Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 49
KYNNING − AUGLÝSING Eldvarnir21. DESEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR 3 Jólin eru f lestum ákaf lega mikilvæg og því enn verra en ella að missa heimili sitt í bruna á þessum tíma ársins,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarn- arfulltrúi hjá VÍS, og bendir á að þótt bruninn sé ekki mikill geti skemmdirnar verið mjög alvar- legar. „Reykur og sót frá tiltölulega litlum bruna smýgur út um allt og verður til þess að hreinsa þarf alla íbúðina og mála allt því reykjar- lyktina er oft ekki hægt að viðra.“ Reykskynjarinn mikilvægastur Af þeim eldvarnabúnaði sem þarf að vera á hverju heimili er reyk- skynjarinn mikilvægastur að sögn Sigrúnar. „Slíkur þarf að vera á hverri hæð og í hverju herbergi þar sem eru raftæki,“ segir hún og bendir á að enn séu til heimili þar sem ekki séu reykskynjarar uppi þótt þeim fari fækkandi. „Svo eru líka heimili þar sem reykskynjar- ar eru óuppsettir.“ Sigrún tekur dæmi um mátt reyksk ynjarans. „Samk væmt tölum Mannvirkjastofnunar hafa 56 einstaklingar látist í brunum hér á landi frá árinu 1979. Einung- is í einu þessara tilfella var virkur reykskynjari til staðar. Í hinum 55 var reykskynjari ekki til staðar eða hann ekki virkur.“ Hún segir rétta uppsetn- ingu á reykskynjurunum mikil- væga. „Það þarf að passa að hafa þá a.m.k. 30 sm frá vegg og ljósi,“ segir hún og bendir á að hægt sé að nálgast upplýsingar um upp- setningu skynjaranna í handbók heimilisins sem Eldvarnarbanda- lagið gaf út á síðasta ári. „Reykskynjarar eru næmir og fara af stað nokkrum sekúnd- um eftir að eldur kviknar. Reyk- skynjarar gefa manni því dýrmæt- an tíma til að koma sér og öðrum út úr íbúðinni,“ segir Sigrún og bendir á að reykskynjari kosti um þúsund krónur. „Þetta er því mjög ódýrt öryggi,“ segir hún og bend- ir á að góð regla sé að skipta um batterí í reykskynjurum einu sinni á ári, og fínt að nýta aðventuna í það. Sjáanlegar eldvarnir Slökkvitæki og eldvarnarteppi eru einnig nauðsynleg á heimilum og verða að vera sjáanleg. „Fólk verður að vita af þeim og kunna að nota þau,“ segir Sigrún og segir eldvarnarteppi koma að litlum notum ofan í skúffu ef enginn veit af því þar. Þá er mikilvægt að fólk hugi að flóttaáætlun. „Nauðsynlegt er að tvær flóttaleiðir séu úr hverri íbúð og ef á þarf að halda þarf að gera ráðstafanir eins og að setja upp brunastiga.“ Hugum að gæðum kerta Brunum vegna kertaskreytinga fjölgar mjög í desember. „Það er þó mjög jákvætt að færri brunar hafa orðið vegna kerta og kerta- skreytinga það sem af er jólahátíð- inni í ár ef litið er til tölfræði VÍS,“ segir Sigrún og vonar að almenn- ingur hugi betur að þessum þátt- um en áður. Hún segir mikilvæg- ast að fólk noti trausta undirstöðu undir kertin í skreytingunum og þar komi kramarhúsin sterk inn. „Þá þurfum við að huga að gæðum kertanna því við höfum til dæmis fengið til okkar tilkynningar um sprittkerti í krukkum sem springa undan kertunum.“ Flugeldaslys eru einnig al- gengust á þessum árstíma. Ann- ars vegar geta f lugeldar valdið bruna þegar þeir fljúga til dæmis inn um glugga og hins vegar geta þeir valdið slysum vegna fikts og þess að ekki er farið eftir leiðbein- ingum . „Því miður eru alltaf ein- hverjir sem fikta með flugelda, búa til sínar eigin sprengjur og setja þá t.d. í ruslakassa og póstkassa.“ Geymum gasið úti Gaseldavélar eru orðnar nokk- uð algengar á íslenskum heimil- um. „Mikilvægt er að fólk sé með gasskynjara og merki hvort gas- kúta sé að finna í íbúðunum. Því ef kviknar í er gott fyrir slökkvilið- ið að vita að hverju það gengur,“ útskýrir Sigrún. Hún segir alvar- leg tjón hafa orðið vegna gass þar sem kútar eða lagnir hafi verið í óstandi. „Gaskútana er best að geyma utandyra og lagnir þarf að yfirfara og skipta út með minnst fimm ára millibili,“ áréttar hún. Opinn eldur Nokkur dæmi eru um að hús hafi brunnið vegna notkunar á arin- stæðum og kamínum. „Þar skipt- ir máli að fólk hugi að veðri því þegar vindur er mikill og mik- ill trekkur er hætta á að reykrör- in hitni það mikið að kvikni í út frá þeim,“ segir Sigrún og brýn- ir fyrir fólki að hreinsa reykrörin. Þá þurfi einnig að passa að hafa til taks slökkvitæki. Svokallaðir etanólarnar hafa átt vinsældum að fagna á heimil- um landsins. Sigrún bendir á ný- legt dæmi þar sem kona brennd- ist þegar hún var að bæta etanóli á arinn. „Mikilvægt er að fólk fari eftir leiðbeiningum frá a til ö. Ein af grunnreglunum er að bæta aldrei etanóli á arininn þegar kveikt er á honum því loginn getur farið með vökvanum upp í brús- ann og það sama á við þegar verið er að grilla á grillkolum.