en að ég hafi vissu fyrir því að þetta muni tapast. Þeir vona, ég óttast. Við vitum ekkert um hver niðurstaðan verður. blog.smugan.is/kolbeinn Kolbeinn Stefánsson Þá fyrst frelsar samfélagið þol- endur undan því hlut- verki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Gerendur taki ábyrgð á sjálfum sér Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæð- isins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleið- um svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíða- leiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylt- ing frá því sem áður var. Skíða- fólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sára- litla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíða- leiðum og þar með bæta rekstar- grundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlut- ar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábol- um) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamað- urinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskap- ar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verð- ur ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mann- virki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klett- um. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættu- mestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mik- illi ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæð- inu. Almennt séð eru verstu slys- in þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðing- um. Þeir eru orðnir margir brotn- ir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum. Breytingar í Bláfjöllum Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar land- fógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegn- um Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamt- manni; í auglýsingunni frá Við- eyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jóla- laga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir mikl- ar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðar- sinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sig- urðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrif- aði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslend- inga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlind- ir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslend- ingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævi- saga Skúla, skráð af honum sjálf- um, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort ein- hver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógeta- húsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlæg- ingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi. Skúli 300! Kynferðisofbeldi Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir félagsfræðingur Samfélagsmál Ófeigur Sigurðsson rithöfundur Íþróttir Árni Alfreðsson skíðagæslumaður Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.