Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 2
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR2 FANGELSISMÁL Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftir liti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglu- lega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökkla- band allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyr- irtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklaband- ið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsis- málastofnunar. Afleiðingin er ein- föld: viðkomandi fer aftur í fang- elsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að aga- brotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dval- ið hafa á Vernd, öðru áfangaheim- ili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýr- ir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnu- stað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkni- efna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugs- að þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferð- ina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunar- úrræði. ERLENDUR S. BALDURSSON AFRBROTAFRÆÐINGUR Gunnar, varstu farinn að tala suður-pólsku? „Nei, ég hafði bara pólskipti.“ Gunnar Egilsson jeppamaður kom í fyrrinótt heim frá suðurpólnum úr sinni þriðju ferð. Gunnar afþakkaði boð um að taka þátt í hátíðar- höldum Norðmanna sem minntust þess í gær að ein öld er síðan Roald Amundsen braust á pólinn fyrstur manna. Gunnar er búinn að fá nóg af suðurpólnum. NOREGUR Fimm þúsund fleiri verða atvinnulausir í Noregi á næsta ári en á þessu ári. Þessu spáir norska vinnumála- og velferðarstofnunin. Gert er ráð fyrir að þetta komi verst niður á geirum eins og samgöngum, ferðamennsku og framleiðslu. Mestu munar um fjármálaerfiðleika innan Evrópu- sambandsins. Stofnunin spáir því hins vegar jafnframt að fjöldi starfa muni verða til á næsta ári og árið 2013. Þá muni atvinnulausum fækka á ný frá og með árinu 2013. - þeb Spá því að störfum fjölgi: Fleiri atvinnu- lausir í Noregi SKÓLAMÁL Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær nöfn á sex nýja sameinaða leikskóla og grunnskóla. Sameinaður leikskóli Holta- borgar og Sunnuborgar fær nafnið Langholt. Nafn nýja skólans dreg- ur nafn af bænum Syðra-Langholti sem stóð þar nærri sem Langholts- kirkja var reist, en leikskólinn er einmitt þar í holtinu. Sameinaður leikskóli Baróns- borgar, Lindarborgar og Njálsborg- ar fær nafnið Miðborg sem þykir lýsandi fyrir staðsetninguna. Sameinaður leikskóli, grunn- skóli og frístundaheimili í Ártúnsholti fær nafnið Ártúns- skóli líkt og grunnskólinn hét áður. Sameinaður grunnskóli Álfta- mýrarskóla og Hvassaleitisskóla fær nafnið Háaleitisskóli. Sameinaður grunnskóli Borga- skóla og Engjaskóla fær nafnið Vættaskóli, enda stendur hann í næsta nágrenni við hinar friðlýstu Vættaborgir í næsta nágrenni skólanna. Starfsstöðv- arnar tvær munu ganga undir nöfnunum Borgir og Engi. Sameinaður Korpu- og Víkur- skóli fær nafnið Kelduskóli og dregur nafn af örnefnum í næsta nágrenni. Starfsstöðvarnar tvær munu ganga undir nöfnunum Vík og Korpa. - shá Sex sameinaðir leik- og grunnskólar í Reykjavík fá ný nöfn: Ný nöfn með boðskap og sögu FRÁ „HVASSALEITISSKÓLA“ Hvassaleitis- skóli og Álftamýrarskóli fá sameinaðir nafnið Háaleitisskóli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK „Ágóðinn hefði nú kannski verið meiri ef ég hefði ekki þurft að sigla til Þorlákshafnar og keyra austur í Landeyjahöfn,“ segir Ingimar Heiðar Georgsson, kaupmaður í Vöruvali í Vestmannaeyj- um, sem selur nú pokaðan sand úr Landeyjahöfn. „Hugmyndin kviknaði í kjölfar sífelldrar umræðu hér í bænum um Landeyjahöfn. Þar hafa auðvitað verið vandræði með sandinn og þess vegna fannst mér þetta upplagt. Hér hefur verið frost og mikil hálka og ekki til hálkusalt þannig að þetta gæti orðið svakalegt sprotafyrirtæki,“ segir Ingimar. „Svo átti ég erindi upp á land í síðustu viku, renndi austur eftir og setti nokkur hundruð kíló í fólksbílinn minn. Í vikunni hef ég þurrkað sandinn svo þetta sé nú frambærileg vara en ekki mígandi blautt og leiðinlegt.