Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 68
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR48 folk@frettabladid.is Mig langar að spila eins oft á Íslandi og ég mögulega get. Rich Aucoin frá Kanada er á leiðinni til Íslands í annað sinn og spilar á Nasa 30. desember. Hann er rísandi stjarna í tónlistarbransan- um og hefur vakið athygli fyrir brimbrettatakta sína. Kanadíski popparinn Rich Aucoin stígur á svið á Nasa 30. desember ásamt Retro Stefson og Of Mon- sters And Men. Hann er rísandi stjarna í heimalandi sínu og hefur verið spáð góðu gengi á heimsvísu í þekktum erlendum tímaritum. Aucoin spilaði einmitt á Nasa á Airwaves-hátíðinni í haust við mjög góðar undirtektir. „Það var alveg ótrúlega gaman. Ég hitti mikið af frábæru fólki og fór í skemmtileg partí,“ segir Aucoin sem spilaði einnig á nokkrum smærri tónleikum á hátíðinni. Tónleikagestum á Nasa er vafa- lítið eftirminnilegt þegar hann fór með hugtakið „crowd surf“ alla leið og sveif um á brimbretti yfir áhorfendaskaranum. Myndir af uppátækinu birtust á síðu tón- listartímaritsins Rolling Stone. „Það var rosalega gaman. Ég hef gert þetta örugglega sex sinnum og hef þetta allt- af mismunandi í hvert skipi. Í fyrsta sinn próf- aði ég þetta á útihátíð þar sem þúsundir voru að horfa á. Ég hef líka gert þetta á pínulitlum stöðum en á stöðum eins og Nasa er þetta mjög gaman. Þar er margt fólk og allir geta líka séð hvað er að gerast. Það er líka gaman að gera þetta undir þessari risastóru diskókúlu sem er þar,“ segir Aucoinm. Hann fer ein- mitt oft á brimbretti heima hjá sér í Nova Scotia, meira að segja um vetur þegar sjórinn er ískaldur. Einnig reynir hann að nota tæki- færið og fara á brimbretti á tón- leikaferðum. Eins og brimbretta-svif Aucoins á tónleikum ber vott um er hann ófeiminn við að tengjast tónleika- gestum sterkum böndum. „Mér finnst mjög mikilvægt að öllum líði eins og þeir séu hluti af tón- leikunum. Ég vil vera eins mikið í áhorfenda- skaranum og mögu- legt er, ekki bara hanga uppi á sviði og vera úr tengslum við áhorfend- urna.“ Aucoin gaf út sína fyrstu breiðskífu, We´re All Dying To Live, í nóvember síðastliðnum og hefur hún fengið mjög góðar viðtökur, rétt eins og skemmtilegt myndbandið við lagið It. Þar syngur Aucoin gríp- andi og dansvænt indípopp, þar sem Arcade Fire er á meðal áhrifa- valda. Upptökurnar á plötunni stóðu yfir í þrjú ár og aðferðafræði Aucoins var óvenjuleg. „Ég bjó til grunnútgáfu af plötunni upp á eigin spýtur og svo ferðaðist ég um landið og tók upp með um fimm hundruð manns víðs vegar um Kanada. Þetta var skemmti- leg leið til að læra af og kynnast mismunandi tónlistarmönnum. Ég reyndi að fanga kanadísku tónlist- arsenuna eins og ég gat. Þetta voru allt frá heimaböndum sem spila fyrir fimmtíu manns upp í Arcade Fire og önnur stór, kanadísk bönd,“ segir hann en bassaleikari Arcade Fire spilar í einu lagi á plötunni. Aucoin er mjög ánægður með að vera aftur á leið aftur til Íslands og tekur fram að styttra sé að fljúga hingað frá Nova Scotia en hálfa leiðina yfir Kanada. „Mig langar að spila eins oft á Íslandi og ég mögulega get,“ segir hann og ætlar að dvelja hér á landi á gaml- árskvöld og vera hér til 5. janúar. Á næsta ári verður nóg að gera hjá Aucoin. Tónleikar hafa verið bókaðir í Los Angeles, suðurríkj- um Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu, auk þess sem hann spil- ar á hátíðinni South By Southwest í Texas í mars. freyr@frettabladid.is Maðurinn sem sörfaði á Airwaves Á BRIMBRETTI Rich Aucoin á brimbretti á tónleikum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. NORDIPCHOTOS/GETTY Leonardo DiCaprio óskaði þess að hann gæti fitnað hraðar þegar hann var við tökur á mynd um stofnanda FBI-leynilögreglunnar, J. Edgar Hoover. Hoover var vel í holdum þannig að DiCaprio þurfti að klæðast fitubúningi við tökurnar. „Ég var stanslaust með innilokunarkennd þannig að ég reyndi að fitna svo ég þyrfti ekki að vera í bún- ingnum. Ég gerði mitt besta en það voru bara ekki nógu marg- ar kökur á svæðinu til að það tækist.“ Vildi fitna en gat það ekki OF GRANNUR DiCaprio fær góða dóma fyrir frammistöðu sína sem FBI-stjórinn. 47 Hin nýfráskilda Kim Kardashian átti gott kvöld með rapparanum Kanye West eftir eina tónleika þess síðarnefnda ef marka má frásögn The New York Daily News. Rapparinn hélt veislu eftir tónleika sína í Los Angeles og var Kardashian á meðal gesta þar. „Kanye sveimaði eins og köttur í kringum heitan graut þegar Kim kom inn í herbergið. Hann var stanslaust að snerta hana og hefði líklega gefið henni koss ef færra fólk hefði verið í veislunni,“ var haft eftir sjón- arvotti. Kardashian var einnig orðuð við West skömmu áður en hún kynntist eiginmanninum fyrrverandi, Kris Humphries. Kanye daðr- ar við Kim SKOTIN Vel fór á með Kim Kard- ashian og Kanye West í veislu fyrir stuttu. ÁRIN mun leikarinn Benjamin Bratt fylla í dag. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Law & Order.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.