Fréttablaðið - 16.12.2011, Síða 58

Fréttablaðið - 16.12.2011, Síða 58
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR38 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Meðal annars efnis: Best klæddu konur ársins 2011 Leikkonan Tilda Swinton bar af í klæðaburði á liðnu ári. Húmör og blóðmör eru bestir súrir Gluggað í grín í gegnum aldirnar frá Fóstbræðrasögu til Fóstbræðra. Fékk orðu frá sænska kónginum Hrafnhildur Arnardóttur myndlistarkona hefur á stuttum tíma hlotið tvenn virt norræn verðlaun fyrir framúrskarandi listaverk sín. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Oj, oj, oj! Þú mátt eiga þessa hörmungartónlist en 50 Cent má eiga það að hann er raunsær! Hvað mein- arðu? Hann lítur ekki beint út eins og milljón dollarar! Hahahahaha! Úff, þessi var góður! Hver er þetta, er þetta hann M&M? Pabbi, sjáumst! Samtök spilafíkla Hvað ætlaðirðu að segja um Palla? Ekkert. Ég vil ekki koma þér í upp- nám. Ég kemst ekkert í uppnám. Lofarðu? Lofa. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þið Palli passið í alvöru saman. Hver segir að ég sé í uppnámi? Sjáðu? Ég sagði að þú myndir komast í uppnám! Ólympíuleikar við eldhúsborðið Samhæfð öskur Þessi biti er stærri en minn!! LÁRÉTT 2. varsla, 6. innan, 8. skýra frá, 9. sæti, 11. org, 12. teiti, 14. laust bit, 16. í röð, 17. sauðaþari, 18. eyrir, 20. drykkur, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. klastur, 3. ólæti, 4. spariföt, 5. fjör, 7. venslaður, 10. mál, 13. prjónavarn- ingur, 15. lasleiki, 16. hryggur, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. vakt, 6. út, 8. tjá, 9. set, 11. óp, 12. knall, 14. glefs, 16. bd, 17. söl, 18. aur, 20. te, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. fúsk, 3. at, 4. kjólföt, 5. táp, 7. tengdur, 10. tal, 13. les, 15. slen, 16. bak, 19. ra. Þvílíkt tillitsleysi. Málverk af hundum að spila póker uppi á vegg. Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og ein- manaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. SJÁLF hallast ég æ meir að grænum jólum. Ekki bara af því að jólatrén eru græn og grenikransarnir, heldur vegna þess að ég er hrædd um að ef gjörvöll mann- kind reynir ekki að grænka af öllum mætti, og það sem fyrst, verði jólin hvorki hvít né rauð heldur grá og snauð. Og það er alveg hægt að gera jólin grænni án þess að hafa rosalega mikið fyrir því. Það eina sem þarf að gera er að opna hug- ann og augun pínulítið. Hér eru nokkur dæmi um slíkt: ÍSLENDINGAR kaupa nú íslensk jólatré í miklum mæli, sem er mjög vel. Íslensk jólatré eru að sönnu höggvin niður í náttúrunni en þau eru ræktuð til þess arna og mikilvægast er að þau eru ekki flutt um langan veg með tilheyrandi olíu- notkun. Svo vinnur fjöldi Íslendinga við skógrækt, þannig að íslensk jólatré eru atvinnuskapandi. VENJULEGAN jólapappír má ekki endur- vinna vegna málmagna sem í honum eru, gyllinga og silfurs. En það er hægt að pakka afskaplega fallega inn í venjulegan endurunninn teiknipappír og skreyta hann síðan fallega, mála eða lita og binda borða, jafnvel nota grenigreinar eða þurrkaða ávexti til að jóla pakkann enn meira. Svo má benda viðtakandanum á að geyma borðann og allir geta auðvitað geymt jóla- pappírinn sem þeir fá og notað hann aftur um næstu jól. JÓLAGJÖFIN 2009, Jákvæð upplifun, er enn í góðu gildi. Frekar en að kaupa hluti sem kannski er ekki þörf fyrir er hægt að gefa upplifun eða það sem er enn þá betra: stundir. Ein besta jólagjöf sem ég hef fengið undanfarin ár var loforð um barna- gæslu sem ég nýtti mér til hins ítrasta. Mig nefnilega vantaði ekki dót, en sárlega tíma. SVO er hægt að kíkja í blaðið Góð ráð um græn jól sem fylgdi með Fréttablaðinu um miðjan nóvember og er aðgengilegt á vef Umhverfisstofnunar og Vísis. Með þetta sem annað sannast hið tiltölulega nýkveðna: „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.“ Gleðigræn jól. Jóladraumur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.