Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2011 29 Þegar Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009, fyrir tveimur árum, var staðan í íslensku atvinnulífi um margt sérstök. Fjölmörg fyrir- tæki höfðu lent í verulegum erfið- leikum og leystu bankarnir þau til sín. Það var ljóst að eignarhald banka á atvinnu fyrirtækjum yrði aldrei til frambúðar og nauðsyn- legt að skapa farveg fyrir eðli- legt eignarhald. Fjár festar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru illa brenndir af hruninu og almenningur hafði misst tiltrú á hlutabréfamarkaði. Við þessar aðstæður ákváðu 16 lífeyrissjóð- ir að stofna Framtakssjóðinn, sem hefði það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrar grundvöll. Markmiðið var að byggja upp öflug fyrirtæki og um leið skila góðri ávöxtun til fjárfesta. Það er ekki markmið Framtakssjóðsins að eiga fyrirtæki til lengri tíma, þvert á móti á Framtakssjóðurinn að selja eignarhluti sína að hluta eða öllu leyti innan nokkurra ára, eða þegar hlutverki hans er lokið, meðal annars með skráningu á hlutabréfamarkað. Góð tækifæri – góður árangur Það er lykilatriði í starfsemi Framtakssjóðsins að ná góðri ávöxtun á það fjármagn sem bundið er í sjóðnum og er að mestu í eigu almennings í land- inu og ná þannig til baka hluta þeirra fjármuna sem töpuðust við hrunið. Sjóðurinn er 54 milljarðar að stærð og hefur þegar fjárfest fyrir um 60% af þeirri fjárhæð í 8 fyrirtækjum. Nálgun Framtaks- sjóðsins í fjárfestingum er ólík því sem áður tíðkaðist því sjóður- inn tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Áhugavert er að skoða þrjú dæmi um þann árangur sem náðst hefur; ● Framtakssjóðurinn kom að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu Icelandair Group sum- arið 2010 með kaupum á tæp- lega 30% hlut í félaginu fyrir um 3,6 milljarða króna sem var hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Margir hafa gleymt því að þá var félagið mjög skuldsett og í rekstrarvanda samhliða óvissu í tengslum við eldgos. Vitnað var í Warren Buffett að hann keypti ekki hlut í flugfélögum og haldinn sérstakur umræðu- fundur þar sem þessi fjár- festing var gagnrýnd. Fram- takssjóðurinn seldi 10% hlut í nóvember fyrir um 2,7 millj- arða króna og hefur þannig nú þegar skilað til baka til eigenda þremur fjórðu hlutum fjárfest- ingarinnar. FSÍ heldur eftir 19% hlut sem er nú að mark- aðsvirði um 5 milljarðar króna. ● Icelandic Group, sem er sölu- og framleiðslufyrirtæki sjávaraf- urða, hefur verið endurskipu- lagt og erlendar eignir seldar fyrir um 41 milljarð króna á árinu 2011. Í stað fyrirtækis í miklum rekstrarerfiðleikum, stendur eftir öflugt fyrirtæki, sem er vel í stakk búið til að þjóna íslenskum sjávarútvegi, með um 80 milljarða króna veltu, sterka eiginfjárstöðu og starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu. ● Að lokum má nefna að Húsa- smiðjan hefur nú verið seld í opnu söluferli til öflugrar danskrar verslanakeðju, Bygma. Það er ánægjulegt að sjá erlendan aðila kaupa íslenska verslunarkeðju og mun það verða starfsfólki fyr- irtækisins og almenningi til hagsbóta. Með sölu á Húsa- smiðjunni hefur tekist að bjarga verð mætum og atvinnu starfsfólks, auk þess að fá öfl- ugan erlendan aðila til að fjár- festa í byggingavörumark- aðnum hér á landi með auknu vöruframboði og samkeppnis- hæfu verði. Vandaðir stjórnarhættir Framtakssjóðurinn á nú umtals- verðan eignarhlut í 7 fyrirtækjum þ.e. SKÝRR, Vodafone, N1, Plast- prent, Promens, Icelandair Group og Icelandic Group. Alls sitja 18 einstaklingar í stjórnum fyrir- tækja á vegum Framtakssjóðsins, 10 konur og 8 karlar. Þessir ein- staklingar hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og þeirra hlutverk er að vinna að hagsmun- um viðkomandi fyrir tækja, setja skýr rekstrar markmið og fylgja þeim eftir. Strangar kröfur eru gerðar um stjórnarhætti í öllum félögum og markmiðið að fyrirtækin séu þar í fararbroddi í íslensku atvinnu- lífi. Áhersla er lögð á gegnsæi og upplýsingagjöf og eru árshlutaupp- gjör og ársreikningar birtir á vef