Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 42
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR42 Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Guðmundar Guðjónssonar vélstjóra frá Eyri við Ingólfsfjörð, Strandasýslu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða, Akranesi, fyrir góða umönnun og vináttu. Sigríður E. Gunnarsdóttir Sveinn T. Þórólfsson Ásdís Gunnarsdóttir Guðrún A. Gunnarsdóttir Ásgeir G. Jónsson Helga Gunnarsdóttir Sigtryggur Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Okkar ástkæra, Guðlaug Sigurbergsdóttir frá Eyri við Fáskrúðsfjörð, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 14. desember síðastliðinn. Kveðjuathöfn verður frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 21. desember kl. 13.00. Jarðsungið verð- ur frá Stöðvarfjarðarkirkju þann 28. desember kl. 14.00. Hlynur Tryggvason Kári Tryggvason Hólmar Tryggvason og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, Jóhann Hauksson Skarðshlíð 23b, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudaginn 18. desember. Sigríður Hermanns Friðrik, Sólveig, Ásta og Guðrún Birna Jóhannsbörn og fjölskyldur. Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, Haukur Heiðar Þorsteinsson Álfhólsvegi 106, Kópavogi, sem lést á heimili sínu 13. desember, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.00. Auður Hauksdóttir Þorsteinn Guðmundsson Reynir Óli Þorsteinsson Trausti Þorsteinsson Hildur Þorsteinsdóttir Guðmundur Sigurðsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Inga Sigurðar Erlendssonar mælingamanns, Hrauntungu 30, Kópavogi. Fjölskyldan. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Marín Þorsteinsdóttir Ingimarsstöðum, Þórshöfn, lést á líknardeild Landspítalans þann 16. desember. Kveðjuathöfn fer fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. desember kl. 15.00. Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju og verður auglýst síðar. Árni Ingimar Helgason Unnur Árnadóttir Guðmundur Hólm Indriðason Oddný F. Árnadóttir Gunnar Páll Jóakimsson Þuríður Árnadóttir Sigurður Skúli Bergsson Soffía Árnadóttir Hafsteinn B. Sveinbjörnsson Helgi Mar Árnason Íris Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Skæringur Hauksson Álfaskeiði 98, Hafnarfirði, lést 1. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Hulda Sigurjónsdóttir Sigrún Skæringsdóttir Bára Skæringsdóttir Haukur Skæringsson Sigurjón Skæringsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Hjartardóttir lést á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi 19. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Óskar Jónsson Hjörtur Aðalsteinsson Auður Jacobsen Kristján Aðalsteinsson Þóra Leósdóttir Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir Þorsteinn Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Bæjarstjórinn á Ísafirði var myrtur að morgni mánudags klukkan 10.30. Morðrannsókn er hafin þar sem sex menn eru grunaðir um að hafa framið ódæðið. Út á það gengur nýtt borðspil, Hvenær drepur maður mann og hve- nær drepur maður ekki mann, sem kom á markað í síðustu viku. Hug- myndasmiður er Ísfirðingurinn Páll Ernisson, sem er einnig höfundur Hins ísfirska einokunarspils og Vest- firska kvótaspilsins, en Ómar Smári Kristjáns son á heiðurinn af mynd- skreytingum. Blaðamaður sló á þráðinn vestur meðal annars til að grennslast fyrir um hvort hugmyndin að spilinu væri nokkuð sprottin af persónulegri óvild í garð Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra á Ísafirði. „Alls ekki,“ svarar Páll að bragði og hlær. „Ég bar hugmyndina undir hann og fékk samþykki þótt hann sé reyndar ekki einu sinni fyrirmynd- in að bæjarstjóranum í spilinu,“ upp- lýsir hann og segir hugmyndina byggja á sönnu íslensku sakamáli frá því seint á 19. öld. „Ég fékk hana þegar ég stóð fyrir menningarferðum um bæinn í sumar og las mér til um leikritið Uppreisn á Ísafirði eftir Ragnar Arnalds. Það segir frá ungum óreyndum lögreglu- manni sem er falin rannsókn á sam- skiptum Skúla Thoroddsen sýslumanns við meintan morðingja á Ísafirði á síð- asta áratug 19. aldar. Heiti spilsins Hvenær drepur maður mann og hve- nær drepur maður ekki mann vísar í orð sem hinn grunaði lét falla meðan á rannsókn málsins stóð.“ Páll getur þess að önnur fyrirmynd sé hið fornfræga ráðgátuspil Clue. „Spilin eru byggð upp með svipuðum hætti þar sem leikmenn bregða sér í hlutverk fólks sem var á staðnum þegar bæjarstjórinn var drepinn. Það er enginn einn morðingi og að sama skapi er morðstaðurinn breytilegur þannig að niðurstaðan er ekki alltaf sú sama.“ Þetta er þriðja árið í röð sem þú gefur út spil fyrir jól. Gefur útgáfan mikið í aðra hönd? „Ég hef nú ekki grætt mikið á þessu þar sem mark- aðurinn er lítill og ætlaði reyndar að hætta við í ár þar sem ég er legg stund á landafræði við HÍ og hélt að ég myndi ekki hafa tíma. En auðvitað fær maður eitthvað smá, til dæmis ódýrar jólagjafir til að gefa,“ segir hann og hlær. Spi l ið fékk prufukeyrslu á spurningakeppninni Dreptu betur á Ísafirði um helgina og voru viðtökur geysigóðar að sögn Páls. „Sem betur fer komu engir leyndir gallar í ljós og fólk virtist í alla staði hæstánægt með spilið.“ roald@frettabladid.is PÁLL ERNISSON: HANNAÐI SPIL SEM BYGGIR Á SÖNNU ÍSLENSKU SAKAMÁLI Á ekkert sökótt við Daníel Jakobsson bæjarstjóra NÝTT SPIL Páll Ernisson hefur sent frá sér spil sem byggir á íslensku sakamáli. ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR (1930-1971) lést þennan dag. „Maður er langa ævi að hrapa.“ MYND/JÓN KALDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.