Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 28
28 16. desember 2011 FÖSTUDAGUR Framsóknarflokkurinn fagnar 95 ára afmæli í dag sem elsti starf- andi stjórnmálaflokkur landsins. Hann var stofnaður á Alþingi hinn 16. desember 1916 og hefur síðan orðið að fjöldahreyfingu yfir tólf þúsund félagsmanna á öllu landinu. Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinn- ar, samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust fyrir almennum framför- um og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag. Saga Framsóknarflokksins er samofin framfarasögu Íslands á 20. öldinni. Hvort sem litið er til velferðarmála, uppbyggingar menntunar fyrir alla landsmenn, almannatrygginga eða nýsköpunar og eflingar atvinnulífs, þar hefur Framsóknarflokkurinn komið við sögu síðastliðin 95 ár. Þetta er saga sem framsóknarmenn eru stoltir af að tilheyra og vilja berjast fyrir að haldi áfram til framtíðar. Fram- sóknarmenn setja manninn og vel- ferð hans í öndvegi og vilja skila hverri kynslóð betra þjóðfélagi, fleiri tækifærum og ríkari menn- ingu. Framsóknarflokkurinn er frjáls- lyndur félagshyggjuflokkur Allt frá upphafi hefur Framsóknar- flokkurinn verið frjálslyndur félagshyggjuflokkur. Það er hann enn og það á hann að vera. Við sem í sameiningu myndum Fram- sókn megum aldrei gleyma að til- gangurinn með baráttunni er fyrst og síðast að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við viljum öll sjá betra samfélag, stéttlaust samfélag sem gleymir ekki þeim sem eiga um sárt að binda eða standa höllum fæti. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, samfélagi þar sem ekki ríkir sundur þykkja eða öfund, samfé- lagi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín en menn eru jafnframt ábyrgir gjörða sinna. Það að vera frjálslyndur miðju- flokkur felur ekki í sér að vera laus við pólitískar skoðanir. Það snýst um að meta hvert mál fyrir sig út frá rökum og staðreyndum en ekki út frá fyrir fram gefinni hugmyndafræði. Því verður svo að fylgja að menn séu tilbúnir að berjast fyrir því sem þeir telja rétt hverju sinni. Flokkur sem kenn- ir sig við hina rökréttu leið verð- ur líka að vera prinsippflokkur, því að ef menn standa ekki fastir á grundvallaratriðum í samtíman- um eru þeir að auka á vanda fram- tíðarinnar. Við eigum að vera tilbúin að samþykkja góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma og alltaf reiðu- búin að ræða kosti og galla ólíkra leiða. Það er hin eiginlega fram- sóknarleið, að nálgast viðfangs- efnin fordómalaust af skynsemi og rökhyggju. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni, fyrrum formanni flokksins, að stefna Framsóknarflokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Framsóknarmenn vilja jákvæð og sterk samskipti við erlend ríki og samskipti Íslands við alþjóða- samfélagið sem best. Þar hefur Ísland mikið fram að færa og tækifærin eru mörg og mikilvæg. Framsóknarmenn vilja að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa um lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar. Okkur ber að hlusta á góðar hugmyndir á málefnalegum grundvelli en ekki dæma þær út frá því hvaðan þær koma. Einungis þannig mun sam- félaginu miða fram á við. Framsóknarstefnan á ætíð fullt erindi við Íslendinga Við lifum á sérstökum tímum í íslenskri sögu, tímum þar sem við okkur blasa bæði ógnir og ómæld tækifæri. En ógnirnar eru smá- vægilegar í samanburði við þau gífurlegu tækifæri sem Íslending- ar standa frammi fyrir, rétt eins og stóð á þegar Framsóknarflokk- urinn var stofnaður, rétt áður en Ísland varð fullvalda ríki og hóf mesta og lengsta framfaratímabil sem þjóðin hefur upplifað. Framsóknarmenn hafa undan- farin tvö ár lagt fram ótal tillögur til lausnar á vandamálum sem að okkur steðja, ekki hvað síst varð- andi efnahagsmál og atvinnumál. Hugleiknust hefur okkur verið staða heimilanna í landinu, skulda- málin. Þau eru brýnasta úrlausnar- efnið. Síðustu tvö ár hafa sýnt svo óhrekjandi er að þær tillögur sem við höfum lagt fram hafa sann- að gildi sitt. Þessar tillögur eru byggðar á hinni skynsömu og rök- föstu framsóknarstefnu, stefnu sem í 95 ár hefur hvað eftir annað verið helsti drifkraftur framfara og upp- byggingar í íslensku samfélagi. Til að kveikja á ný slíka uppbygg- ingu, til að nýta þau ómældu tæki- færi sem Ísland stendur frammi fyrir, þarf framsóknarstefnan að fá hljómgrunn, heyrast hátt og skýrt. Við þurfum stjórnvöld sem efla með íslensku þjóðinni kjark og von. Stjórnvöld sem veita stöð- ugleika og sýn á framtíðina. Það er engin ástæða til að Íslendingar geti ekki nú, eins og áður, fyllst bjart- sýni og von. Og í raun eigum við að hafa meira en von. Við eigum að hafa trú. Óbilandi trú á bjarta framtíð Íslands. Framsóknarflokkurinn var stofn- aður fyrir 95 árum í krafti þeirrar vissu að íslensku þjóðinni væru allir vegir færir. Það á jafn vel við í dag eins og áður. Og við ætlum að standa undir nafni sem framsókn- armenn, við ætlum að vísa veg- inn fram á við, ganga á undan með trú á eigin mátt og bjarta framtíð Íslands að vopni. Kæru framsókn- armenn og góðir Íslendingar: Til hamingju með daginn. Við eigum að vera tilbúin til að sam- þykkja góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma og alltaf reiðubúin til að ræða kosti og galla ólíkra leiða. Framsóknarflokkurinn 95 ára – Bjarta framtíð Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Vissulega er það rétt athugað hjá Kolbeini Óttarssyni Proppé, blaða- manni Fréttablaðsins, að menn ættu heldur að sitja á strák sínum en fullyrða um óorðnar niðurstöð- ur í Icesave-málinu, eins og hann ræddi í dálki sínum Frá degi til dags í blaðinu í gær. Við vitum auðvitað ekki hvernig fer. Um leið skensar Kolbeinn mig fyrir að hafa árið 2009 sagt að gjaldeyrishöftin brytu EES-samn- inginn. Að EFTA-dómstóllinn hafi í vikunni staðfest gildi þeirra. Því skulum við svo sannarlega fagna. En nú er það svo að gjaldeyris- höft ganga almennt gegn megin- hugmyndum innri markaðarins sem Ísland tengist í gegnum EES- samninginn. Því var sannarlega rétt að velta þeirri spurningu upp árið 2009 hvernig þetta tvennt gæti farið saman. Það var áleitin spurning. Sem betur fer hafa samstarfs- þjóðir okkar sýnt skilning í mál- inu. Hér var jú neyðarástand. Um leið og ég tek undir með Kolbeini um að menn ættu að varast of mik- inn fullyrðingaflaum í flóknum álitamálum er rétt að halda því til haga að áhyggjur margra af gildi gjaldeyrishaftanna fyrir tveimur árum voru fyllilega réttmætar. Og eru raunar enn. Því tæpast vilja margir búa við viðamikil gjald- eyrishöft til langframa. Frá degi til dags Gjaldeyrishöft Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.