Framtakssjóðsins. Á næstu þremur árum er stefnt að því að um 90% af núverandi eignum Framtakssjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað sem mun hafa mikla þýðingu fyrir almenning og fjárfesta. Fjármun- um sem fást við sölu eigna er skil- að til eigenda sjóðsins en ekki end- urfjárfest í nýjum verkefnum. Höldum áfram Framtakssjóður Íslands og lífeyris sjóðirnir hafa á síðustu tveimur árum tekið virkan þátt í uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Þar hefur vel tekist til og mikil- vægt fyrir lífeyrissjóðina að sýna áfram framtak og forystu við upp- byggingu atvinnulífsins samhliða því að byggja upp hlutabréfa- markað, aflétta gjaldeyrishöftum og koma eignarhaldi fyrirtækja út úr bankakerfinu. Jafnframt þarf að tryggja það að trúverðug- leiki skapist á hlutabréfamarkaði, samþjöppun verði ekki of mikil og aldrei endurtaki sig þeir við- skiptahættir sem tíðkuðust hér á landi á árunum 2003-2008. Höld- um áfram á árinu 2012. Það er enn mikið verk að vinna. Framtaks er þörf Fjármál Þorkell Sigurlaugsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands Sóknarnefnd Selfosskirkju og prestar gerðu nýverið með sér samþykkt þar sem skýr afstaða er tekin gegn kynferðisbrotum. Í samþykktinni eru vinnureglur, eins konar tékklisti, fyrir presta og sóknarnefnd. Vinnureglunum er ætlað að tryggja að málefnið sé á dagskrá hjá þeim sem að kirkjustarfinu standa en sé ekki aðeins innantóm viljayfirlýsing eða tímabundið átaksverkefni. Kirkjan heldur utan um fjölbreytta starfsemi, helgi- hald, sálgæslu, barna- og æsku- lýðsstarf, kóra- og menningarstarf sem telur marga tugi þátttakenda í hverri viku. Utanumhaldið þarf að rækja af festu og ábyrgð því kirkj- an verður að vera öruggur staður fyrir fólk. Kirkjan sé öruggt skjól Vinnureglurnar leggja þær skyld- ur á sóknarnefnd og presta að tryggja starfsfólki árlega fræðslu um kynferðisbrot, sömuleiðis fræðslu í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og á fundum með for- eldrum á hverjum vetri. Lögð er áhersla á að þau sem ráðin eru til starfa hjá kirkjunni hafi ekki gerst sek um kynferðisbrot. Þá er í samræmi við það kveðið á um að þau sem uppvís hafi orðið að kynferðis brotum, hvort heldur það snýr að lögum eða starfs- og siðareglum kirkjunnar, skuli að jafnaði ekki annast athafnir innan veggja Selfoss kirkju. Hér er fest í sessi sú vinnuregla að upplýst umræða fari fram meðal forsvarsmanna kirkjunnar hvaða athafnir fari þar fram og hverjir annist þær. Fráleitt myndi teljast að kennari sem vikið hefði verið úr starfi vegna kynferðis- brota gegn nemanda sínum tæki síðan að sér stundakennslu í þeim sama skóla í kjölfarið. Fögnum framtakinu Biskup Íslands hefur fagnað frum- kvæði sóknarnefndar og presta Selfosskirkju í því að marka sér stefnu í kynferðisbrota málum. Jafnframt setti hann fram athuga- semdir sem óvænta athygli hafa fengið í fjölmiðlum. Í athuga- semdunum er talið vafa undirorpið hvort sóknarnefnd og prestar geti meinað ákveðnum prestum að ann- ast athafnir í kirkju. En saga yrði það til næsta bæjar ef nota ætti starfsreglur kirkjunnar til að opna leið þeirra í kirkju sem uppvísir hafa orðið af kynferðisbrotum til að annast þar athafnir og mæta jafnvel fórnarlömbum sínum. Þá hefur sú sama kirkja of lítið lært af erfiðri umræðu síðustu mánaða og missera. Ekki verður efast um heimild sóknarnefndar, sem er í forystu safnaðarins og er umráðandi kirkju og safnaðarheimilis, til að setja sér vinnureglur og marka stefnu gegn kynferðisbrotum í samráði við prestana. Þá hlýtur og að vera mikilvægt fyrir söfnuð inn að vita hver afstaða þeirra presta sem umsjón hafa með daglegu kirkjustarfi og barna- og æsku- lýðsstarfi er til kynferðisbrota. Fögnum framtakinu, stöndum saman gegn kynferðisbrotum og sjáumst í Selfosskirkju! Skýr afstaða í Selfosskirkju gegn kynferðisbrotum Trúmál Óskar Hafsteinn Óskarsson prestur í Selfosskirkju Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í Selfosskirkju Grímur Hergeirsson lögmaður og sóknarnefndarmaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.