“ Flestir brunar út frá rafmagni Helmingur allra bruna verður út frá rafmagni á ári hverju. Þar af eru brunar frá eldavélum algeng- astir. Þá eru einnig nokkur dæmi um að eldur verði laus í húsum vegna slæmra tenginga í rafkerfi húsa. Þá má nefna lampa og peru- stæði en mikilvægt er að perur séu ekki sterkari en gefið er upp. T úpusjónva r pst æk i n er u ávallt varasöm og nauðsynlegt að slökkva alveg á tækjunum, ekki bara með fjarstýringu. Þurrkara þarf að hreinsa reglu- lega svo ekki safnist of mikil ló sem kviknað getur í. Fartölvur geta verið varasam- ar. Mikilvægt er að slökkva á þeim eftir notkun og alls ekki skilja far- tölvur eftir á mjúku undirlagi eins og uppi í rúmi. Til eru dæmi um að kviknað hafi í út frá þeim þegar þær eru settar á þannig undirlag. Sérstaklega er brýnt að minna börn og unglinga á þessa stað- reynd. Ljósaseríur eru algengar í des- ember. Gæta þarf að því að skipta út perum sem eru ónýtar og setja í staðinn perur af réttum styrk- leika. Kertin eru varasöm um jólin Yfir helmingur bruna á heimilum tengist rafmagni og rafmagnstækjum þegar litið er til alls ársins. Í desember breytist þetta hlutfall þar sem brunar tengdir kertum, kertaskreytingum og flugeldum eru algengastir. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS, segir mikilvægt að fólk hugi að eldvörnum á heimilum, sérstaklega á þessum tíma árs. Reykskynjara segir hún mikilvægasta öryggistækið á heimilum. Eldsvoðar út frá eldavélum eru æði algengir og nauðsynlegt að hafa bæði eldvarnar- teppi og slökkvitæki nærri. Sigrún A. Þorsteinsdóttir og Gísli Níls Einarsson, forvarnarfulltrúar hjá VÍS, segja mikilvægt að huga að eldvörnum bæði heimila og fyrir- tækja fyrir jólin. MYND/STEFÁN Hér hefur orðið tjón vegna flugelds sem flogið hefur gegnum opinn glugga. „Á þessum árstíma er sérstaklega mikilvægt að huga að umgengni utandyra hjá fyrirtækjum,“ segir Gísli Níls Einarsson forvarnar- fulltrúi hjá VÍS. Hann segir brýnt að flokka strax það mikla rusl sem fylgi desembermánuði og setja á rétta staði svo ekki safnist fyrir óþarfa eldsmatur. „Þá er afar mikilvægt að gæta að ruslagámunum. Þeir eiga aldrei að standa upp við húsveggi og helst ekki í minna en tíu metra fjarlægð frá húsi,“ upplýsir Gísli en ruslagámar verða oft fyrir barðinu á brennuvörgum. „Ef kveikt er í gámi sem stendur upp við húsvegg leitar eldurinn upp eftir veggnum, læsir sig í þakskeggið og þá kvikn- ar oft í innundir þakinu. Við hvetj- um því fyrirtækin til að færa gám- ana frá húsveggjum því ef ársfjölda allra bruna í ruslagámum á Íslandi er dreift yfir árið, þá er að meðal- tali kveikt í gámum einu sinni til tvisvar í viku,“ segir Gísli og bendir á að breyttar umgengnisreglur kosti fyrirtækin ekki neitt. Þetta geti allir gert með engum tilkostnaði og oft- ast lítilli fyrirhöfn. Kerfin verða að virka Í eldsvoðum í fyrirtækjum síðustu árin hafa oftar en ekki engin bruna- viðvörunarkerfi verið til staðar eða ekki virkað sem skyldi. Gísli segir nauðsynlegt að fyrirtæki láti skoða og taka út brunaviðvörunarkerf- in árlega og passi að þau séu í lagi. „Eldsvoði getur leitt til rekstrar- stöðvunar og mörg fyrirtæki ráða ekki við slíkt áfall,“ segir hann og bendir á að þrjátíu prósent af öllum fyrirtækjum á landinu séu ekki með neinar brunavarnir. Falskt öryggi Í f lestum fyrirtækjum er að finna slökkvitæki og brunaslöngur. Gísli segir hins vegar að þótt starfsmenn viti af þeim sé sjaldgæft að þeir kunni að nota tækin. „Þetta veitir falskt öryggi sem ekki virkar þegar til kemur,“ segir hann. VÍS hefur farið í heimsóknir til fjölmargra fyrirtækja um allt land. „Þar höfum við komist að því að í 70 prósentum tilvika hafa starfsmenn ekki fengið þjálfun í notkun slökkvi- tækja,“ segir Gísli og telur mikilvægt að auk þess að kenna fólki að hand- leika slökkvitæki, haldi fyrirtæki brunaæfingar reglulega og æfi sam- kvæmt rýmingaráætlun. Fyrirtækin gerð eldklár fyrir jólin Hér hefur ruslatunna bráðnað þar sem kviknað hefur í ruslinu í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.