Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 48
KYNNING − AUGLÝSINGEldvarnir MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20112 Hvað, hvar, hvernig? Til þess að sporna við eða koma í veg fyrir tjón af völdum elds og vatns á heimilinu er mikilvægt að réttar forvarnir séu til staðar. Að sama skapi er einnig nauðsynlegt að forvarnartækjum sé komið fyrir á réttum stöðum og ekki síður að allir í fjölskyldunni kunni að nota þau á réttan hátt. Jónískur reykskynjari Skynjar ósýnilegar, lyktarlausar og sýnilegar lofttegundir, sem myndast við bruna á byrjunarstigi. Jónískir skynjarar henta vel í stofur, herbergi, stigaganga, geymslur, geymsluganga og víðar. Optískur reykskynjari Skynjar sýnilegan reyk og er háður rakastigi, hitastigi og loftræstingu. Hentar sérstaklega vel við eldhús. Vatnsskynjari Vatnsskynjaranum er komið fyrir niður við gólf þar sem vænta má vatns. Mjög góð viðvörun við alltof algengum óhöppum. Léttvatnsslökkvitæki Mjög hentugt á heimili og í sumarhús. Léttvatnsslökkvitæki má nota á rafmagns -elda upp að 1000 voltum en mikilvægt er að vera þá í minnst eins metra fjarlægð. Neyðarnúmer Tjónanúmer TM 112 800 6700 Fullt hús af öryggi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is /// /// /// /// Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. NNú þegar jólin fara senn í hönd skiptir máli að gera sérstakar varúðarráðstafanir varðandi eldvarnir heimilanna segir Methúsalem Hilmarsson, forstöðu- maður forvarna hjá Tryggingamið- stöðinni. „Við höfum áhyggjur af því hve mörg heimili í landinu eru ber- skjölduð fyrir eldsvoðum. Kannan- ir benda til að allt of mörg heimili eða yfir helmingur sé án reykskynj- ara, slökkvitækis eða eldvarnatepp- is sem við teljum lágmarksbúnað. Þá sé um þriðjungur heimila með engan eða aðeins einn reykskynj- ara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næt- urlagi.“ Methúsalem segir hægan leik að bæta úr eldvörnum heimilisins. Best sé að setja kaup á reykskynjara í al- gjöran forgang. „Ætti ég að setja ein- stök atriði í eldvörnum heimilanna í forgangsröð þá færi reykskynjari efst á listann. Reykskynjarar eiga skil- yrðislaust að vera á hverju heim- ili, helst í hverju herbergi og þá sér- staklega svefnherbergjum, enda er algengt að í sumum, svo sem barna- og unglingaherbergjum sé fjöldi raf- magnstækja, tölvur, sjónvörp, DVD- spilarar, hljómf lutningstæki og fleira. Ef eldur kemur upp þá virka reykskynjarar og margir eiga þess- um ódýru tækjum líf sitt að launa.“ Methúsalem segir að ekki sé nóg að eiga reykskynjara því þá þurfi reglulega að yfirfara til að tryggja virkni þeirra. „Við hvetjum alla til að skipta um rafhlöðu í skynjaran- um einu sinni á ári, án tillits til þess hvort hann lætur heyra til sín eða ekki. Gott er að velja sér ákveðinn tíma til rafhlöðuskipta, til dæmis fyrir jól. Svo þarf að skipta reglu- lega um skynjara en líftíminn er al- mennt tíu ár. Gamall eða rafhlöðu- laus reykskynjari gefur falskt ör- yggi.“ Methúsalem hvetur sem flesta til að kíkja á heimasíðu Tryggingamið- stöðvarinnar á www. tm.is og kynna Mörg heimili berskjölduð Kannanir benda til að eldvarnir á heimilum landsins sé verulega ábótavant. Methúsalem Hilmarsson, forstöðumaður forvarna hjá Tryggingamiðstöðinni Síðumúla 24, segir nauðsynlegt að bæta úr því og sérstaklega fyrir jól þar sem þeim fylgi aukin eldhætta. „Ef eldur kemur upp þá virka reykskynjarar og margir eiga þessum ódýru tækjum líf sitt að launa,“ segir Methúsalem, hér með brot af þeim búnaði sem fæst hjá Ólafi Gíslasyni, Eldvarnarmiðstöðinni Sundaborg 7. MYND/STEFÁN Reykskynjarar eiga skilyrðislaust að vera á hverju heimili... sér betur upplýsingar um eldvarn- ir heimilanna. Þá segir hann TM bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa eldvarnabúnað á sérkjörum hjá Ólafi Gíslasyni, Eldvarnarmið- stöðinni Sundaborg 7. EINNIG ER MIKILVÆGT AÐ GERA EFTIRFARANDI: ● Setjið upp flóttaáætlun. Ekki geyma það þangað til það er orðið of seint. ● Gangið úr skugga um að ástand rafmagnsmála á heimilinu sé gott og standist lög um rafmagnsöryggi. Bil- aðar rafmagnssnúrur og inn- stungur á að laga sem fyrst. ● Geymið eldspýtur og kveikjara þar sem börn ná ekki til. ● Skiljið ekki eftir logandi kerti í mannlausum herbergjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.