Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2011 3 „Mig hafði lengi langað til að eignast hund og svo þegar tæki- færi myndaðist þá stökk ég á það. Auk þess dregur Fura mig út þegar ég er ekki í stuði, því hún þarf að fara út á hverjum degi,“ segir Elísabet. „Við æfðum svo með björgunarhundasveit í sumar og haust og munum byrja aftur eftir áramót.“ Hundar reynast vel í leit og þjálfunin sem þeir fara í gegnum miðar að víðavangs- og snjóflóða- leit. Þegar hundarnir eru kallaðir út stýra eigendur hundunum, hvernig þeir leita og hvar. Elísabet þarf því að vera full- þjálfaður björgunar- sveitarmaður til að Fura geti tekið þátt í leit. „Eins og stendur er ég ekki fullþjálf- uð en það stendur til bóta. Ég byrjaði í nýliðaprógrammi árið 2000 sem ég náði ekki að klára en það togaði í mig að byrja aftur og það má segja að þegar ég kynntist hundabjörgunarsveit síðasta vetur í gegnum vinnufélaga minn hafi ég ómeðvitað farið að leita að hundi með slíka þátttöku í huga.“ Elísabet er iðinn áhugaljós- myndari. Auk íslensku keppninn- ar vann hún ljósmyndasamkeppni sem haldin var á stórri erlendri vefsíðu, dpchallenge.com, þar sem mörg hundruð áhuga ljósmyndarar senda inn myndir. Myndirnar hennar Elísabetar má meðal ann- ars sjá á heimasíðunni www. flickr.com/photos/betus- maximus. Svo prjónar Elísabet líka. „Ég lærði aðeins í grunnskóla en svo fór ég ekki að prjóna af alvöru fyrr en árið 2009. Það var stutt í aðstoð, handlagnar vinkonur og mamma og systir mín eru líka öflugar prjóna- konur.“ juliam@frettabladid.is Elísabet Vilmarsdóttir verkfræðingur að viðra tíkina Furu, sem var valin til að prýða púsluspilið Puzzled by Iceland. Framhald af forsíðu „Körfurnar eru skemmtileg jólagjöf því í þeim er einungis bárðdælskt góðgæti og ekkert innflutt, nema pakkningin,“ segir Guðrún Tryggva- dóttir hjá Kiðagili í Bárðardal. Bárðdælsku jólakörfurnar eru mismunandi samsettar og hægt að velja milli fimm stærða. Í körfunum er einungis að finna matvæli fyrir utan tólgar- kerti frá Stóruvöllum. Átta bæir í Bárðardal eiga afurðir í körfunni, en þetta er þriðja árið sem boðið er upp á bárðdælska rétti í jólakörfum. „Það er mikill áhugi í sveitinni að taka þátt og körfurnar hafa fengið góðar við- tökur,“ segir Guðrún. „Þetta er allt matur sem hefur verið á borðum í Bárðardal gegnum árin en líka eitthvað nýtt eins og chili-sulta. Þarna er meðal annars að finna laufabrauð, hangikjöt, grasöl, ástarpunga, smákökur og konfekt, rúgbrauð, flatkökur og heil- hveititertur með karamellukremi eins og langamma gerði.“ Nánari upplýsingar um jólakörfurnar er að finna á www.kidagil.is. Bárðdælskir réttir í jólakörfum Jólabragðið frá langömmu leynist í rammíslenskum jólakörfum með bárðdælsku góðgæti. Hangikjöt, reyktur silungur, laufa- brauð og grasöl er meðal góðgætis í jólakörfunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.