“ Ingimar er búinn að pakka í rúmlega hundrað eins til eins og hálfs kílóa poka og selur þá á 500 krónur kílóið. Pokarnir hafa rokið út og Ingimar á enn nóg af sandi eftir sem hann getur útbúið til sölu. „Þetta er nú gert í gamni en öllu gamni fylgir einhver alvara,“ segir Ingimar, sem hyggst láta ágóðann renna til Siglingamálastofnunar. „Þeir gætu þá kannski notað þær krónur til að gera endurbætur á höfninni.“ - sh Alvara fylgir gamni hjá hugvitssömum kaupmanni í Vestmannaeyjum: Sandur úr Landeyjahöfn rýkur út VINSÆLL SANDUR Ingimar í Vöruvali hefur nostrað við sandinn í vikunni til að geta boðið frambærilega vöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SAMFÉLAGSMÁL Gefinn hefur verið út nýr diskur með öllum útgáfum af laginu Hjálpum þeim. Auk þess fylgir DVD-diskur með myndbönd- um við lagið. Liðin eru 26 ár frá því að lagið kom fyrst út hér á landi, en það hefur frá upphafi verið tengt fjár- öflun til neyðaraðstoðar. Allur ágóði af sölu disksins nú mun renna til neyðaraðstoðar á hungur- svæðum Austur-Afríku á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Lagið var gefið út fyrst árið 1985 og svo aftur árið 2005. Í ár bættist við útgáfa af laginu á ensku. - þeb Allar útgáfur á einum diski: Hjálpum þeim kemur út á ný Búa átta fanga undir að bera ökklaband Átta fangar sem dvelja nú á Vernd fá að afplána eftirstöðvar refsinga heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. Það felst í því að menn ganga með ökklaband allan sólarhringinn. Forstjóri Fangelsismálastofnunar prófaði að ganga með bandið. ÖKKLABANDIÐ Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sýnir ökklaband. Bandið sem notað verður hjá Fangelsismálastofnun verður örlítið minna í sniðum en það sem sýnt er á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur fallist á að maður á fertugsaldri, sem grunaður er um gróf kyn- ferðisbrot gegn ellefu ára dóttur sinni, sæti gæsluvarðhaldi til 6. janúar vegna almannahagsmuna. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Akranesi. Brotin eru talin hafa verið ítrekuð og alvar- leg. Segir í greinargerð lögreglu að stúlkan hafi gefið ítarlega skýrslu í Barnahúsi og lýst brotunum „með óhugnanlega nákvæm- um hætti“ og „með orðfæri sem hæpið verður að telja að 11 ára gamalt barn hafi á takteinum“. Þá segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn „hafi ekki látið staðar numið gagnvart henni og undirbúi að brjóta gegn henni með enn alvarlegri hætti“. - sh Áfram inni vegna barnaníðs: Undirbjó enn alvarlegri brot í ísinn 500 ml rjómi 3 stk. eggjarauður 2 stk. egg 130 g sykur Vanilludropar Þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið vel saman eggjarauður, egg og sykur. Blandið saman við rjómann og bragðbætið með vanilludropum. Setjið í form og frystið. Þú getur einnig bætt uppáhaldssælgætinu þínu við blönduna. SPURNING DAGSINS UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra fundaði í gær með Riad Malki, palest- ínskum starfsbróður sínum, og ræddi meðal annars við hann um samskipti landanna tveggja og leiðir til að endurvekja friðar ferlið fyrir botni Miðjarð- arhafs. Umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum og stuðn- ingur Íslands við hana kom einnig til tals, en ráðherrarnir tveir munu halda sameiginlegan blaðamannafund um hana í dag. Þar verður einnig tilkynnt um upptöku stjórnmálasambands á milli ríkjanna. Heimsókn Malki til Íslands hófst í gær og mun hann flytja opinn fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands í Norræna hús- inu klukkan 14.45 í dag. - sh Utanríkisráðherrar funduðu: Ræddu sam- skipti ríkjanna KÁTIR Vel fór á með þeim Össuri og Malki á fundinum í utanríkisráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Herjólfur í Landeyjahöfn Herjólfur siglir aðeins tvær ferðir í Landeyjahöfn í dag vegna þess að unnið er að dýpkun í höfninni. Á föstudag er vonast til þess að hægt verði að sigla fjórar ferðir í Landeyja- höfn. SAMGÖNGURNíu buðu í Akranesstrætó Tilboð í strætóleiðina Akranes-Mos- fellsbær voru opnuð í gær. Níu tilboð bárust til Strætó bs. og voru Hópbílar í Hafnarfirði með langlægsta tilboðið, 45,8 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var 45,7 milljónir. Næstu tilboð voru um 20 milljónum hærri. SAMGÖNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.