Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 12
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR12 SKÓLAMÁL Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekku- bæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæð- um skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjar- skóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skóla- stjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfs- anda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæð- um skólabrag,“ segir í bókun fjöl- skylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfir- lýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir mikl- um vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sér- fræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar. - gar Fjölskylduráð Akraness styður stjórnendur Brekkubæjarskóla til að leysa vanda en bæjarfulltrúi enn ósáttur: Fylgi reglum um starfsanda og góðan skólabrag GENGIÐ Á FÓLKI Heittrúaðir hindúar liggja á jörðinni meðan prestar ganga yfir þá í gervi helgra anda á trúarhátíð í þorpinu Baktarahalli í Andra Pradesh á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP AKUREYRI Slökkt verður á allri götulýsingu í miðbæ Akureyrar næsta föstudagskvöld. Aðalsteinn Árnason, formað- ur Miðbæjarsamtakanna, segir í tilkynningu að markmiðið sé að laða fram hlýlega stemningu sem minni á gamla daga. Miðbærinn verður einungis lýstur upp með kertaljósum og kyndlum og hestamenn verða á ferðinni um göngugötuna á gæðingum sínum. Ljósin á jólatrénu á Ráðhús- torgi munu þó loga en kaup- menn hafa ákveðið að draga úr lýsingu í verslunum sínum eins og frekast er kostur og lýsa þá frekar upp með kertaljósum og jólaseríum. Göngugatan verður lokuð fyrir bílaumferð líkt og vaninn er. - sv Jólastemning í miðbænum: Slökkt verður á götulýsingu BREKKUBÆJARSKÓLI Meirihluti starfs- fólks segist ánægður og fjölskylduráð Akraness styður stjórn Brekkubæjar- skóla. arionbanki.is — 444 7000 Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er Finnur þú ekki réttu gjöfina? Gjafakort Arion banka hentar við öll tækifæri. Hægt er að nota gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka og er án endurgjalds í desember. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 3 janúar á frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 49.900 Netverð á mann, Flugsæti 3 – 17. janúar. Verð kr. 69.900 Netverð á mann, m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum í 14 nætur. Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 2 í studio/ íbúð í 14 nætur. Frá kr. 49.900 Kanarí 3. janúar í 14 nætur HARMLEIKUR Í LIÈGE Fjöldi manns lagði leið sína á morðstaðinn í gær. NORDICPHOTOS/AFP BELGÍA Fjöldi fólks lagði leið sína á torgið Place Saint-Lambert í belg- ísku borginni Liege í gær, marg- ir með blóm til að minnast þeirra sem létust í árásinni á þriðjudag. Rúmlega þrítugur maður myrti þar að minnsta kosti þrjár mann- eskjur og særði á annað hundrað manns áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Áður en hann framdi þetta voðaverk hafði hann myrt konu á fimmtugsaldri skammt frá árásar- staðnum í húsnæði, sem hann virð- ist hafa notað til að rækta kanna- bisplöntur. „Þetta var ræstingakona,“ sagði Daniele Reynders, saksóknari í Liège. „Svona mætti hún honum í gærmorgun. Hún deyr, skotin með byssukúlu í höfuðið.“ Að sögn belgísku lögreglunnar létust tveir unglingspiltar í árás- inni, annar 15 ára og hinn 17 ára, báðir nýkomnir úr prófi. Einnig lést tæplega tveggja ára gamalt barn af sárum sínum og 75 ára gömul kona, sem áður var sögð látin, var í gær sögð liggja milli heims og helju á sjúkrahúsi. Henni var samt ekki hugað líf. Nokkrir aðrir eru á gjörgæslu, þar á meðal tvítugur piltur sem tvísýnt er um. Alls voru 123 særðir eftir árás- ina og 40 í viðbót fengu áfallahjálp. Amrani hélt í hádeginu á þriðju- daginn vopnaður handsprengjum og skotvopnum upp á þak á lág- reistri byggingu þar sem hann hafði góða yfirsýn yfir strætis- vagnabiðstöð. Hann kastaði að minnsta kosti þremur hand- sprengjum áður en hann hóf skot- hríð, en svipti sig síðan lífi. „Bana- mein hans var skot í mitt ennið,“ sagði Reynders saksóknari. „Hann skildi ekki eftir nein skilaboð til að útskýra verknað- inn.“ gudsteinn@frettabladid.is Drap ræstinga- konuna fyrst Fjöldamorðinginn Amrani myrti ræstingakonu sína áður en hann hélt vopnaður sprengjum og byssum á torg í Liège. Átti glæpaferil að baki en hvorki sögu um geðtruflanir né tengsl við hryðjuverkasamtök. Nordine Amrani var 33 ára þegar hann skaut sjálfan sig á þriðjudag eftir að hafa myrt að minnsta kosti fjórar manneskjur og sært á annað hundrað manns. Hann hélt að heiman um hádegisbil þennan dag með bakpoka fullan af handsprengjum, skammbyssu og léttan riffil og kom sér fyrir á þaki lágreistrar byggingar ofan við strætisvagnabiðstöð á einu fjölfarnasta torgi borgarinnar. Síðan tók hann til við að varpa sprengjum á fólk og skjóta. Amrani var lærður logsuðumaður, fæddur árið 1978 í Belgíu en af marokkóskum uppruna. Hann komst snemma í kast við lögin, hafði meðal annars hlotið dóm árið 2003. Hann er sagður hafa átt það til að beita ofbeldi og hótunum. Hann er sagður hafa verið mikill áhugamaður um skotvopn en átti ekki í neinum samskiptum við hryðjuverkasamtök svo vitað sé. Hann átti heldur ekki að baki neina sögu um geðtruflanir. Hann var hins vegar dæmdur glæpamaður, hafði hlotið fimm ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir að rækta kannabis og vera með ólögleg vopn í fórum sínum. Við húsleit heima hjá honum höfðu fundist 10 byssur ásamt 9.500 byssupörtum. Hann er sagður hafa smíðað hljóðdeyfa sjálfur. Honum var sleppt úr fangelsi í haust en átti að mæta í yfirheyrslu hjá lög- reglu, að því er virðist fyrir léttvægt brot, klukkutíma eftir að hann tók upp sprengjur sínar og vopn um hádegisbil á þriðjudaginn. Belgískir fjölmiðlar hafa það eftir lögmanni að hann hafi óttast að vera settur í gæsluvarðhald. Annað er ekki vitað um hugsanlegt tilefni morðæðisins. Komst snemma í kast við lögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.