Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 47
ELDVARNIR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 Kynningarblað Slökkvitæki Reykskynjarar Flóttaáætlun Brunastigi Brunaslöngur Viðvörunarkerfi WWW.ORYGGI.IS Vefverslun með eldvarnir er að finna á heimasíðu Öryggismið- stöðvarinnar, www.oryggi.is. Þar er auðvelt að versla allt til eld- varna heimilisins og jafnframt hægt að fá vörur heimsendar. Á síðunni eru einnig góðar og ítarlegar upplýsingar um eldvarnabúnað og margs konar eldvarnaráð. Bjarga-hringja-slökkva eru lykilorðin þrjú ef elds verður vart eða reykskynjari fer í gang. Gott er að vera með flóttaáætlun tilbúna og hafa farið yfir hana með fjölskyld- unni. Ef íbúðin er á efri hæð er hægt að koma sér upp björgunarstigum sem má henda út um gluggann en þeir ná að jafnaði niður þrjár hæðir. Þá er mikilvægt að allir á heimilinu kunni símanúmerið 112, jafnt ungir sem aldnir. Ekki er gert ráð fyrir að fólk noti lyftur ef bruna verður vart. Slökkvitæki fyrir heimilið eru til í nokkrum gerðum. Dufttæki eru fyrir alla eldflokka en eldflokkar eru þrír. A táknar eld í föstum efnum, húsgögnum, timbri og gólfefn- um. B er fyrir eld í eldfimum vökvum, fitu og bensíni til dæmis. C er eldur í gasi. Heppileg stærð fyrir heimili af duft- slökkvitæki er 6 kg. Ef fólk notar dufttæki til að slökkva eld í föstum efnum þarf að gæta að því að slökkva glóð með vatni á eftir, því glóðin getur verið inni í efninu. Þá eru til svokölluð léttvatnstæki, fyrir elda í A og B flokki sem henta ekki á gas. Þau skilja eftir sig minni óhreinindi en dufttækin en ef fólk notar gas er vissara að eiga dufttæk- ið. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar utan á tækjunum áður en elds verður vart. Eldvarnarteppi er æskilegt að eiga. Ef kviknar í potti á eldavél eða kertaskreyt- ingu er hentugt að slökkva með því að breiða teppið yfir eldinn. Ef kviknar í potti er mikilvægt að fara ekki neitt með pottinn, slökkva bara undir og kæfa eldinn með því loka pottinum með teppi og jafnvel pottloki. Kosturinn við teppið er að með því hlífir fólk höndunum. Eldhætta er mikil um þetta leyti árs. Er það vegna ýmissa atriða, svo sem mikillar ljósa- notkunar, þar sem alls konar serí- ur eru í gangi, kerti og kertaskreyt- ingar. Ef ekki er farið gætilega geta orðið eldsvoðar,“ segir Helgi Guð- mundsson, vörustjóri brunavarna hjá Öryggismiðstöðinni. Helgi segir að þrátt fyrir að fólk sé orðið mjög meðvitað um þessar hættur og rétta umgengi séu allt- af einhverjir sem freistist til að fara ódýrari leiðina; noti gamlar seríur sem eru úr sér gengnar, óvönduð kerti og eru ekki með stöðuga und- irstöðu. „Við þurfum að vera með það á hreinu að kertin komist ekki í gardínur og að aldrei sé farið frá logandi kerti.“ Eldvarnir eru góð jólagjöf Helgi minnir á vefsíðu Öryggismið- stöðvarinnar, www.oryggi.is, þar sem finna má netverslun fyrir eld- varnarvörur. „Vörurnar eru meira og minna á tilboðum í desember og hægt er að fá vörurnar sendar heim. Eldvarnir eru tilvalin jóla- gjöf til þeirra sem þér er annt um. Því má bæta við að heimaöryggis- kerfi taka ekki aðeins til innbrota heldur fylgja einnig reyk- og vatns- skynjarar kerfinu. Ef reykskynjari í heimakerfi fer af stað sendir kerf- ið samstundis boð til stjórnstöðv- ar. Ég minni á að öryggisráðgjaf- ar okkar eru ávallt reiðubúnir að heimsækja fólk og veita ókeypis ör- yggisráðgjöf.