Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 52
15. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● hátíðarmatur
Jólamaturinn víða um heim er
alls ólíkur því sem við þekkjum
hérlendis. Mexíkóbúar borða
saltfisk og Ástralar sumarsalöt.
Frakkar snæða gjarnan svokallaða
„Le Reveillon“, eins konar jólarúl-
lutertu, eftir jólamiðnæturmessu
ár hvert. Með henni er sterk hefð
fyrir því að drekka kampavín.
Kakan er fyllt með smjörkremi
en metnaðurinn liggur ekki síst í
því að útbúa kökuna þannig að hún
líkist sem mest trjádrumbi.
Gæsa- og andalifur, „foie gras“,
er þá einnig vinsæll jólaréttur í
Frakklandi, sem og ostrur, reykt-
ur lax og crepes-pönnukökur.
Aðalrétturinn er gjarnan gæs með
fyllingu þar sem kastaníuhnetur
eru í aðalhlutverki.
Öllu sunnar á hnettinum, í
Ástralíu, er ekki óalgengt að jóla-
maturinn sé grillaður utandyra
enda hásumar þegar jólahátíðin
stendur yfir. Köld skinka er vin-
sæl í heitu veðri og grillmaturinn
er afar fjölbreyttur, lamba-, svína-
og nautakjöt ásamt alls kyns létt-
ari hráefni; rækjum, kjúklingi og
sjávarréttum. Þá eru garðpartí
með óformlegu borðhaldi algeng.
Þó hefur færst í vöxt að Ástralar
útbúi hátíðarkalkún.
Algengara er að ekki sé brugð-
ið út af venjunni með jólaeftirrétt-
inn og er marengsbombutertu pav-
lova, með rjóma og ferskum ávöxt-
um, einn algengasti eftirréttur
hátíðarinnar í Ástralíu.
Jólamaturinn er sömuleiðis fjöl-
breyttur í Mexíkó. Í strandhéruð-
um landsins er ekki óalgengt að
sjávarréttir séu á boðstólum og
er saltfiskur afar vinsæll jólarétt-
ur, þar sem og reyndar einnig inn
til landsins. Svokallað jólasalat
Mexíkóbúa er svo úr sykurrófum,
hnetum, káli og ávöxtum. - jma
Hátíðarréttir
um víða veröld
Pavlova er aðaleftirréttur jóla í Ástralíu.
Frakkar reyna að láta jólakökuna sína
líkjast mest trjádrumbi. Kampavín er
gjarnan drukkið með kökunni.
Saltfiskur er vinsæll jólaréttur í Mexíkó.
● SMJÖRSTEIKTIR SVEPPIR MEÐ STEINSELJU ERU
ÓMÓTSTÆÐILEGIR MEÐ FLESTUM JÓLAMAT
● FRÍSKANDI EFTIRRÉTTUR
Eftir saðsama hátíðarmáltíð er gott að
fá ís með frískandi berjasósu í magann.
Hindberja-
íssósa er
einföld en
býr samt yfir
hátíðarbragði
og ekki spillir
bleikrauði
liturinn
fyrir. Setjið
200 g af
hindberjum,
50 g af sykri
og sítrónusafa í pott og sjóðið í nokkrar
mínútur. Sigtið og berið fram ýmist volga
eða kalda með vanilluís.
500 g sveppir
2 hvítlauksgeirar
75 g smjör
2-3 timíangreinar
salt
pipar
söxuð steinselja
Skerið sveppina í helminga og
saxið hvítlaukinn smátt. Bræðið
smjörið á pönnu. Setjið svepp-
ina, hvítlaukinn og tímíanið á
pönnuna, malið pipar yfir og
látið krauma við meðalhita í
6-8 mínútur, eða þar til svepp-
irnir eru gullinbrúnir. Saltið eftir
smekk. Saxið steinseljuna, stráið
meirihlutanum af henni yfir,
hrærið og látið krauma í 1-2
mínútur í viðbót. Hellið sveppun-
um á disk og stráið afganginum
af steinseljunni yfir.
0,-Pottur 7 2, l ítrar 6.49
Panna 28cm 6.490,-
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP