Fréttablaðið - 15.12.2011, Page 46
mér við að fá þessa vinnu. Joseph
Corre, annar stofnandi A Child of
the Jago, er sonur frú Westwood.
Ég var auðvitað bara lærlingur
hjá þeim en ég hitti hann nokkr-
um sinnum og stóð mig bara vel,“
segir Arnar og ljóst er að kauða
hefur litist vel á Arnar.
„Þetta er mikið tækifæri þar
sem ég þarf að sýna mitt besta
og vera á fullu allan tímann. Ég
var alveg staðráðinn í því í fyrra-
sumar að komast í starfsþjálfun
ytra og fór til London án þess
að vera með vinnu. Ég hef alltaf
fílað A Child of the Jago og sótti
því fyrst um vinnu hjá þeim. Þeir
sögðu mér að mæta bara og þá
hélt ég að ég væri að koma í við-
tal en úr varð að sá dagur varð
fyrsti starfsdagurinn minn.“
Arnar sinnti þar ýmsum störf-
um, saumaði, fór í sendiferðir
og vann á skrifstofunni en fékk
líka að vinna skapandi starf og
hanna, sem var frábær tilfinning
að hans sögn. „Þeir kenndu mér
mikið, mér var ekki bara hent í
eitthvað þar sem enginn skipti
sér af.“
Arnar Már fer að vinna að
sýningunni sem áætluð er næsta
haust á Gold Label-línu Westwo-
od. „Ég fer í það að sauma prótó-
týpur, sníða og taka upp snið,
teikna og bara vinna að þróun
línunnar í heild. Sú vinna fer öll
fram í London en sýningin verður
á tískuvikunni í París.“
Arnar segist hálfpartinn vera
með í maganum. Hann sé kominn
með vinnu hjá sjálfri Vivienne
Westwood án þess að hafa þurft
að mæta í viðtal vegna hins góða
meðmælabréfs. „Það er skrýt-
ið að vera á Íslandi og eiga svo
bara að mæta í vinnuna í vor hjá
Vivienne Westwood og maður er
einhvern veginn þannig að maður
krossar bara fingur og vonar að
þetta gangi allt eftir.“
juliam@frettabladid.is
„Það er skrýtið að vera á Íslandi og eiga
svo bara að mæta í vinnuna í vor hjá
Vivienne Westwood og maður er ein-
hvern veginn þannig að maður krossar
bara fingur og vonar að þetta gangi allt
eftir.“
Framhald af forsíðu
Opnun Pop-up verslunar leikarans
John Malkovich fór fram í síðustu
viku í París. Þar selur hann herralínu
sína „Technobohemian by John
Malkovich“. Línan verður fáanleg til
24. desember.
Fatnaður Malkovich hefur hingað
til einungis fengist í takmörkuðu
upplagi í örfáum verslunum um
heiminn, en leikarinn hóf að hanna
föt árið 2006. Hann lærði búninga-
hönnun fyrir leikhús á sínum yngri
árum og hefur alltaf haft áhuga á
tísku. Við hönnun línunnar naut
hann aðstoðar vinar síns, ítalska
hönnuðarins Ricardo Rami. Föt
Malkovich þykja bæði fáguð og
hversdagsleg en þó komi karakter-
einkenni leikarans sjálfs einnig fram,
það er fágaður en dálítið skrítinn.
- rat
Lína Malkovich
LEIKARANUM OG LEIKSTJÓRANUM
JOHN MALKOVICH ER MARGT TIL
LISTA LAGT. MEÐAL ANNARS HANNAR
HANN FÖT OG OPNAÐI Á DÖGUNUM
POP-UP VERSLUN Í PARÍS.
John Malkovich við opnun Pop-up
verslunar sinnar í París. NORDICPHOTOS/AFP
Leikkonan Rooney Mara hefur síðustu mánuði lifað sem hin and-
félagslega Lisbeth Salander. Á frumsýningu myndarinnar The Girl with
the Dragon Tattoo í vikunni kastaði hún af sér svörtum hamnum og
klæddist hvítum blúndukjól frá Givenchy. Menn voru þó sammála um
að hún hefði haldið nokkru eftir af gotneskum stíl Salander.
VETRARDAGAR!
15% AFSLÁTTUR
Í JÓLAGJÖFINNI HENNAR
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Mikið úrval af hring-
og loðtreflum, húfum
og vettlingum.
Ný sending af
tískuskartgripum
og hárskrauti.
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16,
sunnudaga 12-16, www.topphusid.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.www.belladonna.is
Flott föt fyrir
flottar konur,
Alltaf
eitthvað
nýtt og
spennandi
Stærðir
40-60.
Flott jólaföt
fyrir flottar konur