Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 16.12.2011, Qupperneq 38
2 föstudagur 16. desember núna ✽ jólin nálgast augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Haraldur Guðjónsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin S ysturnar María Björg og Guðrún Sigurðar-dætur hanna falleg- an tískufatnað undir nafn- inu Klukka. Fyrsta lína systr- anna kom út fyrir skömmu og fæst meðal annars í versl- uninni Kiosk. María var einn af stofn- endum Kiosk á sínum tíma en dró sig í hlé stuttu eftir opnun verslunarinnar til að sinna öðrum verkefnum. Hún ákvað síðan fyrir stuttu að taka höndum saman við systur sína og gefa út litla línu fyrir jólin sem inniheld- ur meðal annars kjóla, slár og fylgihluti. „Kjólarnir eru úr silki og með handteikn- uðu munstri og eru fram- leiddir hér á landi. Móttök- urnar hafa verið mjög góðar, ég hef fundið fyrir aukn- um áhuga fólks á íslenskri hönnun og verslunum eins og Kiosk sem reknar eru af hönnuðum,“ útskýrir María. Systurnar ólust upp í Englandi til unglingsald- urs og segir María að fata- smekkur þeirra sé blanda af þeim breska og íslenska og hönnun þeirra sömuleið- is. „Íslendingar og Skandi- navar hafa einkennandi útlit og smekk sem ræðst bæði af veðurfari og menn- ingu okkar. Bretinn er aftur á móti klassískari og tekur færri sénsa þegar kemur að tísku en leggur mikið upp úr góðum efnum og sniðum. Hönnun okkar tekur mið af þessu tvennu, við erum með sígilda vöru sem kaupandinn ætti að geta notað í mörg ár og úr besta efni sem völ er á en hressum upp á útlit flík- urinnar með skemmtilegu handteiknuðu munstri.“ María er menntaður fata- hönnuður frá LHÍ og starfaði áður sem aðstoðarinnkaupa- stjóri tískudeildar Harrods í London í fimm ár. Guðrún starfaði einnig hjá sömu verslun í eitt ár og hafa syst- urnar því báðar verið við- loðandi tískubransann í nokkurn tíma. Ný lína er væntanleg frá systrunum með vorinu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra www.my- klukka.is. sara@frettabladid.is SYSTURNAR MARÍA OG GUÐRÚN SIGURÐARDÆTUR HANNA UNDIR NAFNINU KLUKKA BLANDA AF TVEIMUR MENNINGARHEIMUM Samvinna systra Systurnar María og Guðrún Sigurðardætur hanna saman fallegar og ein- stakar flíkur undir nafninu Klukka. Jólaglögg til góðs Jólaglögg UN Women á Íslandi fer fram á eins árs afmæli samtakanna á morgun. Glöggið verður haldið í versluninni Ellu á Ingólfsstræti 5 og stendur frá klukkan 16 til 18. Tón- listarkonan Sóley syngur fyrir gesti lög af hinni margrómuðu plötu sinni We Sink. Ella mun einnig til- kynna styrk sinn til samtakanna, en fyrirtækið gefur 1.000 krónur af hverju seldu ilmvatni í Styrktar- sjóð UN Women til af- náms ofbeldis gegn konum. Allir velunn- arar samtakanna eru hvattir til að mæta og eiga notalega stund saman í tilefni dagsins. Frábærir tónleikar Söngkonan Ragga Gröndal og dúettinn Song for Wendy, sem er skipaður Bryndísi Jakobsdóttur og Mads Mouritz, standa fyrir tvö- földum útgáfutónleikum í Fríkirkj- unni á sunnudaginn. Ragga Grön- dal mun flytja lög af nýjustu plötu sinni, Astrocat Lullaby, og Song for Wendy fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar, Meeting Point. Sér- stakur gestur á tónleikunum verð- ur söngkonan snjalla Sigríður Thorlacius. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.30 og hægt er að nálg- ast miða á Midi.is eða við inngang. SJÁÐU MITT GLINGUR Fallegur og sérstakur hringur frá hollenska skartgripamerkinu fashionology sem glitrar og geislar og lýsir upp skamm- degið. Hringurinn er fullkominn í jólapakkann í ár og fæst í GK Reykjavík. GLÆSILEG Fyrirsætan Christy Turling- ton Burns var á meðal þeirra gesta er sóttu CNN-Heroes viðburðinn á sunnu- daginn síðasta. NORDIC PHOTOS/GETTY R okktónlistarkonan og fyrir- sætan Alice Dellal verður að öllum líkindum næsta and- lit töskulínu tískuhússins Chanel. Sé það satt mun Dellal taka við af leikkonunni Blake Lively. Dellal er þekkt fyrir að fara eigin leiðir í klæðavali og skart- ar iðulega dökkri augnmálningu, rökuðu höfði og rifnum fötum. Hún er þekkt fyrirsæta og hefur setið fyrir hjá Agent Provoca- teur og gengið sýningar Vivienne Westwood. Þar að auki er stúlk- an trommari hljómsveitarinn- ar Thrush Metal og dóttir And- reu Dellal, sem var kosin ein af best klæddu konum ársins 2011 af tímaritinu Vanity Fair. Dellal er eins ólík forvera sínum og hugs- ast getur og verður spennandi að sjá afrakstur samstarfs hennar og Chanel. Alice Dellal nýtt andlit töskulínu Chanel: Trommari og Chanel-fyrirsæta Andlit Chanel Fyrirsætan Alice Dellal gæti tekið við af Blake Lively sem andlit töskulínu tískurisans Chanel. NORDIC PHOTOS/GETTY 15.DES 16.DES 17.DES 18.DES 22.DES 29.DES 30.DES 31.DES Lay Low Vintage Caravan aðventutónleikar Tinnu og Orra ( 4.aðventa ) Rock Quiz Rock Quiz Rock Quiz Fræbbblarnir Morgan Kane Hellvar órafmagnað kl:21:30 rafmagnað kl:22:10 (2x session) Áramótapartí Andreu Jónssdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.