Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 16

Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 16
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR Leon Panetta, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að fórnir bandarískra hermanna í Írak hefðu orðið til þess að nú væri landið komið á braut lýðræðis, í ávarpi sem hann flutti í Írak í gær þegar hernaði Bandaríkjanna þar lauk formlega, nærri níu árum eftir að hann hófst. Stríðið hefur kostað um 150 þúsund manns lífið, þar af 4.500 bandaríska hermenn og um það bil hundrað þúsund almenna borgara í Írak. Heimamenn taka nú formlega við stjórn öryggismála í landinu, þrátt fyrir efasemdir margra um að her og lögregla landsins ráði við verkefnið. Í byrjun vikunnar kom Nouri al- Maliki, forsætisráðherra Íraks, í heimsókn til Bandaríkjanna í til- efni þessara tímamóta. Í máli bæði hans og Baracks Obama Banda- ríkjaforseta gætti verulegrar bjart- sýni á framtíð Íraks undir stjórn al- Malikis. Í kosningabaráttunni, áður en Obama tók við embætti for- seta, sagði hann Íraksstríðið vera „heimskulegt stríð“ og lofaði ítrekað að draga Bandaríkin út úr þeim stríðsrekstri svo Banda- ríkjaher gæti frekar einbeitt sér að Afganistan. „Það verða erfiðleikar,“ sagði Obama um þær horfur, sem nú blasa við Írökum. „Og ég held að forsætis- ráðherrann verði fyrstur manna til að viðurkenna þessa erfiðleika. Margir þeirra eru reyndar efna- hagslegir. Eftir margra ára stríð, og þar á undan hrottalega harð- stjórn, mun það taka tíma að byggja upp borgaralegt samfélag, stofnan- ir verslunar og viðskipta og frjálsa markaðarins, þannig að hinir stór- kostlegu möguleikar írösku þjóðar- innar fái að njóta sín til fulls. En ég efast ekki um að Írökum getur tek- ist þetta.“ Bandaríkjastjórn hefur lofað Írökum víðtæku samstarfi næstu árin til að hjálpa til við uppbygg- inguna, meðal annars bæði í við- skiptasamstarfi og hernaðarsam- starfi. Þúsundir Bandaríkjamanna verða því áfram í landinu, við mis- miklar vinsældir heimamanna. Meðal annars ætlar bandaríska öryggisfyrirtækið Blackwater, sem nú heitir reyndar Academi, að sækja um ný verkefni í Írak þrátt fyrir þá hörmungaslóð sem voðaverk starfs- manna þess í Írak undanfarin ár skildu eftir sig. Vandamálin eru þó engan veginn bara efnahagsleg. Innanlands getur liðið langur tími þangað til þjóð- in hefur jafnað sig á átökunum og ástandið í nágrannaríkjunum getur hæglega kippt fótunum undan þeirri þróun í átt til lýðræðis og betri lífs- kjara, sem Obama og Maliki boða. Meirihluti Íraka er súnní-mús- Birting samkvæmt 6. grein tilskipunar Evrópuþingsins nr. 2001/24/EC og ráðs um endurskipulagningu og slit lánastofnana. (2011/C 159/10) SKILYRÐI VEGNA ANGLO IRISH BANK CORPORATION LIMITED OG IRISH NATIONWIDE BUILDING SOCIETY SAMKVÆMT 50. LIÐ STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLA LÁNASTOFNANA FRÁ 2010. Þann 7. Apríl 2011 setti fjármálaráðherra Írlands („ráðherra“) fram skilyrði („skilyrðin“) vegna bæði Anglo Irish Bank Corporation Limited („Anglo“) og Irish Nationwide Building Society („INBS“) samkvæmt 50. lið stöðugleikasáttmála lánastofnana frá árinu 2010 („stöðugleikasáttmáli“): 1. Anglo skuli samkvæmt þeim: 1.1. fylgja lokaáætlun um stöðvun reksturs á ákveðnum skrifstofum Anglo í Hinu sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands og útibúum Anglo í Vín, Düsseldorf og Jersey; 1.2. fylgja lokaáætlun vegna ráðstöfunar þess hluta Anglo sem snýr að auðstýringu; 1.3. fylgja lokaáætlun vegna öflunar eigna INBS og/eða samruna Anglo og INBS; og 1.4. setja fram, í samvinnu við INBS og NTMA og, háð samþykki NTMA, fylgja lokaáætlun um endurskipulagningu og aðgerðaráætlun fyrir Anglo og INBS byggða á sameinaðri endurskipulagningar- og aðgerðaráætlun fyrir Anglo og INBS sem lögð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þann 31. janúar 2011 (með fyrirvara um breytingar á nokkurri þeirri áætlun samkvæmt vilja og samþykki framkvæmdastjórnar ESB); og 2. INBS skuli samkvæmt þeim: 2.1. fylgja lokaáætlun vegna öflunar Anglo á eignum INBS og/eða samruna Anglo og INBS; og 2.2. setja fram, í samvinnu við Anglo og NTMA og, háð samþykki NTMA, fylgja lokaáætlun um endurskipulagningu og aðgerðaráætlun byggða á sameinaðri