“ Reykskynjarar tengdir saman Helgi segir að í eldvörnum þurfi fólk aðallega að hafa þrennt í huga. „Reykskynjarar gefa okkur vitneskju um að hugsanlega sé kviknað í og hafa margsannað það og sýnt að þeir geta bjargað mannslífum.“ Og ýmsar gerðir eru til af heimilisreykskynjurum. „Jónískir reykskynjarar bregð- ast f ljótt við reyk sem myndast við snöggan bruna, þar sem eld- urinn er opinn og hitinn mikill, svo sem ef það kviknar í glugga- tjöldum. Optískir reykskynjarar bregðast fyrr en jónískir skynjar- ar við köldum reyk, sem kemur til dæmis í glóðabruna frá rafmagns- tækjum og af reyk sem hefur þurft að fara lengri leið, frá bruna til dæmis á annarri hæð eða í ann- arri álmu, og hefur þá náð að af- jóna sig og samlagast loftinu. Það getur til dæmis hent að jónískir skynjarar skynji ekkert við slíkar aðstæður.“ Fáanlegir eru skynjarar sem hægt er að tengja saman og virka þeir þá þannig að ef einn fer í gang pípa allir. Líftími reykskynjara er almennt tíu ár og til eru skynjarar sem eru með rafhlöðu sem endist í 10 ár, og ekki hægt að taka rafhlöð- una úr skynjaranum. Algengast er hins vegar að skipta þurfi um raf- hlöðu árlega og er gott að gera það að reglu fyrir jólin. Allir skynjarar á markaðnum gefa frá sér viðvör- unartíst þegar rafhlaðan er orðin léleg. Heyrist þá í skynjaranum einu sinni á mínútu og ef fólk er ekki heima þá halda skynjararnir áfram í 30 daga. Ef fólk hefur verið lengi á ferðalögum er gott að prófa reykskynjarann þegar komið er heim. Til hliðar á síðunni er farið yfir þær mikilvægu aðgerðir sem gera þarf ef eldur kviknar: Bjarga- hringja-slökkva. Gott að teikna plan „Gott er að fjölskyldan sé búin að útbúa flóttaáætlun þannig að allir séu meðvitaðir um að það séu til tvær leiðir til að komast út úr íbúð ef eldur kemur upp og einnig að staður sé valinn utandyra þar sem allir skulu hittast á þegar komið er út. Gott er að teikna upp ein- falt plan, ræða það og æfa. Stund- um þarf að koma sér upp björgun- arstigum sem hægt er að henda út um gluggann. Þá er að hringja í 112. Tvær gerðir slökkvitækja eru einkum ætlaðar fyrir heimili, 6 kg dufttæki og 6 lítra léttvatnstæki og það er mikilvægt að þau séu yfir- farin árlega.“ Að lokum minnir Helgi á hvern- ig neyðarhnappurinn getur einn- ig komið eldri borgurum og sjúk- lingum til hjálpar ef elds verður vart. „Hnappurinn hefur fyrst og fremst verið hugsaður fyrir fólk ef það dettur eða er mjög veikt, að það geti ýtt á hnappinn og komist þá í talsamband við okkur. En part- ur af þessum hnappi er hins vegar líka reykskynjari sem hringir inn til stjórnstöðvar okkar.“ Eru þínar eldvarnir í lagi? Öryggismiðstöðin hefur sérhæft sig í eldvörnum og selur bæði mikilvæg tæki og tól til forvarna sem og hjálpartæki ef elds verður vart. Þá eru öryggiskerfi þeirra og neyðarhnappar tengd við reykskynjara. Helgi Guðmundsson hjá Öryggismiðstöðinni segir reykskynjara bjarga mannslífum en önnur mikilvæg öryggistæki eru eldvarnarteppi og slökkvitæki. MYND/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.