Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 45

Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 45
16. desember föstudagur 9 og hafa gaman af því að teikna og skapa. „Heimilið flæðir allt í teikn- ingum og listaverkum. Stundum verður það of mikið en ég reyni að geyma bestu verkin,“ segir hún hlæjandi. Rekstur fyrirtækisins er oft tímafrekur en Helga reynir að heimsækja heimabæinn reglu- lega og um leið sinna uppáhalds- áhugamáli sínu. „Ég elska að fara á skíði. Ég æfði skíði þegar ég var lítil og sakna þess mikið að kom- ast ekki oftar á skíði. Skíðaíþrótt- in er líka eina líkamsræktin sem mér finnst skemmtileg.“ SKEMMTILEGIR TÍMAR FRAM UNDAN „Mér f innst þetta ofsalega skemmtilegt og fram undan eru næg verkefni að takast á við. Næst á dagskrá er að breikka vörulínuna og bæta við aukahlutum. En helst langar mig bara að gera þetta hægt og rólega, ég vil ekki vera með of stóra línu sem ég ræð síðan ekk- ert við. Það er mikil vinna sem liggur að baki þessu og maður vinnur frá morgnana og oft langt fram á kvöld. En þetta er líka það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir hún glaðlega að lokum. Hannar á börn Helga Ólafsdóttir stofnaði barnafatamerkið Ígló fyrir þremur árum og hefur merkið vaxið og dafnað hratt og örugglega síðan þá. ✽ m yn da al bú m ið Fjölskyldan á góðu m degi í Griffin Park í LA. Viktoría Þóra, níu ára gömul dóttir mín, hún er Ígló módel og mikill heimsborgari. Mynd úr sumarlínu Ígló fyrir árið 2012. Elísabet Davíðsdóttir, ljósmyndari og fyrirsæta, tók þessa mynd. Baldvin, s ex ára so nur minn . Hann er l íka Ígló m ódel og mikill fótb oltastrák ur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.