Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 52
15. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● hátíðarmatur Jólamaturinn víða um heim er alls ólíkur því sem við þekkjum hérlendis. Mexíkóbúar borða saltfisk og Ástralar sumarsalöt. Frakkar snæða gjarnan svokallaða „Le Reveillon“, eins konar jólarúl- lutertu, eftir jólamiðnæturmessu ár hvert. Með henni er sterk hefð fyrir því að drekka kampavín. Kakan er fyllt með smjörkremi en metnaðurinn liggur ekki síst í því að útbúa kökuna þannig að hún líkist sem mest trjádrumbi. Gæsa- og andalifur, „foie gras“, er þá einnig vinsæll jólaréttur í Frakklandi, sem og ostrur, reykt- ur lax og crepes-pönnukökur. Aðalrétturinn er gjarnan gæs með fyllingu þar sem kastaníuhnetur eru í aðalhlutverki. Öllu sunnar á hnettinum, í Ástralíu, er ekki óalgengt að jóla- maturinn sé grillaður utandyra enda hásumar þegar jólahátíðin stendur yfir. Köld skinka er vin- sæl í heitu veðri og grillmaturinn er afar fjölbreyttur, lamba-, svína- og nautakjöt ásamt alls kyns létt- ari hráefni; rækjum, kjúklingi og sjávarréttum. Þá eru garðpartí með óformlegu borðhaldi algeng. Þó hefur færst í vöxt að Ástralar útbúi hátíðarkalkún. Algengara er að ekki sé brugð- ið út af venjunni með jólaeftirrétt- inn og er marengsbombutertu pav- lova, með rjóma og ferskum ávöxt- um, einn algengasti eftirréttur hátíðarinnar í Ástralíu. Jólamaturinn er sömuleiðis fjöl- breyttur í Mexíkó. Í strandhéruð- um landsins er ekki óalgengt að sjávarréttir séu á boðstólum og er saltfiskur afar vinsæll jólarétt- ur, þar sem og reyndar einnig inn til landsins. Svokallað jólasalat Mexíkóbúa er svo úr sykurrófum, hnetum, káli og ávöxtum. - jma Hátíðarréttir um víða veröld Pavlova er aðaleftirréttur jóla í Ástralíu. Frakkar reyna að láta jólakökuna sína líkjast mest trjádrumbi. Kampavín er gjarnan drukkið með kökunni. Saltfiskur er vinsæll jólaréttur í Mexíkó. ● SMJÖRSTEIKTIR SVEPPIR MEÐ STEINSELJU ERU ÓMÓTSTÆÐILEGIR MEÐ FLESTUM JÓLAMAT ● FRÍSKANDI EFTIRRÉTTUR Eftir saðsama hátíðarmáltíð er gott að fá ís með frískandi berjasósu í magann. Hindberja- íssósa er einföld en býr samt yfir hátíðarbragði og ekki spillir bleikrauði liturinn fyrir. Setjið 200 g af hindberjum, 50 g af sykri og sítrónusafa í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Sigtið og berið fram ýmist volga eða kalda með vanilluís. 500 g sveppir 2 hvítlauksgeirar 75 g smjör 2-3 timíangreinar salt pipar söxuð steinselja Skerið sveppina í helminga og saxið hvítlaukinn smátt. Bræðið smjörið á pönnu. Setjið svepp- ina, hvítlaukinn og tímíanið á pönnuna, malið pipar yfir og látið krauma við meðalhita í 6-8 mínútur, eða þar til svepp- irnir eru gullinbrúnir. Saltið eftir smekk. Saxið steinseljuna, stráið meirihlutanum af henni yfir, hrærið og látið krauma í 1-2 mínútur í viðbót. Hellið sveppun- um á disk og stráið afganginum af steinseljunni yfir. 0,-Pottur 7 2, l ítrar 6.49 Panna 28cm 6.490,- TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.