Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 32
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR Hvernig finnst íbúum í Hafnar-firði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til fram- kvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteigna- gjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnar firði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunar- leysi um að kenna. Bæjar yfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnar- firði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fok- heldar þrátt fyrir að vera til- búnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eign- ir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum millj- óna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þús- unda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjón- ustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjar yfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitar félaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurn- ingar hafa vaknað þegar bæjar- yfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokk- ir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlun- um séu skráðir til heimilis í fok- heldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars stað- ar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niður- skurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjar búa sem borgar þau. Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama Í nóvember 2006 keypti ríkis-sjóður 50% hlut Reykjavíkur- borgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkj- unar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helm- ingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tíma- bilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkj- unar á liðnum áratug, en undan- farna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Lands- virkjunar fjórfaldast í banda- ríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrir- tæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Lands- virkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónar randar, sem unnin var fyrir Fjármála- ráðuneytið, er staðhæft að arð- semi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægj- andi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofan- greindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Fasteignagjöld Karl Garðarsson íbúi í Hafnarfirði og laganemi við Háskólann í Reykjavík Orkumál Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda Að gæta réttlætis Hér á landi fara nú fram umfangsmeiri sakamálarann- sóknir en nokkur dæmi eru um í sögunni. Málin eru flókin. Lítt er hirt um að skýra málstað sakborn- inga, þeir njóta ekki sannmælis og sanngirni og eiga erfitt með að koma sinni hlið á framfæri. Til- raunir til þess gera lítið annað en að halda málum í umræðu og valda sakborningum og fjölskyld- um þeirra miska. Krafan um sak- sókn og sakfellingar er hávær og lítill gaumur er gefinn þeim möguleika að hinir sökuðu kunni að vera saklausir . Grundvallarregla í öllum siðuð- um samfélögum er sú að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi skuli teljast saklaus- ir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Þetta er laga- og siðaregla sem gildir fyrir alla. Frá reglunni eru engar undantekningar. Engu skiptir t.d. hversu alvarlegur verknaðurinn er talinn vera. Þvert á móti reynir mest á að reglunni sé fylgt þegar alvarlegar sakir eru bornar á menn. Þá er freistingin mest að kasta lögum og siðferði til hliðar og lýsa menn seka þótt engin sök hafi verið sönnuð. Nýjasta framlag fjölmiðla til umræðunnar er umfjöllun Kast- ljóss í vikunni sem leið. Þar virt- ust sérstakur saksóknari og aðrir rannsakendur mála tengd- um bankahruninu hafa ákveð- ið að leka völdum upplýsingum til Kastljóss. Á grundvelli þeirra upplýsinga hefur svo Kastljós eða viðmælendur þess viðhaft ítrek- aðar staðhæfingar um sekt nafn- greindra manna þrjú kvöld í röð á besta tíma í sjónvarpi, án þess að hafa kynnt sér eða hlustað á skýringar hinna sökuðu. Þann- ig flutti Kastljós málið einhliða fyrir áhorfendum og leiddi fram viðmælendur sem voru tilbúnir að kveða upp úr um sekt hinna sök- uðu án frekari málalenginga. Nú er mál að linni. Úr því að sérstakur saksóknari boðar að ákvörðun um saksókn sé á næsta leiti í fjölda mála verður hann að forðast að leggja fjölmiðlum lið í sakbendingum af því tagi sem fram komu í Kastljósi. Slík umfjöllun þjónar þeim eina til- gangi að skapa þrýsting frá almenningi á dómstóla sem nú ríður á að gæti að sjálfstæði sínu og óhlutdrægni. Þá verða fjöl- miðlar landsins að sýna þann sið- ferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágrein- ingi um sekt þeirra fyrir dómstól- um. Höfundar eru hæstaréttar- lögmenn og gæta hagsmuna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara. Höfundar eru allir sjálf- stæðir og óháðir í störfum sínum. Reykjavík, 20. des. 2011 Björgvin Þorsteinsson hrl. Brynjar Níelsson hrl. Friðjón Örn Friðjónsson hrl. Gestur Jónsson hrl. Hörður Felix Harðarson hrl. Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. Karl Axelsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sigurður G. Guðjónsson hrl. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.