Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 44
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR44 Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Alfreð Sigurlaugur Konráðsson (Silli) frá Hrísey, Kirkjuvegi 14, Dalvík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á heimsforeldra UNICEF. Valdís Þorsteinsdóttir Þórdís Alfreðsdóttir Steingrímur Sigurðsson Konráð Alfreðsson Agnes Guðnadóttir Sigurður Alfreðsson Sólborg Friðbjörnsdóttir Sigurjón Alfreðsson Margrét Kristmannsdóttir Blængur Alfreðsson Þórdís Þorvaldsdóttir Kristín Alfreðsdóttir Ásgeir Stefánsson afabörn og langafabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórður Þórðarson vélstjóri, Lautasmára 24, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. desember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 19. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Neista, styrktarfélag hjartveikra barna. Guðbjörg Pétursdóttir Pétur Heiðar Þórðarson Jónína Eyja Þórðardóttir Björn Björnsson Jón Árni Þórðarson Þórdís Jóhannsdóttir Barbara Hafey Þórðardóttir Guðmundur Hannesson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og fósturfaðir, Erlingur Ingvason byggingatæknifræðingur, Stóragerði 11, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi eftir hetju- lega baráttu við veikindi mánudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða Heimahlynningu Landspítalans. Birna Róbertsdóttir Sveinn Erlingsson Christina Krebs Soffía Erlingsdóttir Hildur Erlingsdóttir Ástþór Helgason Adam Freyr, Þóranna Vala, Kristófer Helgi Helga Clara Magnúsdóttir Gísli Jónsson Sandra Karen Magnúsdóttir Alexander Róbert Magnússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sonja Schmidt Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem lést 10. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. desember kl. 13.00. Gylfi H. S. Gunnarsson Geir H. Gunnarsson Hólmfríður Gunnarsdóttir Guðmundur B. Sigurgeirsson Sigríður S. Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Valdimarsson frá Teigi í Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. desember kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Sóltúns, s. 590 6000. Sólveig Einarsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Árþóra Ágústsdóttir Erla Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Rolf Eliassen Einar Gunnarsson Dóra Lúðvíksdóttir barnabörn og langafabörn Útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, Málfríðar Erlu Konráðsdóttur hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug. Guðlaug Konráðsdóttir Guðmundur Konráðsson Guðmunda Andrésdóttir Guðrún Valgerður Konráð Bryndís Svavar Guðlaug Rúna Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Ég er náttúrulega mjög stolt og mér finnst ég vera að upplifa nýja byrj- un, næstum eins og þessi tuttugu ár á undan hafi bara verið undirbúning- ur og nú taki alvaran við. En fyrst ég er með svona miklar yfirlýsingar má líka gerast dramatískur og hugsa hvort þetta verði ekki bara síðasta bókin mín,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rit- höfundur. Elísabet fagnar 20 ára rit- höfundarafmæli sínu um þessar mund- ir með því að senda frá sér bókina Kattahirðir í Trékyllisvík, sem jafn- framt er átjánda bók höfundar. „Nýja bókin er ferðasaga og lík- lega um níutíu ljóð. Ég lagði sem sagt í ferðalag norður, eða var réttara sagt send þangað af bróður mínum, sem borgaði meira að segja fyrir mig farið, eins og hvern annan krakka í sveit. Ég átti að passa ketti, sem er auðvitað út í hött því maður passar ekki ketti. En ég fékk fljótlega á tilfinninguna að í raun hefði einhver annað sent mig með eitthvert annað erindi og ferðasagan er um það.“ Elísabet kom fyrst á Strandir sext- án ára gömul og var heilan vetur á Seljanesi, þar sem hún orti meðal ann- ars sitt fyrsta ljóð og er það í bókinni. „Að fara þangað aftur var svolítið eins og ferð aftur í tímann og ég fjalla um hvernig það var að vera þarna sext- án ára gömul, þegar ég var að byrja að vera skáld. Það var strax sterkur sjálfstæður þráður í mér að skrifa, mér finnst það ofboðslega gaman og það gerir mig hamingjusama. Fyrstu almennilegu ljóðin mín urðu til þarna á Ströndum og sum þeirra er enn verið að kenna í bókum.“ Hún bætir við að mörg ljóðin í nýju bókinni séu náttúru- ljóð. „Ég var eiginlega hálf miður mín að vera að yrkja náttúruljóð – hvað ég væri að gera að yrkja eitthvað svona gamaldags. En það er einmitt það sem er svo stórkostlegt. Það er hægt að yrkja um svan sem flýgur framhjá fjalli og náttúran fyrir norðan var eins og að vera í hringekju; á sem streym- ir, bátur, kría fyrir ofan, maður og traktor. En svona er þetta, við skáldin sem eigum að vera frjáls þurfum líka að berjast við eigin fordóma um hvað við ætlum að skrifa.“ Elísabet segir helstu breytinguna frá því að hún byrjaði að skrifa vera þá að hún hafi meiri trú, meira sjálfstraust og fleiri verkfæri í dag. „Það er líka skrýt- ið að sjá að ég er á ákveðinni leið og er að fara í gegnum ákveðið samhengi. Til dæmis hét fyrsta ljóðabókin mín Dans í lokuðu herbergi og svo undanfarin tvö ár hef ég skrifað um konu sem býr í lokuðu herbergi. Þetta herbergi getur bæði táknað frelsi, þar sem maður þarf að fá frið og loka sig af en svo getur maður stíflast og lokast inni.“ Elísabet mun að venju selja nýju bókina í Melabúðinni og einnig verður hún til sölu í Eymundsson í miðbænum, Sunnlenska og Kaupfélaginu í Norður- firði. Elísabet er reyndar líka að passa hunda þessi jólin þannig að hún verður ekki eins mikið á ferðinni, en hægt er að senda henni tölvupóst á ellastina@ hotmail.com. „Fólk getur líka bankað upp á ef það er ljós í glugganum. Ann- ars hlakka ég bara til jólanna og vona að sem flestir gefi mér jólapakka.“ juliam@frettabladid.is ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR RITHÖFUNDUR: FAGNAR 20 ÁRA RITHÖFUNDARAFMÆLI Meiri trú og fleiri verkfæri HERBERT GUÐMUNDSSON tónlistarmaður er 58 ára í dag. „Hið slæma vill skemma, brjóta og eyðileggja líf fólks. Það góða vill rétta okkur hjálparhönd við að blómstra.“ 58 Merkisatburðir 1888 Glímufélagið Ármann er stofnað. 1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er tekið í notkun. Þar eru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga. 1953 Þverárvirkjun er fyrst gangsett. 1979 Davíð Scheving Thorsteinsson kaupir bjór í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli en er meinað að taka hann með sér. 2004 Íslenska ríkið festir kaup á tíu þúsund skopteikningum eftir Sigmund sem áður höfðu birst í Morgunblaðinu. SEND Í SVEIT Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur var send norður á land til að passa ketti og úr varð ný bók. Hún segist fljótt hafa komist að því að maður passar ekki ketti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.