Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 46
mér við að fá þessa vinnu. Joseph Corre, annar stofnandi A Child of the Jago, er sonur frú Westwood. Ég var auðvitað bara lærlingur hjá þeim en ég hitti hann nokkr- um sinnum og stóð mig bara vel,“ segir Arnar og ljóst er að kauða hefur litist vel á Arnar. „Þetta er mikið tækifæri þar sem ég þarf að sýna mitt besta og vera á fullu allan tímann. Ég var alveg staðráðinn í því í fyrra- sumar að komast í starfsþjálfun ytra og fór til London án þess að vera með vinnu. Ég hef alltaf fílað A Child of the Jago og sótti því fyrst um vinnu hjá þeim. Þeir sögðu mér að mæta bara og þá hélt ég að ég væri að koma í við- tal en úr varð að sá dagur varð fyrsti starfsdagurinn minn.“ Arnar sinnti þar ýmsum störf- um, saumaði, fór í sendiferðir og vann á skrifstofunni en fékk líka að vinna skapandi starf og hanna, sem var frábær tilfinning að hans sögn. „Þeir kenndu mér mikið, mér var ekki bara hent í eitthvað þar sem enginn skipti sér af.“ Arnar Már fer að vinna að sýningunni sem áætluð er næsta haust á Gold Label-línu Westwo- od. „Ég fer í það að sauma prótó- týpur, sníða og taka upp snið, teikna og bara vinna að þróun línunnar í heild. Sú vinna fer öll fram í London en sýningin verður á tískuvikunni í París.“ Arnar segist hálfpartinn vera með í maganum. Hann sé kominn með vinnu hjá sjálfri Vivienne Westwood án þess að hafa þurft að mæta í viðtal vegna hins góða meðmælabréfs. „Það er skrýt- ið að vera á Íslandi og eiga svo bara að mæta í vinnuna í vor hjá Vivienne Westwood og maður er einhvern veginn þannig að maður krossar bara fingur og vonar að þetta gangi allt eftir.“ juliam@frettabladid.is „Það er skrýtið að vera á Íslandi og eiga svo bara að mæta í vinnuna í vor hjá Vivienne Westwood og maður er ein- hvern veginn þannig að maður krossar bara fingur og vonar að þetta gangi allt eftir.“ Framhald af forsíðu Opnun Pop-up verslunar leikarans John Malkovich fór fram í síðustu viku í París. Þar selur hann herralínu sína „Technobohemian by John Malkovich“. Línan verður fáanleg til 24. desember. Fatnaður Malkovich hefur hingað til einungis fengist í takmörkuðu upplagi í örfáum verslunum um heiminn, en leikarinn hóf að hanna föt árið 2006. Hann lærði búninga- hönnun fyrir leikhús á sínum yngri árum og hefur alltaf haft áhuga á tísku. Við hönnun línunnar naut hann aðstoðar vinar síns, ítalska hönnuðarins Ricardo Rami. Föt Malkovich þykja bæði fáguð og hversdagsleg en þó komi karakter- einkenni leikarans sjálfs einnig fram, það er fágaður en dálítið skrítinn. - rat Lína Malkovich LEIKARANUM OG LEIKSTJÓRANUM JOHN MALKOVICH ER MARGT TIL LISTA LAGT. MEÐAL ANNARS HANNAR HANN FÖT OG OPNAÐI Á DÖGUNUM POP-UP VERSLUN Í PARÍS. John Malkovich við opnun Pop-up verslunar sinnar í París. NORDICPHOTOS/AFP Leikkonan Rooney Mara hefur síðustu mánuði lifað sem hin and- félagslega Lisbeth Salander. Á frumsýningu myndarinnar The Girl with the Dragon Tattoo í vikunni kastaði hún af sér svörtum hamnum og klæddist hvítum blúndukjól frá Givenchy. Menn voru þó sammála um að hún hefði haldið nokkru eftir af gotneskum stíl Salander. VETRARDAGAR! 15% AFSLÁTTUR Í JÓLAGJÖFINNI HENNAR JÓLAGJÖFIN Í ÁR Mikið úrval af hring- og loðtreflum, húfum og vettlingum. Ný sending af tískuskartgripum og hárskrauti. Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, sunnudaga 12-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 40-60. Flott jólaföt fyrir flottar konur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.