Fréttablaðið - 21.12.2011, Side 48

Fréttablaðið - 21.12.2011, Side 48
KYNNING − AUGLÝSINGEldvarnir MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20112 Hvað, hvar, hvernig? Til þess að sporna við eða koma í veg fyrir tjón af völdum elds og vatns á heimilinu er mikilvægt að réttar forvarnir séu til staðar. Að sama skapi er einnig nauðsynlegt að forvarnartækjum sé komið fyrir á réttum stöðum og ekki síður að allir í fjölskyldunni kunni að nota þau á réttan hátt. Jónískur reykskynjari Skynjar ósýnilegar, lyktarlausar og sýnilegar lofttegundir, sem myndast við bruna á byrjunarstigi. Jónískir skynjarar henta vel í stofur, herbergi, stigaganga, geymslur, geymsluganga og víðar. Optískur reykskynjari Skynjar sýnilegan reyk og er háður rakastigi, hitastigi og loftræstingu. Hentar sérstaklega vel við eldhús. Vatnsskynjari Vatnsskynjaranum er komið fyrir niður við gólf þar sem vænta má vatns. Mjög góð viðvörun við alltof algengum óhöppum. Léttvatnsslökkvitæki Mjög hentugt á heimili og í sumarhús. Léttvatnsslökkvitæki má nota á rafmagns -elda upp að 1000 voltum en mikilvægt er að vera þá í minnst eins metra fjarlægð. Neyðarnúmer Tjónanúmer TM 112 800 6700 Fullt hús af öryggi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is /// /// /// /// Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. NNú þegar jólin fara senn í hönd skiptir máli að gera sérstakar varúðarráðstafanir varðandi eldvarnir heimilanna segir Methúsalem Hilmarsson, forstöðu- maður forvarna hjá Tryggingamið- stöðinni. „Við höfum áhyggjur af því hve mörg heimili í landinu eru ber- skjölduð fyrir eldsvoðum. Kannan- ir benda til að allt of mörg heimili eða yfir helmingur sé án reykskynj- ara, slökkvitækis eða eldvarnatepp- is sem við teljum lágmarksbúnað. Þá sé um þriðjungur heimila með engan eða aðeins einn reykskynj- ara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næt- urlagi.“ Methúsalem segir hægan leik að bæta úr eldvörnum heimilisins. Best sé að setja kaup á reykskynjara í al- gjöran forgang. „Ætti ég að setja ein- stök atriði í eldvörnum heimilanna í forgangsröð þá færi reykskynjari efst á listann. Reykskynjarar eiga skil- yrðislaust að vera á hverju heim- ili, helst í hverju herbergi og þá sér- staklega svefnherbergjum, enda er algengt að í sumum, svo sem barna- og unglingaherbergjum sé fjöldi raf- magnstækja, tölvur, sjónvörp, DVD- spilarar, hljómf lutningstæki og fleira. Ef eldur kemur upp þá virka reykskynjarar og margir eiga þess- um ódýru tækjum líf sitt að launa.“ Methúsalem segir að ekki sé nóg að eiga reykskynjara því þá þurfi reglulega að yfirfara til að tryggja virkni þeirra. „Við hvetjum alla til að skipta um rafhlöðu í skynjaran- um einu sinni á ári, án tillits til þess hvort hann lætur heyra til sín eða ekki. Gott er að velja sér ákveðinn tíma til rafhlöðuskipta, til dæmis fyrir jól. Svo þarf að skipta reglu- lega um skynjara en líftíminn er al- mennt tíu ár. Gamall eða rafhlöðu- laus reykskynjari gefur falskt ör- yggi.“ Methúsalem hvetur sem flesta til að kíkja á heimasíðu Tryggingamið- stöðvarinnar á www. tm.is og kynna Mörg heimili berskjölduð Kannanir benda til að eldvarnir á heimilum landsins sé verulega ábótavant. Methúsalem Hilmarsson, forstöðumaður forvarna hjá Tryggingamiðstöðinni Síðumúla 24, segir nauðsynlegt að bæta úr því og sérstaklega fyrir jól þar sem þeim fylgi aukin eldhætta. „Ef eldur kemur upp þá virka reykskynjarar og margir eiga þessum ódýru tækjum líf sitt að launa,“ segir Methúsalem, hér með brot af þeim búnaði sem fæst hjá Ólafi Gíslasyni, Eldvarnarmiðstöðinni Sundaborg 7. MYND/STEFÁN Reykskynjarar eiga skilyrðislaust að vera á hverju heimili... sér betur upplýsingar um eldvarn- ir heimilanna. Þá segir hann TM bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa eldvarnabúnað á sérkjörum hjá Ólafi Gíslasyni, Eldvarnarmið- stöðinni Sundaborg 7. EINNIG ER MIKILVÆGT AÐ GERA EFTIRFARANDI: ● Setjið upp flóttaáætlun. Ekki geyma það þangað til það er orðið of seint. ● Gangið úr skugga um að ástand rafmagnsmála á heimilinu sé gott og standist lög um rafmagnsöryggi. Bil- aðar rafmagnssnúrur og inn- stungur á að laga sem fyrst. ● Geymið eldspýtur og kveikjara þar sem börn ná ekki til. ● Skiljið ekki eftir logandi kerti í mannlausum herbergjum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.