endurskipulagningar- og aðgerðaráætlun fyrir Anglo og INBS sem lögð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þann 31. janúar 2011 (með fyrirvara um breytingar á nokkurri þeirri áætlun samkvæmt vilja og samþykki framkvæmdastjórnar ESB), (sameiginlega, lýsa „skilyrðin“); 3. því að framsetning þeirra er liður í endurskipulagningu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins nr. 2001/24/EC og leiðtogaráðs hins 4. apríl 2001 (CIWUD tilskipunin) og reglum Evrópubandalaganna frá 2011 varðandi endurskipulagningu og slit lánastofnana (2011 reglurnar) og, því samkvæmt, gilda samkvæmt CIWUD tilskipuninni, 2011 reglunum og stöðugleikasáttmálanum, þar með talið en ekki takmarkað við lið 61 sáttmálans; og 4. því að skilyrði þessi taki gildi nú þegar. Samkvæmt lið 63 í stöðugleikasáttmálans geta þeir einstaklingar sem verða fyrir áhrifum vegna skilyrða þessa sótt um leyfi til Hæstaréttar Írlands, Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi, til að sækjast eftir endurskoðun dómstóla vegna ákvörðunar samkvæmt stöðugleikasáttmálanum sem tengjast þessum skilyrðum, innan 14 daga frá því ákvörðunin er tilkynnt viðkomandi, eða viðkomandi fær vitneskju um ákvörðunina á einhvern annan hátt. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Bandaríkjaher fer frá Írak Stríðinu í Írak lokið Bandaríkjaher hefur formlega lokið stríðsrekstri sínum í Írak, tæpum níu árum eftir að hann hófst. Írakar ætla sjálfir að taka við öryggismálum en Bandaríkin lofa samt víðtæku samstarfi áfram, bæði í efnahags- og hernaðarmálum. límar sem flestir búa miðsvæðis í landinu, en um þriðjungur íbúanna er sjía-múslímar sem einkum búa í suðvesturhluta landsins. Í norð- urhlutanum búa svo Kúrdar, sem helst vilja stofna sjálfstætt ríki með Kúrdum í suðvesturhluta Tyrk- lands. Undanfarinn áratug hefur ekki bara geisað stríð herskárra heima- manna við innrásarherinn heldur börðust innlendir hópar sín á milli í harðvítugri borgarastyrjöld, með mismiklum stuðningi frá öðrum löndum. Grimmileg átök, einkum milli sjía og súnnía, urðu til þess að í hverfum þar sem áður bjuggu jafnt súnníar sem sjíar eru nú nánast ein- göngu sjíar eða eingöngu súnníar búsettir. Bandaríkjamenn hafa samt meiri áhyggjur af nágrannaríkinu Íran, sem er stjórnað af sjía-múslímum og gæti notfært sér tengslin við sjía- múslíma í Írak. Maliki forsætisráðherra er sjálf- ur sjía-múslími en hefur sýnt lítinn áhuga á afskiptum Írana heldur lagt áherslu á sjálfstæði Íraks. Maliki hefur sömuleiðis sýnt var- kárni í ummælum sínum um annað nágrannaland, Sýrland, þar sem borgarastyrjöld gæti verið í upp- siglingu. Hann hefur ekki viljað krefjast afsagnar Bashers al-Assad forseta, en hefur tekið þátt í refsi- aðgerðum Arababandalagsins og fordæmt dráp á mótmælendum. þúsund látnir íraskir 9.537 bandarískir 4.483 breskir 179 annarra þjóða 139 Almennir borgarar 103.891-113.510 Uppreisnarmenn 26.000 (áætlað) Hermenn Mannfall Frá því að stríðið í Írak hófst með innrás Bandaríkjanna árið 2003 hafa Bandaríkjamenn varið meira en 800 milljörðum dala í stríðsreksturinn. Auk Bandaríkjanna hafa tugir ríkja tekið þátt í hernaðinum í Írak undanfarin tæp níu ár, og munar þar mest um Breta sem sendu 45 þúsund hermenn strax í upphafi. Síðustu bresku hermennirnir fóru frá Írak í maí á þessu ári. Meira en 150 þúsund manns hafa látið lífið vegna átakanna, og er yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra almennir borgarar. 800 milljarðar dala í stríðsreksturinn Fjöldi bandarískra hermanna og stríðskostnaður Bandaríkjanna Fjöldi hermanna í þúsundum Mars 2003 Innrás Bandaríkjanna hefst. Hermenn: 192.000 Maí Bush forseti segir meiri háttar átökum lokið. 146.000 Okt. 2007 Fjölgun hermanna nær hámarki: 170.000 Jan. 2009 Obama tekur við og lofar að fækka hermönnum Ágúst 2010 Síðustu bardaga- sveitirnar fara frá Írak: 50.000 Nóv. 2011 39.000 skv. beiðni HEIMILD: GRAPHIC NEWS 53.0 75.9 85.5 101.6 131.2 142.1 95.5 71.3 51.0 17.7 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 200 milljarðar bandaríkjadala 150 100 50 200 150 100 50 N O R D IC PH O TO S/A FP FORMLEG STRÍÐS- LOKAATHÖFN BANDA- RÍKJAHERS Í BAGDAD Heimamenn taka nú alfarið við öryggisgæslu í landinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.